Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2018 06:00 Fréttir helgarinnar eru þær að Eyþór Arnalds vann stórsigur í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Til hamingju með það. Þrátt fyrir dræmt gengi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík seinustu árin virðist hann hvergi ætla að hvika frá stefnu sinni um dreifingu byggðar og andstöðu sinni við eðlilega borgarþróun og ætlar nú að bæta um betur og berjast gegn Borgarlínunni. Það eru vissulega vandamál í borginni og þau þarf að leysa en ég treysti mér til að fullyrða að mislæg gatnamót leysa ekki eitt. Við þurfum að tryggja dagvistun barna innan hverfis. Við verðum að efla dagforeldrakerfið, gera það miklu ódýrara fyrir foreldra og við þurfum að fjölga ungbarnadeildum. Það þarf að útrýma skutlinu. Borgarlínan og efling almenningssamgangna mun svo vera tæki til að auka valfrelsi barna með því að gera þeim kleift að ferðast um borgina þegar þau hafa aldur til. Það þarf að halda áfram að skilgreina og styðja við hverfiskjarna og gera fólki það mögulegt að sinna sem flestu innan síns hverfis. Við þurfum nýtt stórt hverfi inni í borginni. Við þurfum hverfi sem gerir ráð fyrir góðum almenningssamgöngum og umferð gangandi og hjólandi frá fyrsta degi. Við þurfum að byggja í Vatnsmýrinni vegna þess að byggð þar mun ekki skapa umferðarvanda heldur leysa hann. Við byggjum okkur frá umferðarvanda með því að þétta byggð – ekki með því að byggja umferðarmannvirki og þið sem í dag þekkið Ártúnsbrekkuna á háannatíma getið ímyndað ykkur hvað það myndi þýða að halda áfram að byggja austast í borginni. Mislæg gatnamót eru engin lausn inni í borg – þau taka pláss, stytta ferðatíma á háannatíma um sirka 90 sekúndur og eru algjör farartálmi fyrir gangandi og hjólandi. Við leysum ekkert með því að færa hnútinn um nokkur hundruð metra. Við leysum umferðarvandann með öflugum almenningssamgöngum og skipulagi sem vinnur að því að gefa fólki val um búsetu, lífsstíl og samgöngumáta. Í vor verður kosið um skyndilausnir sem skapa vandamál eða borgarþróun til framtíðar – þitt er valið.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Fréttir helgarinnar eru þær að Eyþór Arnalds vann stórsigur í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Til hamingju með það. Þrátt fyrir dræmt gengi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík seinustu árin virðist hann hvergi ætla að hvika frá stefnu sinni um dreifingu byggðar og andstöðu sinni við eðlilega borgarþróun og ætlar nú að bæta um betur og berjast gegn Borgarlínunni. Það eru vissulega vandamál í borginni og þau þarf að leysa en ég treysti mér til að fullyrða að mislæg gatnamót leysa ekki eitt. Við þurfum að tryggja dagvistun barna innan hverfis. Við verðum að efla dagforeldrakerfið, gera það miklu ódýrara fyrir foreldra og við þurfum að fjölga ungbarnadeildum. Það þarf að útrýma skutlinu. Borgarlínan og efling almenningssamgangna mun svo vera tæki til að auka valfrelsi barna með því að gera þeim kleift að ferðast um borgina þegar þau hafa aldur til. Það þarf að halda áfram að skilgreina og styðja við hverfiskjarna og gera fólki það mögulegt að sinna sem flestu innan síns hverfis. Við þurfum nýtt stórt hverfi inni í borginni. Við þurfum hverfi sem gerir ráð fyrir góðum almenningssamgöngum og umferð gangandi og hjólandi frá fyrsta degi. Við þurfum að byggja í Vatnsmýrinni vegna þess að byggð þar mun ekki skapa umferðarvanda heldur leysa hann. Við byggjum okkur frá umferðarvanda með því að þétta byggð – ekki með því að byggja umferðarmannvirki og þið sem í dag þekkið Ártúnsbrekkuna á háannatíma getið ímyndað ykkur hvað það myndi þýða að halda áfram að byggja austast í borginni. Mislæg gatnamót eru engin lausn inni í borg – þau taka pláss, stytta ferðatíma á háannatíma um sirka 90 sekúndur og eru algjör farartálmi fyrir gangandi og hjólandi. Við leysum ekkert með því að færa hnútinn um nokkur hundruð metra. Við leysum umferðarvandann með öflugum almenningssamgöngum og skipulagi sem vinnur að því að gefa fólki val um búsetu, lífsstíl og samgöngumáta. Í vor verður kosið um skyndilausnir sem skapa vandamál eða borgarþróun til framtíðar – þitt er valið.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun