Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 16:41 Rósa Björk sagði bregðast þyrfti strax við máli manns sem vann fyrir barnaverndaryfirvöld þrátt fyrir að hafa verið kærður fyrir kynferðisbrot gegnum börnum. Vísir/Stefán Yfirvöld þurfa að tryggja að börn í veikri félagslegri stöðu séu varin fyrir því að kynferðisbrotamenn sækist eftir að vera nærri þeim. Þetta sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þinkona VG á Alþingi á dag. Hún sagði mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg. Mál starfsmanns Barnverndar Reykjavíkur sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot í garð barna í starfi hefur vakið mikla athygli. Maðurinn hélt áfram að starfa fyrir Barnavernd í nokkra mánuði eftir að hann var ákærður vegna þess að lögregla lét ekki vita af ákærunni. Þá var hann kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum árið 2013 en fékk áfram að starfa hjá barnaverndaryfirvöldum. „Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hefur harmað mistök lögreglu. Við getum öll gert mistök en í málum er varða börn og ofbeldi gegn þeim verða þau mistök því miður oft óafsakanleg,“ sagði Rósa Björk þegar hún gerði málið að umræðuefni við upphaf þingfundar í dag. Svo virtist sem í báðum tilvikum hafi lögreglunni láðst að tilkynna Barnavernd Reykjavíkur að starfsmaður hjá þeim hafi verið kærður fyrir svo alvarlegt brot og að kærurnar hafi ekki með neinu móti komið fram í ráðningaferli mannsins innan Barnaverndar.Kærur endi ekki í þykkum stafla á skrifborðiSagði þingkonan mál starfsmannsins enn eina birtingarmynd þess að samfélagið tryggði ekki börnum, berskjölduðustu þegnum samfélagsins vernd fyrir kynferðisbrotamönnum sem sækist eftir að vera innan um börn í veikri félagslegri stöðu. „Þetta þarf að laga strax, ekki með neinum starfshópum heldur aðgerðum. Ef það er eitthvað sem þarf að laga í lagabókstafnum sem lýtur að því að útvíkka enn frekar heimildir til að opna sakaskrár þegar fólk er ráði til starfa með börnum þarf að laga það. Ef það er eitthvað sem þarf að laga í að minnka álag á lögreglufólk með því að auka loks fjármuni til lögreglunnar skulum við gera það,“ sagði Rósa Björk. Hvatti hún félags- og jafnréttismálaráðherra til að tryggja í samráði við barnaverndaryfirvöld að börn í umsjón barnaverndaryfirvalda séu ekki innan um kærða kynferðisbrotamenn og dómsmálaráðherra til að tryggja lögreglu nægilegt fé til að auka mannafla. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, visaði meðal annars til mikils fjölda mála þegar hann svaraði spurningum um hvers vegna Barnavernd hefði ekki verið tilkynnt um kæru á hendur manninum í ágúst. „Lögreglan á ekki að vera svo fjárþurfi og mannaflsþurfi að kærur um kynferðisofbeldi gegn börnum endi í þykkum málastafla á skrifstofuborðinu,“ sagði Rósa Björk. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Yfirvöld þurfa að tryggja að börn í veikri félagslegri stöðu séu varin fyrir því að kynferðisbrotamenn sækist eftir að vera nærri þeim. Þetta sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þinkona VG á Alþingi á dag. Hún sagði mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg. Mál starfsmanns Barnverndar Reykjavíkur sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot í garð barna í starfi hefur vakið mikla athygli. Maðurinn hélt áfram að starfa fyrir Barnavernd í nokkra mánuði eftir að hann var ákærður vegna þess að lögregla lét ekki vita af ákærunni. Þá var hann kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum árið 2013 en fékk áfram að starfa hjá barnaverndaryfirvöldum. „Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hefur harmað mistök lögreglu. Við getum öll gert mistök en í málum er varða börn og ofbeldi gegn þeim verða þau mistök því miður oft óafsakanleg,“ sagði Rósa Björk þegar hún gerði málið að umræðuefni við upphaf þingfundar í dag. Svo virtist sem í báðum tilvikum hafi lögreglunni láðst að tilkynna Barnavernd Reykjavíkur að starfsmaður hjá þeim hafi verið kærður fyrir svo alvarlegt brot og að kærurnar hafi ekki með neinu móti komið fram í ráðningaferli mannsins innan Barnaverndar.Kærur endi ekki í þykkum stafla á skrifborðiSagði þingkonan mál starfsmannsins enn eina birtingarmynd þess að samfélagið tryggði ekki börnum, berskjölduðustu þegnum samfélagsins vernd fyrir kynferðisbrotamönnum sem sækist eftir að vera innan um börn í veikri félagslegri stöðu. „Þetta þarf að laga strax, ekki með neinum starfshópum heldur aðgerðum. Ef það er eitthvað sem þarf að laga í lagabókstafnum sem lýtur að því að útvíkka enn frekar heimildir til að opna sakaskrár þegar fólk er ráði til starfa með börnum þarf að laga það. Ef það er eitthvað sem þarf að laga í að minnka álag á lögreglufólk með því að auka loks fjármuni til lögreglunnar skulum við gera það,“ sagði Rósa Björk. Hvatti hún félags- og jafnréttismálaráðherra til að tryggja í samráði við barnaverndaryfirvöld að börn í umsjón barnaverndaryfirvalda séu ekki innan um kærða kynferðisbrotamenn og dómsmálaráðherra til að tryggja lögreglu nægilegt fé til að auka mannafla. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, visaði meðal annars til mikils fjölda mála þegar hann svaraði spurningum um hvers vegna Barnavernd hefði ekki verið tilkynnt um kæru á hendur manninum í ágúst. „Lögreglan á ekki að vera svo fjárþurfi og mannaflsþurfi að kærur um kynferðisofbeldi gegn börnum endi í þykkum málastafla á skrifstofuborðinu,“ sagði Rósa Björk.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46
„Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30
Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15