Samhjálp í 45 ár – þakkir til samfélagsins Vörður Leví Traustason skrifar 31. janúar 2018 07:00 Samhjálp fagnar í ár 45 ára afmæli. Starf Samhjálpar er rekið á faglegum grunni en um leið knúið áfram af kærleika, umhyggju og umburðarlyndi gagnvart þeim einstaklingum sem hafa á þessum tíma leitað til samtakanna og þurft á hjálpa að halda. Frá fyrsta degi sinnti Samhjálp þeim einstaklingum sem áttu í engin hús að vernda og lágu kaldir og svangir á götum bæjarins. Starfsemi Samhjálpar hefur aukist með árunum. Hjartað í rekstri Samhjálpar er meðferðarheimili samtakanna í Hlaðgerðarkoti. Nú standa þar yfir framkvæmdir á nýju húsnæði sem verður að mestu tilbúið á þessu ári. Það var reist í kjölfar öflugrar landssöfnunar sem fór fram á Stöð 2 í samstarfi við 365 miðla haustið 2015. Sá velvilji sem þjóðin sýndi Samhjálp í þeirri söfnun gefur ágæta mynd af starfi samtakanna, sem þjónað hefur þúsundum einstaklinga á síðustu 45 árum. Samhjálp rekur í dag fjögur áfanga- og stuðningsheimili í Reykjavík og Kópavogi þar sem einstaklingum, sem í flestum tilvikum hafa lokið áfengis- og vímuefnameðferð, er veitt aðstoð við að fóta sig aftur í lífinu. Að staðaldri eru 90 manns í langtímaúrræðum á vegum Samhjálpar á hverjum degi. Þá rekur Samhjálp einnig nytjamarkað í fjáröflunarskyni og síðast en ekki síst má nefna Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni þar sem boðið er upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu alla daga ársins, þ.m.t. um helgar og helgidaga. Þjónustan er í boði fyrir fátæka, heimilislausa og aðra þá sem þurfa á aðstoð að halda. Um 67 þúsund máltíðir eru gefnar á Kaffistofunni á ári hverju. Á tímamótum sem þessum er mér þakklæti efst í huga. Öflugt starf Samhjálpar byggir í meginatriðum á tveimur grunnum, annars vegar fórnfýsi fjölmargra sem starfa fyrir og með samtökunum á degi hverjum við að hjálpa öðrum og hins vegar á þeim mikla velvilja sem stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar hafa sýnt samtökunum í gegnum tíðina. Þessi velvilji samfélagsins í garð Samhjálpar er ómetanlegur. Markmið Samhjálpar er að veita bjargir þeim einstaklingum sem halloka hafa farið í lífinu, vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála, m.a. vegna áfengis- og vímuefnavanda. Í 45 ár hafa samtökin staðið vaktina fyrir þessa einstaklinga og samhliða því hafa samtökin notið mikillar velvildar í samfélaginu. Fyrir það ber að þakka. Við munum halda áfram að hjálpa þeim sem minna mega sín og efla starf Samhjálpar um ókomna tíð.Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Samhjálp fagnar í ár 45 ára afmæli. Starf Samhjálpar er rekið á faglegum grunni en um leið knúið áfram af kærleika, umhyggju og umburðarlyndi gagnvart þeim einstaklingum sem hafa á þessum tíma leitað til samtakanna og þurft á hjálpa að halda. Frá fyrsta degi sinnti Samhjálp þeim einstaklingum sem áttu í engin hús að vernda og lágu kaldir og svangir á götum bæjarins. Starfsemi Samhjálpar hefur aukist með árunum. Hjartað í rekstri Samhjálpar er meðferðarheimili samtakanna í Hlaðgerðarkoti. Nú standa þar yfir framkvæmdir á nýju húsnæði sem verður að mestu tilbúið á þessu ári. Það var reist í kjölfar öflugrar landssöfnunar sem fór fram á Stöð 2 í samstarfi við 365 miðla haustið 2015. Sá velvilji sem þjóðin sýndi Samhjálp í þeirri söfnun gefur ágæta mynd af starfi samtakanna, sem þjónað hefur þúsundum einstaklinga á síðustu 45 árum. Samhjálp rekur í dag fjögur áfanga- og stuðningsheimili í Reykjavík og Kópavogi þar sem einstaklingum, sem í flestum tilvikum hafa lokið áfengis- og vímuefnameðferð, er veitt aðstoð við að fóta sig aftur í lífinu. Að staðaldri eru 90 manns í langtímaúrræðum á vegum Samhjálpar á hverjum degi. Þá rekur Samhjálp einnig nytjamarkað í fjáröflunarskyni og síðast en ekki síst má nefna Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni þar sem boðið er upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu alla daga ársins, þ.m.t. um helgar og helgidaga. Þjónustan er í boði fyrir fátæka, heimilislausa og aðra þá sem þurfa á aðstoð að halda. Um 67 þúsund máltíðir eru gefnar á Kaffistofunni á ári hverju. Á tímamótum sem þessum er mér þakklæti efst í huga. Öflugt starf Samhjálpar byggir í meginatriðum á tveimur grunnum, annars vegar fórnfýsi fjölmargra sem starfa fyrir og með samtökunum á degi hverjum við að hjálpa öðrum og hins vegar á þeim mikla velvilja sem stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar hafa sýnt samtökunum í gegnum tíðina. Þessi velvilji samfélagsins í garð Samhjálpar er ómetanlegur. Markmið Samhjálpar er að veita bjargir þeim einstaklingum sem halloka hafa farið í lífinu, vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála, m.a. vegna áfengis- og vímuefnavanda. Í 45 ár hafa samtökin staðið vaktina fyrir þessa einstaklinga og samhliða því hafa samtökin notið mikillar velvildar í samfélaginu. Fyrir það ber að þakka. Við munum halda áfram að hjálpa þeim sem minna mega sín og efla starf Samhjálpar um ókomna tíð.Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun