Örplastið einnig að finna í neysluvatni hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 14:09 Í sýnunum kom í ljós að 0,2 til 0,4 plastagnir fundust í hverjum lítra vatns en það eru betri niðurstöður en birtar voru í erlendri skýrslu um örplast í neysluvatni og fjallað var um í fjölmiðlum hér á landi í september síðastliðnum. vísir/getty Örplast er að finna í neysluvatni hér á landi samkvæmt niðurstöðum rannsókna á vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu í Reykjavík. Í sýnunum kom í ljós að 0,2 til 0,4 plastagnir fundust í hverjum lítra vatns en það eru betri niðurstöður en birtar voru í erlendri skýrslu um örplast í neysluvatni og fjallað var um í fjölmiðlum hér á landi í september síðastliðnum. Í skýrslunni kom fram að 83 prósent þeirra 159 sýna sem skýrslan byggir, og voru tekin víðs vegar um heiminn, innihéldu að meðaltali tuttugfalt og allt að 400-falt magn plastagna miðað við það sem fannst í neysluvatni Reykvíkinga, að því er segir í tilkynningu frá Veitum. Plastagnir sem eru minni en fimm millimetrar í þvermál eru kallaðar örplast. Örplast getur annars vegar verið framleitt sem örplast, og finnst þá til dæmis í snyrtivörum, eða örplast sem verður til við niðurbrot, til dæmis úr innkaupapokum, fatnaði og dekkjum. Niðurstöður mælinga Veitna samsvara því að ein til tvær slíkar agnir finnist í fimm lítrum vatns en tekin voru tvö stór sýni eða 10 til 150 lítrar. „Þrátt fyrir að þessar niðurstöður gefi vísbendingar um ágæta stöðu þarf að taka þeim með fyrirvara. Fyrir því eru tvær ástæður; Ekki er til viðurkennd sýnatöku- og greiningaraðferð þegar kemur að rannsóknum á örplasti í neysluvatni. Til að minnka skekkju sem getur orðið vegna söfnunar, meðhöndlunar og talningar á litlum sýnum var ákveðið að taka mun stærri sýni en í erlendu rannsókninni sem nefnd er að ofan. Raunar hafa höfundar hennar bent á að sýni þeirra hafi verið lítil og hafa tilkynnt að nú standi yfir framhaldsrannsóknir sem standast eðlilegar vísindalegar kröfur. Við vitum ekki til þess að áður hafi verið skoðað hvort örplast sé að finna í neysluvatni hér á landi. Því er enginn samanburður til fyrir vatn annarsstaðar á landinu. Engar reglugerðir eru til um örplast í neysluvatni, ekki eru til viðmiðunarmörk, engin krafa er um hreinsun örplasts úr neysluvatni og ekki er til heildstætt mat á magni og uppruna plasts í umhverfinu,” segir í tilkynningu Veitna. Þar kemur jafnframt fram að Veitur muni áfram fylgjast með örplasti í neysluvatni borgarbúa sem og vísindalegri umræðu hérlendis og erlendis um málið. Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. 9. september 2017 17:57 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Örplast er að finna í neysluvatni hér á landi samkvæmt niðurstöðum rannsókna á vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu í Reykjavík. Í sýnunum kom í ljós að 0,2 til 0,4 plastagnir fundust í hverjum lítra vatns en það eru betri niðurstöður en birtar voru í erlendri skýrslu um örplast í neysluvatni og fjallað var um í fjölmiðlum hér á landi í september síðastliðnum. Í skýrslunni kom fram að 83 prósent þeirra 159 sýna sem skýrslan byggir, og voru tekin víðs vegar um heiminn, innihéldu að meðaltali tuttugfalt og allt að 400-falt magn plastagna miðað við það sem fannst í neysluvatni Reykvíkinga, að því er segir í tilkynningu frá Veitum. Plastagnir sem eru minni en fimm millimetrar í þvermál eru kallaðar örplast. Örplast getur annars vegar verið framleitt sem örplast, og finnst þá til dæmis í snyrtivörum, eða örplast sem verður til við niðurbrot, til dæmis úr innkaupapokum, fatnaði og dekkjum. Niðurstöður mælinga Veitna samsvara því að ein til tvær slíkar agnir finnist í fimm lítrum vatns en tekin voru tvö stór sýni eða 10 til 150 lítrar. „Þrátt fyrir að þessar niðurstöður gefi vísbendingar um ágæta stöðu þarf að taka þeim með fyrirvara. Fyrir því eru tvær ástæður; Ekki er til viðurkennd sýnatöku- og greiningaraðferð þegar kemur að rannsóknum á örplasti í neysluvatni. Til að minnka skekkju sem getur orðið vegna söfnunar, meðhöndlunar og talningar á litlum sýnum var ákveðið að taka mun stærri sýni en í erlendu rannsókninni sem nefnd er að ofan. Raunar hafa höfundar hennar bent á að sýni þeirra hafi verið lítil og hafa tilkynnt að nú standi yfir framhaldsrannsóknir sem standast eðlilegar vísindalegar kröfur. Við vitum ekki til þess að áður hafi verið skoðað hvort örplast sé að finna í neysluvatni hér á landi. Því er enginn samanburður til fyrir vatn annarsstaðar á landinu. Engar reglugerðir eru til um örplast í neysluvatni, ekki eru til viðmiðunarmörk, engin krafa er um hreinsun örplasts úr neysluvatni og ekki er til heildstætt mat á magni og uppruna plasts í umhverfinu,” segir í tilkynningu Veitna. Þar kemur jafnframt fram að Veitur muni áfram fylgjast með örplasti í neysluvatni borgarbúa sem og vísindalegri umræðu hérlendis og erlendis um málið.
Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. 9. september 2017 17:57 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22
Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. 9. september 2017 17:57