Meðvituð um að fólk með barnagirnd sæki í starf með börnum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2018 12:15 Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK. KFUM&KFUK Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, segir að æskulýðshreyfingin sé meðvituð um að fólk með barnagirnd sæki í að starfa með börnum. Í kjölfar þess að landsþekktur barnaníðingur hafði verið að vinna í sumarbúðum í Vatnaskógi hafi hreyfingin tekið umsóknarferlið föstum tökum, meðal annars í skátahreyfinguna. Karlmaður á fimmtugsaldri situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um áralangt kynferðisofbeldi gegn börnum. Maðurinn starfar hjá barnavernd Reykjavíkur. Vísir hafði samband við Tómas Torfason, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, til að forvitnast um hvernig æskulýðsfélög bregðast við þegar fólk með barnagirnd leitar starfa hjá þeim. Rétt er að taka fram að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi tengist ekki starfi KFUM og KFUK. „Í fyrsta lagi lentum við í þessu fyrir mörgum árum síðan að maður, sem var orðinn landsþekktur sem barnaperri, Ágúst Magnússon nokkur, að hann hafi verið að vinna í Vatnaskógi. Þá var það svakalegt wake-up call fyrir starfsmenn. Þetta var fyrir um 15 árum síðan,“ segir Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, í samtali við Vísii. Nú þurfa allir sem sækja um vinnu hjá KFUM og KFUK að sækja námskeiði Verndum þau, auk þess sem hreyfingin kannar bakgrunn umsækjenda og sækir upplýsingar úr sakaskrá. „Þannig það er aldrei ráðið inn til okkar nema við séum með bakgrunn viðkomandi nokkurn veginn á hreinu.“ Unnið sé nú að því að hraða á ferlinu í samstarfi við menntamálaráðuneytið svo að allir, einnig starfsfólk í afleysingum, séu kannaðirErfitt fyrir níðinga að nálgast starfiðAuk þess séu ýmsar starfsreglur, til að mynda að starfsmenn eigi ekki að vera einir með börnum. Í námskeiðinu Verndum þau er farið vel yfir hvað má og hvað má ekki í samskiptum við börn. Starfsmönnum er gert skýrt hvað sé tilkynningarskylt til barnaverndaryfirvalda og hvaða verkferlum eigi að fylgja í því. Æskulýðsleiðtogar séu oftast á aldrinum 19-25 ára en svo séu alltaf forstöðumenn einnig til staðar. Tómas tekur dæmi um mál sem kom upp í litlu bæjarfélagi fyrir nokkru síðan þar sem æskulýðsstarfið fór fram í kirkjunni á staðnum. Þar kom drengur á fund með glóðarauga og spurði æskulýðsleiðtogi hvað hafði komið fyrir. „Pappi er alltaf með vesen þegar hann er fullur,“ var svarið. „Það er tilkynningarskylt og þar sem þessi ungi leiðtogi hafði verið á námskeiði hjá okkur þá vissi hann að þetta var eitthvað sem ætti að tilkynna,“ segir Tómas. „Við erum mjög meðvituð um það að þessir einstaklingar sem sækja í börn sækja oft í svona starfsemi eins og okkar. Hins vegar erum við með það miklar girðingar að þeir sjá fljótt að það er erfitt fyrir þá,“ segir Tómas. Tómas segir samtökin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að einstaklingar sem hafi þann ásetning að brjóta gegn börnum fái ekki sivgrúm innan hreyfingarinnar. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 51 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt til lögreglu í fyrra Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fækkaði í fyrra samanborið við árin þar á undan. 40 prósent brota sem tilkynnt voru í fyrra eru enn í rannsókn. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, segir að æskulýðshreyfingin sé meðvituð um að fólk með barnagirnd sæki í að starfa með börnum. Í kjölfar þess að landsþekktur barnaníðingur hafði verið að vinna í sumarbúðum í Vatnaskógi hafi hreyfingin tekið umsóknarferlið föstum tökum, meðal annars í skátahreyfinguna. Karlmaður á fimmtugsaldri situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um áralangt kynferðisofbeldi gegn börnum. Maðurinn starfar hjá barnavernd Reykjavíkur. Vísir hafði samband við Tómas Torfason, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, til að forvitnast um hvernig æskulýðsfélög bregðast við þegar fólk með barnagirnd leitar starfa hjá þeim. Rétt er að taka fram að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi tengist ekki starfi KFUM og KFUK. „Í fyrsta lagi lentum við í þessu fyrir mörgum árum síðan að maður, sem var orðinn landsþekktur sem barnaperri, Ágúst Magnússon nokkur, að hann hafi verið að vinna í Vatnaskógi. Þá var það svakalegt wake-up call fyrir starfsmenn. Þetta var fyrir um 15 árum síðan,“ segir Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, í samtali við Vísii. Nú þurfa allir sem sækja um vinnu hjá KFUM og KFUK að sækja námskeiði Verndum þau, auk þess sem hreyfingin kannar bakgrunn umsækjenda og sækir upplýsingar úr sakaskrá. „Þannig það er aldrei ráðið inn til okkar nema við séum með bakgrunn viðkomandi nokkurn veginn á hreinu.“ Unnið sé nú að því að hraða á ferlinu í samstarfi við menntamálaráðuneytið svo að allir, einnig starfsfólk í afleysingum, séu kannaðirErfitt fyrir níðinga að nálgast starfiðAuk þess séu ýmsar starfsreglur, til að mynda að starfsmenn eigi ekki að vera einir með börnum. Í námskeiðinu Verndum þau er farið vel yfir hvað má og hvað má ekki í samskiptum við börn. Starfsmönnum er gert skýrt hvað sé tilkynningarskylt til barnaverndaryfirvalda og hvaða verkferlum eigi að fylgja í því. Æskulýðsleiðtogar séu oftast á aldrinum 19-25 ára en svo séu alltaf forstöðumenn einnig til staðar. Tómas tekur dæmi um mál sem kom upp í litlu bæjarfélagi fyrir nokkru síðan þar sem æskulýðsstarfið fór fram í kirkjunni á staðnum. Þar kom drengur á fund með glóðarauga og spurði æskulýðsleiðtogi hvað hafði komið fyrir. „Pappi er alltaf með vesen þegar hann er fullur,“ var svarið. „Það er tilkynningarskylt og þar sem þessi ungi leiðtogi hafði verið á námskeiði hjá okkur þá vissi hann að þetta var eitthvað sem ætti að tilkynna,“ segir Tómas. „Við erum mjög meðvituð um það að þessir einstaklingar sem sækja í börn sækja oft í svona starfsemi eins og okkar. Hins vegar erum við með það miklar girðingar að þeir sjá fljótt að það er erfitt fyrir þá,“ segir Tómas. Tómas segir samtökin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að einstaklingar sem hafi þann ásetning að brjóta gegn börnum fái ekki sivgrúm innan hreyfingarinnar.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 51 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt til lögreglu í fyrra Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fækkaði í fyrra samanborið við árin þar á undan. 40 prósent brota sem tilkynnt voru í fyrra eru enn í rannsókn. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
51 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt til lögreglu í fyrra Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fækkaði í fyrra samanborið við árin þar á undan. 40 prósent brota sem tilkynnt voru í fyrra eru enn í rannsókn. 29. janúar 2018 06:00