Ráðist í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2018 21:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggur til við formenn allra flokka á Alþingi að ráðist verði í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti í dag formönnum allra flokka sem sæti eiga á Alþingi tillögu að fyrirkomulagi vinnu við breytingar á stjórnarskránni á kjörtímabilinu. Á fundinum lagði hún fyrir minnisblað þar sem fram kemur að framtíðarsýnin varðandi þessa vinnu felist í því að ráðist verði í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta. Á vef stjórnarráðsins segir að tillaga Katrínar byggist á umræðum sem formenn flokka áttu um stjórnarskrána og breytingar á henni á síðasta kjörtímabilið. Í minnisblaði forsætisráðherra segir að hliðsjón verði höfð „af þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í endurskoðun á undanförnum árum, sbr. t.d. þjóðfund, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráð auk starfa stjórnarskrárnefnda 2005-2007 og 2013-2016, þeirri miklu samfélagslegu umræðu sem átt hefur sér stað, umræðu og nefndavinnu á Alþingi auk afstöðu kjósenda að því marki sem hún hefur þegar komið fram.“Ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum tekið fyrir á þessu kjörtímabili Á þessu kjörtímabili verða tekin eftirfarandi viðfangsefni: umhverfis-og náttúruvernd, þjóðareign á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði hluta kjósenda eða minnihluta þings, 2. kafli stjórnarskrárinnar sem fjallar um forseta Íslands og meðferð framkvæmdarvalds, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu og loks ákvæði um hvernig stjórnarskránni verði breytt. Á næsta kjörtímabili verða svo teknir fyrir kaflar stjórnarskrárinnar um Alþingi, alþingiskosningar og dómstóla, ákvæði um þjóðkirkjuna, mannréttindaákvæði og innangangsákvæði auk annarra ákvæða sem ekki hafa verið nefnd. Samkvæmt minnisblaðinu er markmiðið með þessari heildarendurskoðun að stjórnarskráin endurspegli „sem best sameiginleg grunngildi þjóðarinnar og renni traustum stoðum undir lýðræðislegt réttarríki þar sem vernd mannréttinda er tryggð.“ Vinnan verður áfangaskipt og munu allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinna sameiginlega að því að „að fara skipulega og heildstætt yfir stjórnarskrá lýðveldisins og tillögur sem fram hafa komið á undanförnum árum með það fyrir augum að vinna að breytingartillögum sem lagðar yrðu fyrir Alþingi hverju sinni í breiðri sátt að undangengnu víðtæku samráði.“Minnisblað forsætisráðherra má nálgast á vef stjórnarráðsins en þar er nánar greint frá tilhögun þessarar vinnu. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti í dag formönnum allra flokka sem sæti eiga á Alþingi tillögu að fyrirkomulagi vinnu við breytingar á stjórnarskránni á kjörtímabilinu. Á fundinum lagði hún fyrir minnisblað þar sem fram kemur að framtíðarsýnin varðandi þessa vinnu felist í því að ráðist verði í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta. Á vef stjórnarráðsins segir að tillaga Katrínar byggist á umræðum sem formenn flokka áttu um stjórnarskrána og breytingar á henni á síðasta kjörtímabilið. Í minnisblaði forsætisráðherra segir að hliðsjón verði höfð „af þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í endurskoðun á undanförnum árum, sbr. t.d. þjóðfund, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráð auk starfa stjórnarskrárnefnda 2005-2007 og 2013-2016, þeirri miklu samfélagslegu umræðu sem átt hefur sér stað, umræðu og nefndavinnu á Alþingi auk afstöðu kjósenda að því marki sem hún hefur þegar komið fram.“Ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum tekið fyrir á þessu kjörtímabili Á þessu kjörtímabili verða tekin eftirfarandi viðfangsefni: umhverfis-og náttúruvernd, þjóðareign á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði hluta kjósenda eða minnihluta þings, 2. kafli stjórnarskrárinnar sem fjallar um forseta Íslands og meðferð framkvæmdarvalds, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu og loks ákvæði um hvernig stjórnarskránni verði breytt. Á næsta kjörtímabili verða svo teknir fyrir kaflar stjórnarskrárinnar um Alþingi, alþingiskosningar og dómstóla, ákvæði um þjóðkirkjuna, mannréttindaákvæði og innangangsákvæði auk annarra ákvæða sem ekki hafa verið nefnd. Samkvæmt minnisblaðinu er markmiðið með þessari heildarendurskoðun að stjórnarskráin endurspegli „sem best sameiginleg grunngildi þjóðarinnar og renni traustum stoðum undir lýðræðislegt réttarríki þar sem vernd mannréttinda er tryggð.“ Vinnan verður áfangaskipt og munu allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinna sameiginlega að því að „að fara skipulega og heildstætt yfir stjórnarskrá lýðveldisins og tillögur sem fram hafa komið á undanförnum árum með það fyrir augum að vinna að breytingartillögum sem lagðar yrðu fyrir Alþingi hverju sinni í breiðri sátt að undangengnu víðtæku samráði.“Minnisblað forsætisráðherra má nálgast á vef stjórnarráðsins en þar er nánar greint frá tilhögun þessarar vinnu.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira