Eugenie er yngri dóttir Andrésar prins og Söruh Ferguson og er áttunda í röðinni til að erfa bresku krúnuna.
Í yfirlýsingunni segir að Eugenie og Jack hafi trúlofast í Nikaragva fyrr í mánuðinum.
Brúðkaupið mun fara fram næsta haust í kapellu heilags Georgs við Windsorkastala. Brúðkaup Harry Bretaprins og Meghan Markle mun fara fram í sömu kirkju í maí næstkomandi.
Hin 27 ára Eugenie og Jack Brooksbank kynntust fyrir um sjö árum síðan í skíðaferðalagi í svissneska bænum Verbier. Foreldrar þeirra beggja segjast himinlifandi með trúlofunina
Eugenie starfar sem aðstoðarframkvæmdastjóri listagallerís í London, en Brooksbank er framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Mahiki í Mayfair.