Ráðist í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2018 21:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggur til við formenn allra flokka á Alþingi að ráðist verði í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti í dag formönnum allra flokka sem sæti eiga á Alþingi tillögu að fyrirkomulagi vinnu við breytingar á stjórnarskránni á kjörtímabilinu. Á fundinum lagði hún fyrir minnisblað þar sem fram kemur að framtíðarsýnin varðandi þessa vinnu felist í því að ráðist verði í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta. Á vef stjórnarráðsins segir að tillaga Katrínar byggist á umræðum sem formenn flokka áttu um stjórnarskrána og breytingar á henni á síðasta kjörtímabilið. Í minnisblaði forsætisráðherra segir að hliðsjón verði höfð „af þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í endurskoðun á undanförnum árum, sbr. t.d. þjóðfund, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráð auk starfa stjórnarskrárnefnda 2005-2007 og 2013-2016, þeirri miklu samfélagslegu umræðu sem átt hefur sér stað, umræðu og nefndavinnu á Alþingi auk afstöðu kjósenda að því marki sem hún hefur þegar komið fram.“Ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum tekið fyrir á þessu kjörtímabili Á þessu kjörtímabili verða tekin eftirfarandi viðfangsefni: umhverfis-og náttúruvernd, þjóðareign á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði hluta kjósenda eða minnihluta þings, 2. kafli stjórnarskrárinnar sem fjallar um forseta Íslands og meðferð framkvæmdarvalds, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu og loks ákvæði um hvernig stjórnarskránni verði breytt. Á næsta kjörtímabili verða svo teknir fyrir kaflar stjórnarskrárinnar um Alþingi, alþingiskosningar og dómstóla, ákvæði um þjóðkirkjuna, mannréttindaákvæði og innangangsákvæði auk annarra ákvæða sem ekki hafa verið nefnd. Samkvæmt minnisblaðinu er markmiðið með þessari heildarendurskoðun að stjórnarskráin endurspegli „sem best sameiginleg grunngildi þjóðarinnar og renni traustum stoðum undir lýðræðislegt réttarríki þar sem vernd mannréttinda er tryggð.“ Vinnan verður áfangaskipt og munu allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinna sameiginlega að því að „að fara skipulega og heildstætt yfir stjórnarskrá lýðveldisins og tillögur sem fram hafa komið á undanförnum árum með það fyrir augum að vinna að breytingartillögum sem lagðar yrðu fyrir Alþingi hverju sinni í breiðri sátt að undangengnu víðtæku samráði.“Minnisblað forsætisráðherra má nálgast á vef stjórnarráðsins en þar er nánar greint frá tilhögun þessarar vinnu. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti í dag formönnum allra flokka sem sæti eiga á Alþingi tillögu að fyrirkomulagi vinnu við breytingar á stjórnarskránni á kjörtímabilinu. Á fundinum lagði hún fyrir minnisblað þar sem fram kemur að framtíðarsýnin varðandi þessa vinnu felist í því að ráðist verði í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta. Á vef stjórnarráðsins segir að tillaga Katrínar byggist á umræðum sem formenn flokka áttu um stjórnarskrána og breytingar á henni á síðasta kjörtímabilið. Í minnisblaði forsætisráðherra segir að hliðsjón verði höfð „af þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í endurskoðun á undanförnum árum, sbr. t.d. þjóðfund, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráð auk starfa stjórnarskrárnefnda 2005-2007 og 2013-2016, þeirri miklu samfélagslegu umræðu sem átt hefur sér stað, umræðu og nefndavinnu á Alþingi auk afstöðu kjósenda að því marki sem hún hefur þegar komið fram.“Ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum tekið fyrir á þessu kjörtímabili Á þessu kjörtímabili verða tekin eftirfarandi viðfangsefni: umhverfis-og náttúruvernd, þjóðareign á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði hluta kjósenda eða minnihluta þings, 2. kafli stjórnarskrárinnar sem fjallar um forseta Íslands og meðferð framkvæmdarvalds, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu og loks ákvæði um hvernig stjórnarskránni verði breytt. Á næsta kjörtímabili verða svo teknir fyrir kaflar stjórnarskrárinnar um Alþingi, alþingiskosningar og dómstóla, ákvæði um þjóðkirkjuna, mannréttindaákvæði og innangangsákvæði auk annarra ákvæða sem ekki hafa verið nefnd. Samkvæmt minnisblaðinu er markmiðið með þessari heildarendurskoðun að stjórnarskráin endurspegli „sem best sameiginleg grunngildi þjóðarinnar og renni traustum stoðum undir lýðræðislegt réttarríki þar sem vernd mannréttinda er tryggð.“ Vinnan verður áfangaskipt og munu allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinna sameiginlega að því að „að fara skipulega og heildstætt yfir stjórnarskrá lýðveldisins og tillögur sem fram hafa komið á undanförnum árum með það fyrir augum að vinna að breytingartillögum sem lagðar yrðu fyrir Alþingi hverju sinni í breiðri sátt að undangengnu víðtæku samráði.“Minnisblað forsætisráðherra má nálgast á vef stjórnarráðsins en þar er nánar greint frá tilhögun þessarar vinnu.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira