Rúrik leitar réttar síns vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2018 23:02 Rúrik Gíslason hefur kært brotin til lögreglu. vísir/valli Knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason segir að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífs síns. Falskir reikingar hafi verið stofnaðir á samfélagsmiðlinum Snapchat og stefnumótaforritinu Tinder í hans nafni. Í yfirlýsingu sem hann sendir fjölmiðlum í kvöld kemur fram að vakin hafi verið athygli á reikningunum í hans nafni um helgina. Við framkvæmd brotanna hafi ljósmyndir verið teknar ófrjálsri hendi af Instagram reikningi hans og þannig látið líta út fyrir að hann væri notandi reikninganna. Svo sé ekki. „Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra. Vegna alvarleika brotanna fól ég lögmanni mínum þegar í stað að leggja fram kæru hjá lögreglu og hefur það verið gert,“ segir í yfirlýsingu frá Rúrik.DV var með samantekt um helgina yfir þekkta íslenska karlmenn sem nota Tinder. Var Rúrik nefndur í þeirri samantekt en af yfirlýsingu Rúriks má ráða að um falskan reikning var að ræða. Rúrik færði sig á dögunum um set í þýsku b-deildinni, frá Nürnberg yfir til Sandhausen. Hann ætlar sér sæti í landsliðshópi Íslands fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Yfirlýsing frá Rúrik Gíslasyni vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga Um helgina var athygli mín vakin á því að búið var að stofna falska Snapchat og Tinder reikninga í mínu nafni. Við framkvæmd brotanna voru ljósmyndir af Instagram svæðinu mínu teknar ófrjálsri hendi og þannig látið líta út fyrir að ég væri notandi þessara reikninga. Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra. Vegna alvarleika brotanna fól ég lögmanni mínum þegar í stað að leggja fram kæru hjá lögreglu og hefur það verið gert. Þýskalandi, 21. janúar 2018, Rúrik Gíslason Fótbolti Lögreglumál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason segir að brotið hafi verið á friðhelgi einkalífs síns. Falskir reikingar hafi verið stofnaðir á samfélagsmiðlinum Snapchat og stefnumótaforritinu Tinder í hans nafni. Í yfirlýsingu sem hann sendir fjölmiðlum í kvöld kemur fram að vakin hafi verið athygli á reikningunum í hans nafni um helgina. Við framkvæmd brotanna hafi ljósmyndir verið teknar ófrjálsri hendi af Instagram reikningi hans og þannig látið líta út fyrir að hann væri notandi reikninganna. Svo sé ekki. „Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra. Vegna alvarleika brotanna fól ég lögmanni mínum þegar í stað að leggja fram kæru hjá lögreglu og hefur það verið gert,“ segir í yfirlýsingu frá Rúrik.DV var með samantekt um helgina yfir þekkta íslenska karlmenn sem nota Tinder. Var Rúrik nefndur í þeirri samantekt en af yfirlýsingu Rúriks má ráða að um falskan reikning var að ræða. Rúrik færði sig á dögunum um set í þýsku b-deildinni, frá Nürnberg yfir til Sandhausen. Hann ætlar sér sæti í landsliðshópi Íslands fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Yfirlýsing frá Rúrik Gíslasyni vegna falskra Snapchat og Tinder reikninga Um helgina var athygli mín vakin á því að búið var að stofna falska Snapchat og Tinder reikninga í mínu nafni. Við framkvæmd brotanna voru ljósmyndir af Instagram svæðinu mínu teknar ófrjálsri hendi og þannig látið líta út fyrir að ég væri notandi þessara reikninga. Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra. Vegna alvarleika brotanna fól ég lögmanni mínum þegar í stað að leggja fram kæru hjá lögreglu og hefur það verið gert. Þýskalandi, 21. janúar 2018, Rúrik Gíslason
Fótbolti Lögreglumál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira