Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2018 10:06 Rakhmat Akilov ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottningargötu í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn. Úsbekinn Rakhmat Akilov hefur verið ákærður meðal annars fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverkabrots eftir að hann ók á gangandi vegfarendur á Drottningargötunni í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn. Fimm manns fórust í árásinni. Ákæran var birt í dag, en á sama tíma voru um níu þúsund blaðsíður af rannsóknargögnum lögreglu birt. Í ákærunni kemur fram að Akilov hafi verið að undirbúa árásina um margra mánaða skeið. Á hann að hafa verið í samskiptum við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS og boðist til að framkvæma árás í Stokkhólmi í nafni samtakanna.Sór ISIS hollustu Markmið Akilov á að hafa verið að skapa ótta meðal almennings í Svíþjóð og fá sænsk yfirvöld til að hætta aðild sinni að alþjóðlegri baráttu gegn ISIS. Á minniskubbi í eigu Akilov á lögregla einnig að hafa fundið gögn tengd ISIS og myndband þar sem Akilov sver samökunum hollustu sína. Saksóknarar hafa farið fram á að Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og síðar brottvísun frá landinu. Ennfremur kemur fram í gögnum lögreglu að Akilov hafi sent myndir úr vörubílnum þegar hann ók niður Drottningargötuna. Þá hafi heimagerð sprengja fundist í vörubílnum. Hún hafi hins vegar ekki spurungið líkt og Akilov hafði vonast eftir.Vísir/EPALeitaði á Google að skemmtistöðum fyrir samkynhneigða Hinn 39 ára Akilov á að hafa skipulagt árásina frá að minnsta kosti 16. janúar 2017. Þá tók hann ljósmyndir á nokkrum stöðum í Stokkhólmi, meðal annars Drottningargötu, Hötorget og Sveavägen. Þá á hann einnig að hafa leitað upplýsinga á Google um skemmtistaði fyrir hinsegin fólk í Stokkhólmi og báta sem bjóða upp á útsýnisferðir fyrir ferðamenn.Fimm fórust Akilov rændi vörubíl og ók honum um niður Drottningargötuna. Þrír fórust á staðnum og tveir til viðbótar létust síðar á sjúkrahúsi. Akilov var handtekinn á bensínstöð síðar sama dag eftir að hann hafði tekið strætó í úthverfi Stokkhólms og sagt starfsfólki að „það var [hann] sem gerði þetta“. Tveir fréttamannafundir eru fyrirhugaðir síðar í dag, annars vegar fréttamannafundur saksóknara og hins vegar verjanda Akilov. Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn notaðist við tvö nöfn Í úrskurði um dvalarleyfisumsókn kom fram að Rakhmat Akilov hefði villt á sér heimildir í Svíþjóð. Beðið hefur verið um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum. 10. apríl 2017 20:25 Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45 Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira
Úsbekinn Rakhmat Akilov hefur verið ákærður meðal annars fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverkabrots eftir að hann ók á gangandi vegfarendur á Drottningargötunni í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn. Fimm manns fórust í árásinni. Ákæran var birt í dag, en á sama tíma voru um níu þúsund blaðsíður af rannsóknargögnum lögreglu birt. Í ákærunni kemur fram að Akilov hafi verið að undirbúa árásina um margra mánaða skeið. Á hann að hafa verið í samskiptum við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS og boðist til að framkvæma árás í Stokkhólmi í nafni samtakanna.Sór ISIS hollustu Markmið Akilov á að hafa verið að skapa ótta meðal almennings í Svíþjóð og fá sænsk yfirvöld til að hætta aðild sinni að alþjóðlegri baráttu gegn ISIS. Á minniskubbi í eigu Akilov á lögregla einnig að hafa fundið gögn tengd ISIS og myndband þar sem Akilov sver samökunum hollustu sína. Saksóknarar hafa farið fram á að Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og síðar brottvísun frá landinu. Ennfremur kemur fram í gögnum lögreglu að Akilov hafi sent myndir úr vörubílnum þegar hann ók niður Drottningargötuna. Þá hafi heimagerð sprengja fundist í vörubílnum. Hún hafi hins vegar ekki spurungið líkt og Akilov hafði vonast eftir.Vísir/EPALeitaði á Google að skemmtistöðum fyrir samkynhneigða Hinn 39 ára Akilov á að hafa skipulagt árásina frá að minnsta kosti 16. janúar 2017. Þá tók hann ljósmyndir á nokkrum stöðum í Stokkhólmi, meðal annars Drottningargötu, Hötorget og Sveavägen. Þá á hann einnig að hafa leitað upplýsinga á Google um skemmtistaði fyrir hinsegin fólk í Stokkhólmi og báta sem bjóða upp á útsýnisferðir fyrir ferðamenn.Fimm fórust Akilov rændi vörubíl og ók honum um niður Drottningargötuna. Þrír fórust á staðnum og tveir til viðbótar létust síðar á sjúkrahúsi. Akilov var handtekinn á bensínstöð síðar sama dag eftir að hann hafði tekið strætó í úthverfi Stokkhólms og sagt starfsfólki að „það var [hann] sem gerði þetta“. Tveir fréttamannafundir eru fyrirhugaðir síðar í dag, annars vegar fréttamannafundur saksóknara og hins vegar verjanda Akilov.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn notaðist við tvö nöfn Í úrskurði um dvalarleyfisumsókn kom fram að Rakhmat Akilov hefði villt á sér heimildir í Svíþjóð. Beðið hefur verið um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum. 10. apríl 2017 20:25 Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45 Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira
Árásarmaðurinn notaðist við tvö nöfn Í úrskurði um dvalarleyfisumsókn kom fram að Rakhmat Akilov hefði villt á sér heimildir í Svíþjóð. Beðið hefur verið um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum. 10. apríl 2017 20:25
Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45
Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00