„Við þurfum að muna að við erum að tala við fjölbreyttan hóp“ Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. janúar 2018 21:00 Aðeins fimmtungur innflytjenda tekur þátt í sveitarstjórnarkosningum hér á landi og hefur hlutfallið farið minnkandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum starfshóps um kosningaþátttöku í borginni. Ungt fólk og eldri konur mæti einnig afar illa á kjörstað. Starfshópur á vegum borgarinnar hefur undanfarið kannað kosningaþátttöku ólíkra þjóðfélagshópa og leitað leiða til að auka þátttöku í borgarstjórnarkosningum. Hópurinn telur sérstakt áhyggjuefni að þátttaka innflytjenda í sveitarstjórnarkosningum hefur minnkað umtalsvert undanfarinn rúman áratug. Þannig var hún fyrst mæld 2006 og var þá um 40% og aftur 2014, en þá var hún komin niður í 21%. „Margir innflytjendur vita einfaldlega ekki að þeir séu komnir með kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum og svo upplifa þau líka að það sé ekki verið að tala við þau og þetta komi þeim ekki beint við,“ segir Unnur Margrét Arnardóttir, formaður starfshóps um aukna kosningaþátttöku. Vinna hópsins var tekin fyrir á opnum fundi í Ráðhúsinu í dag undir heitinu Skipti ég máli? Kemur þetta mér við? Unnur Margrét segir þetta líklega kjarna málsins, enda finnist stórum þjóðfélagshópum að þeir skipti einfaldlega ekki máli. Hún bendir á að staðan sé svipuð þegar kemur að ungu fólki. Þrátt fyrir að þátttaka þess hóps sé talsvert betri en innflytjenda þyki því oft eins og stjórmálaflokkar beini skilaboðum sínum að einsleitum hópi miðaldra fólks, tali flókna íslensku og láti kjör hinna yngri sig litlu varða. „Ég held að stóra niðurstaðan sé að við þurfum að muna að við erum að tala við fjölbreyttan hóp. Um leið og við munum það þá orðum við hlutina öðruvísi og höfum þá aðgengilega á annan hátt.“Finnst þær ekki skipta nægilegu máliAthygli vekur að konur 80 ára og eldri eru í hópi þeirra sem taka sérstaklega lítinn þátt. Framan af er þátttaka kvenna í kosningum betri en karla –á meðan staðan snýst viðþegar komið er framyfir eftirlaunaaldur. „Og kannski finnst þessum konum að þær skipti ekki nægilega miklu máli til að það taki því að þær fari á kjörstað. Og það er rosalega sorgleg skoðun,“ segir Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Reykjavíkur. Guðrún segir þessar konur oft ekki hafa upplifað sömu jafnréttisbyltingar og þær sem yngri eru og sé því sérstaklega mikilvægt að hvetja þær til þátttöku. Hún kveðst þess þó fullviss að staðan muni breytast hratt á næstu árum. „Ég held að í framtíðinni þá muni allar þessar konur sem nú eru að stíga fram, og MeToo-byltingin og allt það sem hefur verið að gerast, það muni gera það að verkum að konur verða 110 ára að mæta á kjörstað.“ Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Aðeins fimmtungur innflytjenda tekur þátt í sveitarstjórnarkosningum hér á landi og hefur hlutfallið farið minnkandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum starfshóps um kosningaþátttöku í borginni. Ungt fólk og eldri konur mæti einnig afar illa á kjörstað. Starfshópur á vegum borgarinnar hefur undanfarið kannað kosningaþátttöku ólíkra þjóðfélagshópa og leitað leiða til að auka þátttöku í borgarstjórnarkosningum. Hópurinn telur sérstakt áhyggjuefni að þátttaka innflytjenda í sveitarstjórnarkosningum hefur minnkað umtalsvert undanfarinn rúman áratug. Þannig var hún fyrst mæld 2006 og var þá um 40% og aftur 2014, en þá var hún komin niður í 21%. „Margir innflytjendur vita einfaldlega ekki að þeir séu komnir með kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum og svo upplifa þau líka að það sé ekki verið að tala við þau og þetta komi þeim ekki beint við,“ segir Unnur Margrét Arnardóttir, formaður starfshóps um aukna kosningaþátttöku. Vinna hópsins var tekin fyrir á opnum fundi í Ráðhúsinu í dag undir heitinu Skipti ég máli? Kemur þetta mér við? Unnur Margrét segir þetta líklega kjarna málsins, enda finnist stórum þjóðfélagshópum að þeir skipti einfaldlega ekki máli. Hún bendir á að staðan sé svipuð þegar kemur að ungu fólki. Þrátt fyrir að þátttaka þess hóps sé talsvert betri en innflytjenda þyki því oft eins og stjórmálaflokkar beini skilaboðum sínum að einsleitum hópi miðaldra fólks, tali flókna íslensku og láti kjör hinna yngri sig litlu varða. „Ég held að stóra niðurstaðan sé að við þurfum að muna að við erum að tala við fjölbreyttan hóp. Um leið og við munum það þá orðum við hlutina öðruvísi og höfum þá aðgengilega á annan hátt.“Finnst þær ekki skipta nægilegu máliAthygli vekur að konur 80 ára og eldri eru í hópi þeirra sem taka sérstaklega lítinn þátt. Framan af er þátttaka kvenna í kosningum betri en karla –á meðan staðan snýst viðþegar komið er framyfir eftirlaunaaldur. „Og kannski finnst þessum konum að þær skipti ekki nægilega miklu máli til að það taki því að þær fari á kjörstað. Og það er rosalega sorgleg skoðun,“ segir Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Reykjavíkur. Guðrún segir þessar konur oft ekki hafa upplifað sömu jafnréttisbyltingar og þær sem yngri eru og sé því sérstaklega mikilvægt að hvetja þær til þátttöku. Hún kveðst þess þó fullviss að staðan muni breytast hratt á næstu árum. „Ég held að í framtíðinni þá muni allar þessar konur sem nú eru að stíga fram, og MeToo-byltingin og allt það sem hefur verið að gerast, það muni gera það að verkum að konur verða 110 ára að mæta á kjörstað.“
Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira