Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 11:57 Sunna Elvira Þorkelsdóttir Facebook/Sunna Elvíra Sunna Elvira Þorkelsdóttir er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Þetta staðfestir Páll Kristjánsson, lögmaður hennar, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Sunna liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu fyrir um fjórum vikum síðan. Páll segir að í gær hafi verið reynt að fá farbanninu aflétt, eða því sem einnig væri hægt að kalla kyrrsetningu, þar sem Sunna hafi ekki réttarstöðu sakbornings. „Farbann hér á Íslandi er bara yfir aðila sem er með réttarstöðu sakbornings en við vitum ekki fyrir víst að hún hafi slíka stöðu þarna úti og hún hefur ekki verið upplýst um það. Ef hún væri sakborningur væri hún líka með skipaðan verjanda á Spáni en hún er með lögmann á eigin kostnað,“ segir Páll. Sunna er ennþá á sama sjúkrahúsinu þar sem fyrr í vikunni var hætt við að flytja hana á sérhæft sjúkrahús. Að sögn Páls er nú unnið að því á fullu í utanríkisráðuneytinu að finna allar mögulegar leiðir til þess að koma henni á betra sjúkrahús og setja mál hennar í mannúðlegri farveg, eins og hann orðar það. Spænsk stjórnvöld hafa, eins og áður hefur komið fram, lagt hald á vegabréf Sunna og nú ótímabundið. Páll útskýrir að hún geti einfaldlega ekki ferðast, þrátt fyrir að Spánn sé innan Schengen-svæðisins, þar sem yfirvöld hafi formlega tekið af henni passann. „Það er ákveðinn misskilningur þegar fólk talar um að það þurfi ekki vegabréf og annað slíkt. En forsenda þess að þú fáir að ferðast er að þú sért með passa. Hvort þú þurfir síðan að framvísa honum á flugvelli er annað mál en þegar búið er að taka af þér vegabréfið með formlegum hætti þá ertu náttúrlega kyrrsettur í því land sem þú ert,“ segir Páll. Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu, var handtekinn við heimkomu frá Málaga í síðasta mánuði og hnepptur í gæsluvarðhald grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Hann var nú í vikunni úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en annar maður er einnig í haldi vegna málsins. Alls hafa fjórir manns setið í gæsluvarðhaldi vegna þess en tveimur hefur verið sleppt. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Sunna Elvira Þorkelsdóttir er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Þetta staðfestir Páll Kristjánsson, lögmaður hennar, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Sunna liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu fyrir um fjórum vikum síðan. Páll segir að í gær hafi verið reynt að fá farbanninu aflétt, eða því sem einnig væri hægt að kalla kyrrsetningu, þar sem Sunna hafi ekki réttarstöðu sakbornings. „Farbann hér á Íslandi er bara yfir aðila sem er með réttarstöðu sakbornings en við vitum ekki fyrir víst að hún hafi slíka stöðu þarna úti og hún hefur ekki verið upplýst um það. Ef hún væri sakborningur væri hún líka með skipaðan verjanda á Spáni en hún er með lögmann á eigin kostnað,“ segir Páll. Sunna er ennþá á sama sjúkrahúsinu þar sem fyrr í vikunni var hætt við að flytja hana á sérhæft sjúkrahús. Að sögn Páls er nú unnið að því á fullu í utanríkisráðuneytinu að finna allar mögulegar leiðir til þess að koma henni á betra sjúkrahús og setja mál hennar í mannúðlegri farveg, eins og hann orðar það. Spænsk stjórnvöld hafa, eins og áður hefur komið fram, lagt hald á vegabréf Sunna og nú ótímabundið. Páll útskýrir að hún geti einfaldlega ekki ferðast, þrátt fyrir að Spánn sé innan Schengen-svæðisins, þar sem yfirvöld hafi formlega tekið af henni passann. „Það er ákveðinn misskilningur þegar fólk talar um að það þurfi ekki vegabréf og annað slíkt. En forsenda þess að þú fáir að ferðast er að þú sért með passa. Hvort þú þurfir síðan að framvísa honum á flugvelli er annað mál en þegar búið er að taka af þér vegabréfið með formlegum hætti þá ertu náttúrlega kyrrsettur í því land sem þú ert,“ segir Páll. Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu, var handtekinn við heimkomu frá Málaga í síðasta mánuði og hnepptur í gæsluvarðhald grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Hann var nú í vikunni úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en annar maður er einnig í haldi vegna málsins. Alls hafa fjórir manns setið í gæsluvarðhaldi vegna þess en tveimur hefur verið sleppt.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00
„Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50
Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54