Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. janúar 2018 22:44 Aly Raisman er tvöfaldur ólympíumeistari í fimleikum. Vísir/Getty Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. Hann hefur játað í sjö ákæruliðum þar sem hann er sakaður um kynferðisofbeldi og hefur játað að misnota stúlkur undir því yfirskini að veita þeim læknisaðstoð. Í yfirlýsingu sinni á föstudag sagði Raisman, sem hefur þrisvar unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum fyrir hönd Bandaríkjanna, að Ólympíunefnd Bandaríkjanna og Fimleikasambandið hafi brugðist henni. „Þeir hafa ekki hikað við að græða á minni velgengni,“ sagði Raisman. „En höfðu þeir samband þegar ég steig fram? Nei.“ Snerist hugur um að flytja yfirlýsingu Raisman hafði áður tilkynnt að hún hygðist ekki vera viðstödd réttarhöldin yfir Nassar en sagði að henni hefði snúist hugur eftir að hafa fylgst með réttarhöldunum. „Larry, þú áttar þig á því að þessi hópur kvenna sem þú misnotaðir yfir langan tíma eru nú afl. Og þú ert ekkert,“ sagði Raisman. „Nú hefur dæmið snúist við Larry. Við erum hér. Við höfum raddir okkar. Og við erum ekki að fara neitt. Nú er komið að þér að hlusta á mig.“ Afplánar 60 ára fangelsisdóm Nassar hefur verið sakaður um að brjóta á meira en 150 ólögráða stúlkum þegar hann vann fyrir Fimleikasamband Bandaríkjanna. Í desember árið 2018 var Nassar handtekinn af alríkislögreglunni eftir að meira en 37 þúsund skrár af barnaníðsefni fundust í tölvu hans, sem og myndbönd þar sem hann sást brjóta á ólögráða stúlkum. Nassar afplánar nú 60 ára fangelsisdóm vegna málsins og á yfir höfði sér enn lengri dóm ef hann verður sakfelldur fyrir að brjóta á skjólstæðingum sínum hjá Fimleikasambandinu. „Ímyndaðu þér hvernig að er að vera saklaus táningur í ókunnugu landi, heyra bankað á hurðina og það ert þú,“ sagði Raisman. „Ég vil ekki að þú sért þar, en ég hef ekkert val. [...] Liggjandi á maganum með þig á rúminu þar sem þú sagðir að óviðeigandi snerting þín myndi lækna sársauka minn. [...] Þú ert svo sjúkur að ég get ekki lýst hversu reið ég er þegar ég hugsa um þig.“ Yfirlýsingu Raisman má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. MeToo Mál Larry Nassar Bandaríkin Fimleikar Tengdar fréttir Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30 Nassar misnotaði líka frægustu fimleikakonu heims Fjórfaldur Ólympíumeistari frá því í Ríó 2016 og frægasta fimleikakona samtímans, Simone Biles, hefur nú bæst í hóp þeirra sem saka lækni bandaríska fimleikalandsliðsins um misnotkum og kynferðisbrot. 16. janúar 2018 08:30 Fimleikalæknirinn dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir barnaníðsefni Maðurinn sem braut kynferðislega á skærustu fimleikastjörnum Bandaríkjanna fer á bak við lás og slá. 8. desember 2017 09:00 „Litlar stelpur verða að sterkum konum sem snúa aftur og rústa þínum heimi“ Kyle Stephens ein af fórnarlömbum læknisins Larry Nassar flutti áhrifamikla ræðu yfir Nassar í réttarsal í gær. 17. janúar 2018 09:00 Fimleikasambandið greiddi gullverðlaunahafa fyrir að þegja um kynferðisbrot Gullverðlaunahafinn frá ÓL, McKayla Maroney, er farin í mál við bandaríska fimleikasambandið þar sem það gekk langt til þess að fela að læknir landsliðsins, Larry Nassar, hefði misnotað hana kynferðislega. 21. desember 2017 13:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. Hann hefur játað í sjö ákæruliðum þar sem hann er sakaður um kynferðisofbeldi og hefur játað að misnota stúlkur undir því yfirskini að veita þeim læknisaðstoð. Í yfirlýsingu sinni á föstudag sagði Raisman, sem hefur þrisvar unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum fyrir hönd Bandaríkjanna, að Ólympíunefnd Bandaríkjanna og Fimleikasambandið hafi brugðist henni. „Þeir hafa ekki hikað við að græða á minni velgengni,“ sagði Raisman. „En höfðu þeir samband þegar ég steig fram? Nei.“ Snerist hugur um að flytja yfirlýsingu Raisman hafði áður tilkynnt að hún hygðist ekki vera viðstödd réttarhöldin yfir Nassar en sagði að henni hefði snúist hugur eftir að hafa fylgst með réttarhöldunum. „Larry, þú áttar þig á því að þessi hópur kvenna sem þú misnotaðir yfir langan tíma eru nú afl. Og þú ert ekkert,“ sagði Raisman. „Nú hefur dæmið snúist við Larry. Við erum hér. Við höfum raddir okkar. Og við erum ekki að fara neitt. Nú er komið að þér að hlusta á mig.“ Afplánar 60 ára fangelsisdóm Nassar hefur verið sakaður um að brjóta á meira en 150 ólögráða stúlkum þegar hann vann fyrir Fimleikasamband Bandaríkjanna. Í desember árið 2018 var Nassar handtekinn af alríkislögreglunni eftir að meira en 37 þúsund skrár af barnaníðsefni fundust í tölvu hans, sem og myndbönd þar sem hann sást brjóta á ólögráða stúlkum. Nassar afplánar nú 60 ára fangelsisdóm vegna málsins og á yfir höfði sér enn lengri dóm ef hann verður sakfelldur fyrir að brjóta á skjólstæðingum sínum hjá Fimleikasambandinu. „Ímyndaðu þér hvernig að er að vera saklaus táningur í ókunnugu landi, heyra bankað á hurðina og það ert þú,“ sagði Raisman. „Ég vil ekki að þú sért þar, en ég hef ekkert val. [...] Liggjandi á maganum með þig á rúminu þar sem þú sagðir að óviðeigandi snerting þín myndi lækna sársauka minn. [...] Þú ert svo sjúkur að ég get ekki lýst hversu reið ég er þegar ég hugsa um þig.“ Yfirlýsingu Raisman má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
MeToo Mál Larry Nassar Bandaríkin Fimleikar Tengdar fréttir Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30 Nassar misnotaði líka frægustu fimleikakonu heims Fjórfaldur Ólympíumeistari frá því í Ríó 2016 og frægasta fimleikakona samtímans, Simone Biles, hefur nú bæst í hóp þeirra sem saka lækni bandaríska fimleikalandsliðsins um misnotkum og kynferðisbrot. 16. janúar 2018 08:30 Fimleikalæknirinn dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir barnaníðsefni Maðurinn sem braut kynferðislega á skærustu fimleikastjörnum Bandaríkjanna fer á bak við lás og slá. 8. desember 2017 09:00 „Litlar stelpur verða að sterkum konum sem snúa aftur og rústa þínum heimi“ Kyle Stephens ein af fórnarlömbum læknisins Larry Nassar flutti áhrifamikla ræðu yfir Nassar í réttarsal í gær. 17. janúar 2018 09:00 Fimleikasambandið greiddi gullverðlaunahafa fyrir að þegja um kynferðisbrot Gullverðlaunahafinn frá ÓL, McKayla Maroney, er farin í mál við bandaríska fimleikasambandið þar sem það gekk langt til þess að fela að læknir landsliðsins, Larry Nassar, hefði misnotað hana kynferðislega. 21. desember 2017 13:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30
Nassar misnotaði líka frægustu fimleikakonu heims Fjórfaldur Ólympíumeistari frá því í Ríó 2016 og frægasta fimleikakona samtímans, Simone Biles, hefur nú bæst í hóp þeirra sem saka lækni bandaríska fimleikalandsliðsins um misnotkum og kynferðisbrot. 16. janúar 2018 08:30
Fimleikalæknirinn dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir barnaníðsefni Maðurinn sem braut kynferðislega á skærustu fimleikastjörnum Bandaríkjanna fer á bak við lás og slá. 8. desember 2017 09:00
„Litlar stelpur verða að sterkum konum sem snúa aftur og rústa þínum heimi“ Kyle Stephens ein af fórnarlömbum læknisins Larry Nassar flutti áhrifamikla ræðu yfir Nassar í réttarsal í gær. 17. janúar 2018 09:00
Fimleikasambandið greiddi gullverðlaunahafa fyrir að þegja um kynferðisbrot Gullverðlaunahafinn frá ÓL, McKayla Maroney, er farin í mál við bandaríska fimleikasambandið þar sem það gekk langt til þess að fela að læknir landsliðsins, Larry Nassar, hefði misnotað hana kynferðislega. 21. desember 2017 13:00