Stjarnan skilur lítið í Öglu Maríu: „Með því óvæntara sem maður hefur lent í“ Benedikt Bóas skrifar 30. janúar 2018 11:00 Agla María Albertsdóttir skoraði 11 mörk í 43 leikjum fyrir Stjörnuna. „Ég er eldri en tvævetur í þessum bransa og búinn að vera formaður í rúm níu ár. Maður kippir sér ekki upp við þessa hluti en þetta er með því óvæntara og sérstakara sem maður hefur lent í,“ segir Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni um félagaskipti landsliðskonunnar Öglu Maríu Albertsdóttur frá Stjörnunni til Breiðabliks. Það kom mörgum í opna skjöldu að Agla skyldi færa sig um set. Stjarnan hefur verið bikar- eða Íslandsmeistari síðustu ár á meðan Blikar hafa misst margar stelpur og stór skörð verið höggvin í liðið sem endaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Agla sjálf sagði í viðtali við mbl.is í kjölfar félagaskiptanna að það sem væri í gangi hjá Breiðabliki væri meira spennandi en hjá Stjörnunni. Við það vill Einar ekki kannast. „Ég átta mig ekki á þessum ummælum. Þetta er fyrsta tímabilið í sjö ár þar sem við vinnum ekki titil, annaðhvort deild eða bikar eða hvort tveggja. Förum í 16 liða úrslit í Meistaradeildinni og það eru engin áform önnur en að endurheimta eitthvað af þessum titlum þannig að ég átta mig ekki á þessum ummælum.Kom á óvart Eins og kemur fram í fréttatilkynningunni þá kemur hún til okkar sem ungur og efnilegur leikmaður, búin að spila einn leik með Blikum og eitthvað með Val. Hún fer frá okkur sem A-landsliðsmaður og ég veit ekki hvað hefði verið hægt að gera meira fyrir hana.“ Einar segir að mörgum hafi komið félagaskiptin á óvart, meðal annars honum sjálfum, en Agla var samningslaus eftir að hafa nýtt sér riftunarákvæðið í samningnum sínum eftir tímabilið. „Mér sjálfum var ekki tilkynnt þessi ákvörðun heldur tilkynntu forsvarsmenn hennar þjálfaranum þessa ákvörðun þannig að ég hef enga vitneskju um þetta. Hún ákvað að gera breytingu, hún var auðvitað samningslaus og þetta er frjálst land. Hún nýtti ákvæðið og við ræddum við forsvarsmenn hennar og gerðum henni tilboð í byrjun desember, þegar við vorum á milli leikja í Meistaradeildinni. Við fengum svo engin viðbrögð við því á þessum sjö vikum.“Fimm landsliðsmenn farnir Einar segir þó að Stjarnan sé vel mannað lið og stefnan er sett hátt fyrir komandi tímabil. Hann segir að hann sé stoltur af þætti Stjörnunnar í vexti Öglu sem sló í gegn á hægri væng Íslands á EM í Hollandi. „Agla er góð stúlka og hefur reynst okkur vel og við óskum henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, fagnar komu Öglu til liðsins enda eru margar lykilkonur farnar í atvinnumennsku. „Liðið hefur breyst, það er ekki hægt að neita því. Fimm landsliðsmenn eru farnir en við erum bjartsýn. Það er gott að fá landsliðsmann, það hjálpar til. Það er stefnan í sumar að berjast um allt sem í boði er, það breytist ekkert og engin ástæða til þess.“ Þorsteinn segir að Blikar verði með yngra lið en oft áður á komandi tímabili en stefnan sé engu að síður sett á að vera við toppinn – og helst að enda þar í hvaða keppni sem er. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Agla María komin aftur í grænt Agla María Albertsdóttir hefur gengið aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik frá Stjörnunni. 28. janúar 2018 19:25 Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
„Ég er eldri en tvævetur í þessum bransa og búinn að vera formaður í rúm níu ár. Maður kippir sér ekki upp við þessa hluti en þetta er með því óvæntara og sérstakara sem maður hefur lent í,“ segir Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni um félagaskipti landsliðskonunnar Öglu Maríu Albertsdóttur frá Stjörnunni til Breiðabliks. Það kom mörgum í opna skjöldu að Agla skyldi færa sig um set. Stjarnan hefur verið bikar- eða Íslandsmeistari síðustu ár á meðan Blikar hafa misst margar stelpur og stór skörð verið höggvin í liðið sem endaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra. Agla sjálf sagði í viðtali við mbl.is í kjölfar félagaskiptanna að það sem væri í gangi hjá Breiðabliki væri meira spennandi en hjá Stjörnunni. Við það vill Einar ekki kannast. „Ég átta mig ekki á þessum ummælum. Þetta er fyrsta tímabilið í sjö ár þar sem við vinnum ekki titil, annaðhvort deild eða bikar eða hvort tveggja. Förum í 16 liða úrslit í Meistaradeildinni og það eru engin áform önnur en að endurheimta eitthvað af þessum titlum þannig að ég átta mig ekki á þessum ummælum.Kom á óvart Eins og kemur fram í fréttatilkynningunni þá kemur hún til okkar sem ungur og efnilegur leikmaður, búin að spila einn leik með Blikum og eitthvað með Val. Hún fer frá okkur sem A-landsliðsmaður og ég veit ekki hvað hefði verið hægt að gera meira fyrir hana.“ Einar segir að mörgum hafi komið félagaskiptin á óvart, meðal annars honum sjálfum, en Agla var samningslaus eftir að hafa nýtt sér riftunarákvæðið í samningnum sínum eftir tímabilið. „Mér sjálfum var ekki tilkynnt þessi ákvörðun heldur tilkynntu forsvarsmenn hennar þjálfaranum þessa ákvörðun þannig að ég hef enga vitneskju um þetta. Hún ákvað að gera breytingu, hún var auðvitað samningslaus og þetta er frjálst land. Hún nýtti ákvæðið og við ræddum við forsvarsmenn hennar og gerðum henni tilboð í byrjun desember, þegar við vorum á milli leikja í Meistaradeildinni. Við fengum svo engin viðbrögð við því á þessum sjö vikum.“Fimm landsliðsmenn farnir Einar segir þó að Stjarnan sé vel mannað lið og stefnan er sett hátt fyrir komandi tímabil. Hann segir að hann sé stoltur af þætti Stjörnunnar í vexti Öglu sem sló í gegn á hægri væng Íslands á EM í Hollandi. „Agla er góð stúlka og hefur reynst okkur vel og við óskum henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, fagnar komu Öglu til liðsins enda eru margar lykilkonur farnar í atvinnumennsku. „Liðið hefur breyst, það er ekki hægt að neita því. Fimm landsliðsmenn eru farnir en við erum bjartsýn. Það er gott að fá landsliðsmann, það hjálpar til. Það er stefnan í sumar að berjast um allt sem í boði er, það breytist ekkert og engin ástæða til þess.“ Þorsteinn segir að Blikar verði með yngra lið en oft áður á komandi tímabili en stefnan sé engu að síður sett á að vera við toppinn – og helst að enda þar í hvaða keppni sem er.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Agla María komin aftur í grænt Agla María Albertsdóttir hefur gengið aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik frá Stjörnunni. 28. janúar 2018 19:25 Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Agla María komin aftur í grænt Agla María Albertsdóttir hefur gengið aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik frá Stjörnunni. 28. janúar 2018 19:25