Móðir bresks skiptinema sem svipti sig lífi á Íslandi fordæmir sjálfsvígssíður Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2018 12:15 Connel Arthur og móðir hans, Nathalie Arthur. Go Fund me Nathalie Arthur, móðir bresks skiptinema sem svipti sig lífi á Íslandi í síðasta mánuði, hefur fordæmt síður á netinu sem birta leiðbeiningar um aðferðir til að fremja sjálfsvíg. Hún vill nú auka meðvitund meðal almennings um andleg veikindi meðal ungra karlmanna. Þetta gerir hún eftir að í ljós kom að sonur hennar, Connel Arthur, notaðist við leitarvélina Google til að hafa uppi á aðferðum til að svipta sig lífi, dagana fyrir dauða sinn. Hinn 21 ára Connel, sem var nemandi við Háskólann í Glasgow, fannst látinn í herbergi sínu í Reykjavík þann 19. desember síðastliðinn. Hann hafði verið við skiptinám hér á landi.Sýndi engin merki um þunglyndi Móðir Connel segir í samtali við Daily Record að sonur sinn hafi hvorki sýnt nein merki um þunglyndi né hafi hann hafi átt við andleg veikindi að stríða áður en hann svipti sig lífi. Hann hafi hins vegar haft áhyggjur því að hann myndi standa uppi heimilislaus. „Hann hafði átt í vandræðum með að finna húsnæði í Reykjavík og ég held að hann hafi haft miklar áhyggjur af því að verða heimilislaus,“ segir Nathalie. Hún segist dagana fyrir andlátið hafa haft á tilfinningunni að ekki væri allt með felldu og því hafi hún sent honum nokkur skilaboð þar sem hún spurði hvernig hann hefði það. Í svörum hans hafi komið fram að allt væri í lagi. „Ég held að það hafi ekki verið nein leið að ná til hans á þessum tímapunkti – hann vissi hvað hann ætlaði að gera.“Hæfileikaríkur gítarspilari Í viðtalinu minnist Nathalie sonar síns og segir hann hafa verið hæfileikaríkan gítarspilara og mikinn áhugamann um brimbretti og snjóbretti. Hann hafi sent kveðjuskilaboð til kærustu sinnar daginn sem hann dó og síðar fundist í herbergi sínu nokkrum klukkustundum síðar.Connel Arthur var mikill áhugamaður um brimbretti og snjóbretti.Nathalie ArthurNathalie segir að Connel hafi verið í meistaranámi og eignast marga vini á Íslandi. Þá hafi hann starfað á veitingastað í borginni. „Við hugðumst fara til að hitta hann um áramótin. Við höfðum bókað fjögurra daga ferð frá 28. desember til 1. janúar. Hann sendi mér skilaboð daginn sem hann dó þar sem hann spurði hvenær við kæmum, en hann fékk aldri svörin mín.“Sáu leitarniðurstöðurnarFjölskyldan hafi svo komið til Íslands eftir dauða hans og þá séð Google-leitarniðurstöður í tölvu Connel. „Það er eitt atriði sem ég vil ræða – Connel hafði leitað á Google um aðferðir til að svipta sig lífi og gat auðveldlega nálgast þær upplýsingar. Við fórum út í þeirri trú að þetta hafi verið ákvörðun sem hann hafi tekið í skyndi en þar fundust hins vegar allar þessar leitir frá dögunum fyrir. Mikið var rætt um átröskunarsíður og síður um hvernig vegi skaða sjálfan sig fyrir nokkrum árum, þannig að af hverju er ekkert rætt um þessar sjálfsvígssíður og af hverju eru þær aðgengilegar? Það er ekki í lagi. Þessar upplýsingar eiga ekki að vera aðgengilegar fólki,“ segir Nathalie, sem hefur stofnað fjármögnunarsíðu til að stuðla að aukinni meðvitund fólks um andleg veikindi ungmenna. Lesa má viðtalið við Nathalie Arthur, móður Connel, í frétt Daily Record. Heilbrigðismál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Nathalie Arthur, móðir bresks skiptinema sem svipti sig lífi á Íslandi í síðasta mánuði, hefur fordæmt síður á netinu sem birta leiðbeiningar um aðferðir til að fremja sjálfsvíg. Hún vill nú auka meðvitund meðal almennings um andleg veikindi meðal ungra karlmanna. Þetta gerir hún eftir að í ljós kom að sonur hennar, Connel Arthur, notaðist við leitarvélina Google til að hafa uppi á aðferðum til að svipta sig lífi, dagana fyrir dauða sinn. Hinn 21 ára Connel, sem var nemandi við Háskólann í Glasgow, fannst látinn í herbergi sínu í Reykjavík þann 19. desember síðastliðinn. Hann hafði verið við skiptinám hér á landi.Sýndi engin merki um þunglyndi Móðir Connel segir í samtali við Daily Record að sonur sinn hafi hvorki sýnt nein merki um þunglyndi né hafi hann hafi átt við andleg veikindi að stríða áður en hann svipti sig lífi. Hann hafi hins vegar haft áhyggjur því að hann myndi standa uppi heimilislaus. „Hann hafði átt í vandræðum með að finna húsnæði í Reykjavík og ég held að hann hafi haft miklar áhyggjur af því að verða heimilislaus,“ segir Nathalie. Hún segist dagana fyrir andlátið hafa haft á tilfinningunni að ekki væri allt með felldu og því hafi hún sent honum nokkur skilaboð þar sem hún spurði hvernig hann hefði það. Í svörum hans hafi komið fram að allt væri í lagi. „Ég held að það hafi ekki verið nein leið að ná til hans á þessum tímapunkti – hann vissi hvað hann ætlaði að gera.“Hæfileikaríkur gítarspilari Í viðtalinu minnist Nathalie sonar síns og segir hann hafa verið hæfileikaríkan gítarspilara og mikinn áhugamann um brimbretti og snjóbretti. Hann hafi sent kveðjuskilaboð til kærustu sinnar daginn sem hann dó og síðar fundist í herbergi sínu nokkrum klukkustundum síðar.Connel Arthur var mikill áhugamaður um brimbretti og snjóbretti.Nathalie ArthurNathalie segir að Connel hafi verið í meistaranámi og eignast marga vini á Íslandi. Þá hafi hann starfað á veitingastað í borginni. „Við hugðumst fara til að hitta hann um áramótin. Við höfðum bókað fjögurra daga ferð frá 28. desember til 1. janúar. Hann sendi mér skilaboð daginn sem hann dó þar sem hann spurði hvenær við kæmum, en hann fékk aldri svörin mín.“Sáu leitarniðurstöðurnarFjölskyldan hafi svo komið til Íslands eftir dauða hans og þá séð Google-leitarniðurstöður í tölvu Connel. „Það er eitt atriði sem ég vil ræða – Connel hafði leitað á Google um aðferðir til að svipta sig lífi og gat auðveldlega nálgast þær upplýsingar. Við fórum út í þeirri trú að þetta hafi verið ákvörðun sem hann hafi tekið í skyndi en þar fundust hins vegar allar þessar leitir frá dögunum fyrir. Mikið var rætt um átröskunarsíður og síður um hvernig vegi skaða sjálfan sig fyrir nokkrum árum, þannig að af hverju er ekkert rætt um þessar sjálfsvígssíður og af hverju eru þær aðgengilegar? Það er ekki í lagi. Þessar upplýsingar eiga ekki að vera aðgengilegar fólki,“ segir Nathalie, sem hefur stofnað fjármögnunarsíðu til að stuðla að aukinni meðvitund fólks um andleg veikindi ungmenna. Lesa má viðtalið við Nathalie Arthur, móður Connel, í frétt Daily Record.
Heilbrigðismál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira