

Stóra samhengið
Þegar fjallað er um streitu og andlega líðan er mikilvægt að horfa á stóra samhengið. Auðvelt er að benda á tímaþröng, verkefnaskil og próf sem ástæður fyrir kvíða og streitu nemenda en aðstæður námsmanna á háskólastigi eru flóknari og margslungnari en það. Grunnframfærsla námsmanna hjá LÍN er töluvert lægri en annarra samfélagshópa. Þar að auki fá aðeins 9% háskólanemenda kost á að leigja á Stúdentagörðum en yfir 1.000 nemendur eru á biðlista. Nemandi sem fluttur er að heiman og er einn af þeim fáu útvöldu sem fá að leigja á Stúdentagörðum borgar um og yfir 100.000 krónur á mánuði. Þeir sem fá ekki að vera hluti af þessum níu prósentum neyðast til að leita annað þar sem leiguverð er töluvert hærra. Húsnæðiskostnaður sem nemur 40% eða meira af ráðstöfunartekjum er talinn verulega íþyngjandi samkvæmt heimildum Íbúðalánasjóðs. Húsnæðiskostnaður nemenda á Stúdentagörðum er um 62% af ráðstöfunartekjum, ef nemandinn fær full námslán. Jafnvel þó húsaleigubætur komi inn í reikningsdæmið er húsnæðiskostnaðurinn enn 44%. En jú, það er fullkomlega eðlilegt að vera skítblankur námsmaður sem nær ekki endum saman og hefur í þokkabót ekki efni á geðheilbrigðisþjónustu. Af hverju viðgengst þetta viðhorf?
Það er hægt að leysa þetta vandamál. Í fyrsta lagi þarf LÍN að sinna hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður – og gefa öllum námsmönnum jafnt færi á að stunda nám. Bæta þarf grunnframfærslu og hækka frítekjumarkið; það er gert með breyttum úthlutunarreglum. Byggja þarf fleiri stúdentaíbúðir og auka þannig framboð svo lægri leiga verði að raunveruleika fyrir fleiri námsmenn. Efla þarf fræðslu og forvarnir innan háskólans og hægt er að grípa fyrr inn í áður en nemandi stendur frammi fyrir alvarlegum einkennum. Þetta væri hægt með skólahjúkrunarfræðingi en enginn hjúkrunarfræðingur er starfandi á háskólastigi í dag. Auk þess þarf að huga að úrræðum fyrir þá nemendur sem standa frammi fyrir alvarlegum þunglyndis- og/eða kvíðaeinkennum og tryggja þarf greitt aðgengi að skólasálfræðingum í nærumhverfi nemenda. Þar að auki þarf að tryggja jafnt aðgengi að þessum úrræðum og að þau séu á færi allra óháð efnahag.
Stúdentar hafa nú þegar ályktað um fjölgun stöðugilda sálfræðinga, lagt könnun fyrir nemendur um streitu og andlega líðan, haldið málþing um stöðu mála í geðheilbrigðisþjónustu stúdenta og haldið umræðunni á lofti með tíðum greinaskrifum. Við höfum gert okkar; nú er kominn tími til að stjórnvöld sinni sínum skyldum. Góð geðheilsa á að vera á færi allra og við eigum ekki að sætta okkur við þá hugmynd að námsmenn eiga að vera fátækir og ná ekki endum saman. Afleiðing þess er of kostnaðarsöm, bæði fyrir stúdenta og samfélagið.
Höfundur er formaður sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs SHÍ og oddviti Röskvu.
Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax.
Tengdar fréttir

Er þetta í lagi?
Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN).
Skoðun

Endurnýjun hugarfarsins
Bjarni Karlsson skrifar

Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi
Þórir Garðarsson skrifar

Góð vísa...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS
Vala Árnadóttir skrifar

Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu?
Einar Magnússon skrifar

Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt
Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Ríkisstjórn sem skeytir engu
Diljá Matthíasardóttir skrifar

Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála
Anna Klara Georgsdóttir skrifar

Fólkið sem gleymdist í Grindavík
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna
Erlingur Erlingsson skrifar

Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
Ómar Stefánsson skrifar

Elsku ASÍ, bara… Nei
Sunna Arnardóttir skrifar

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sósíalistar á vaktinni í átta ár
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Styðjum þá sem bjarga okkur
Jens Garðar Helgason skrifar

Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hvað ert þú að gera?
Eiður Welding skrifar

Rauðir sokkar á 1. maí
Sveinn Ólafsson skrifar

1. maí er líka fyrir fatlað fólk!
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Á milli steins og sleggju Heinemann
Ólafur Stephensen skrifar