Þorsteinn vill gera Sæbraut og Miklubraut að einstefnugötum Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2018 10:22 Miðflokkurinn hyggst stofna flokksfélag í Reykjavík í kvöld og stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Vísir/Anton/Ernir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, vill gera Miklubraut og Sæbraut að einstefnugötum til að leysa úr þeim umferðarhnútum sem myndast á götum borgarinnar á morgnana og síðdegis á virkum dögum. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann sagði þessa lausn vera hans eigin skoðun, en ekki eiginleg stefna Miðflokksins. Flokkurinn hyggst stofna flokksfélag í Reykjavík í kvöld og stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég með lausn á umferðarvandanum austur/vestur í Reykjavík. Hann er mjög einfaldur. En það vill enginn hlusta á þetta, það er allt annað mál. Ég vill gera Miklubraut/Hringbraut að einstefnuakstursgötum frá Njarðargötu til austurs inn að Elliðaám, það er Ártúnsbrekku. Á sama hátt vil ég gera Sæbraut að einstefnuakstursgötu til vesturs,“ segir Þorsteinn.Hugmyndin kviknaði í New York Þorsteinn segir að hugmynd hans hafi kviknað þegar hann var staddur í New York. Manhattan sé að mestu byggð upp á árunum 1910 til 1930 þegar allar götur voru tvístefnuakstursgötur. „Því var svo snúið við. Nú eru einstefnuakstursgötur upp og niður,“ segir þingmaðurinn. Hann segir það jafnframt vera lykilatriði að koma Sundabrautinni á og hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og finna honum nýjan stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn varpar fram hugmyndum sem vekja athygli, en árið 2014 flutti hann til að mynda þingsályktunartillögu um stofnun áburðarverksmiðju. Nefndi hann að verksmiðjan gæti skapað vel launuð störf og þannig vakið „ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni“.Moka varla snjó, slá varla gras Þorsteinn segir að Miðflokkurinn vilji allsherjarbót á því ástandi sem nú ríki í höfuðborginni. „Það er eiginlega alveg sama hvert er litið. Fjárhagur borgarinnar versnar ár frá ári. Samgöngurnar eru eins og við vitum allir, ég var tuttugu mínútur á leiðinni vestan úr bæ. Það eru einfaldar aðferðir sem eru ekki framkvæmdar, svona nærþjónusta. Menn moka varla snjó. Slá varla gras á sumrin. Sorphirðan hefur verið í veseni. Heimaþjónusta aldraðra er ekki góð. Við getum haldið svona endalaust áfram.“Þú ert þá að tala um að auka við þjónustu og það kostar pening. Hvar ætlar þú að ná í þessa peninga?„Það er til dæmis hægt að spara í þessu kerfi umtalsvert. Borgarkerfið er búið að þenjast út á undanförnum nokkrum árum.“Það þýðir uppsagnir á fólki væntanlega?„Hugsanlega. Ég man ekki hvað það eru mörg stöðugildi sem hafa orðið til á síðustu fjórum árum án þess að þar á bakvið sé nokkur stefna, samþykkt og svo framvegis. Alls konar gæluverkefni sem hérna vaða uppi. Það eru til dæmis tvö sett af mannréttindaskrifstofum. Það er til einhverjar fjögur, fimm apparat sem halda utan um mismunandi menningarstarfsemi. Með virðingu fyrir þessu starfi þá er ekki endalaust hægt að hrúga fólki inn á eitthvað svona því einhvern vantar vinnu í kringum hann,“ segir Þorsteinn. Samgöngur Skipulag Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, vill gera Miklubraut og Sæbraut að einstefnugötum til að leysa úr þeim umferðarhnútum sem myndast á götum borgarinnar á morgnana og síðdegis á virkum dögum. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann sagði þessa lausn vera hans eigin skoðun, en ekki eiginleg stefna Miðflokksins. Flokkurinn hyggst stofna flokksfélag í Reykjavík í kvöld og stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég með lausn á umferðarvandanum austur/vestur í Reykjavík. Hann er mjög einfaldur. En það vill enginn hlusta á þetta, það er allt annað mál. Ég vill gera Miklubraut/Hringbraut að einstefnuakstursgötum frá Njarðargötu til austurs inn að Elliðaám, það er Ártúnsbrekku. Á sama hátt vil ég gera Sæbraut að einstefnuakstursgötu til vesturs,“ segir Þorsteinn.Hugmyndin kviknaði í New York Þorsteinn segir að hugmynd hans hafi kviknað þegar hann var staddur í New York. Manhattan sé að mestu byggð upp á árunum 1910 til 1930 þegar allar götur voru tvístefnuakstursgötur. „Því var svo snúið við. Nú eru einstefnuakstursgötur upp og niður,“ segir þingmaðurinn. Hann segir það jafnframt vera lykilatriði að koma Sundabrautinni á og hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og finna honum nýjan stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn varpar fram hugmyndum sem vekja athygli, en árið 2014 flutti hann til að mynda þingsályktunartillögu um stofnun áburðarverksmiðju. Nefndi hann að verksmiðjan gæti skapað vel launuð störf og þannig vakið „ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni“.Moka varla snjó, slá varla gras Þorsteinn segir að Miðflokkurinn vilji allsherjarbót á því ástandi sem nú ríki í höfuðborginni. „Það er eiginlega alveg sama hvert er litið. Fjárhagur borgarinnar versnar ár frá ári. Samgöngurnar eru eins og við vitum allir, ég var tuttugu mínútur á leiðinni vestan úr bæ. Það eru einfaldar aðferðir sem eru ekki framkvæmdar, svona nærþjónusta. Menn moka varla snjó. Slá varla gras á sumrin. Sorphirðan hefur verið í veseni. Heimaþjónusta aldraðra er ekki góð. Við getum haldið svona endalaust áfram.“Þú ert þá að tala um að auka við þjónustu og það kostar pening. Hvar ætlar þú að ná í þessa peninga?„Það er til dæmis hægt að spara í þessu kerfi umtalsvert. Borgarkerfið er búið að þenjast út á undanförnum nokkrum árum.“Það þýðir uppsagnir á fólki væntanlega?„Hugsanlega. Ég man ekki hvað það eru mörg stöðugildi sem hafa orðið til á síðustu fjórum árum án þess að þar á bakvið sé nokkur stefna, samþykkt og svo framvegis. Alls konar gæluverkefni sem hérna vaða uppi. Það eru til dæmis tvö sett af mannréttindaskrifstofum. Það er til einhverjar fjögur, fimm apparat sem halda utan um mismunandi menningarstarfsemi. Með virðingu fyrir þessu starfi þá er ekki endalaust hægt að hrúga fólki inn á eitthvað svona því einhvern vantar vinnu í kringum hann,“ segir Þorsteinn.
Samgöngur Skipulag Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent