Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2018 19:55 Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna svokölluðu Bítla. Vísir/AFP Sýrlenskir Kúrdar hafa handsamað síðustu tvo meðlimi alræmds hóps erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“. Fjórmenningarnir pyntuðu vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna svokölluðu Bítla. Yfirvöld Bandaríkjanna segja þá fjóra hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. Emwazi gekk einnig undir nafninu „Böðull Íslamska ríkisins“ eftir að myndbönd voru birt af honum myrða James Foley, Steven Sotloff og fleiri. Emwazi var felldur í loftárás árið 2015. Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og nú hafa Kúrdar handsamað þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh. Allir fjórir voru frá Vestur-Lundúnum og voru þeir kallaðir „Bítlarnir“ vegna hreims þeirra.Samkvæmt frétt New York Times voru þeir Kotey og Elsheikh handsamaðir í síðasta mánuði af Syrian Democratic Forces í Efrat-dalnum, nærri landamærum Írak, þar sem samtökin berjast við Íslamska ríkið. Grunur lék á að þeir væru erlendir vígamenn og staðfestu sérsveitarmenn Bandaríkjanna það með fingraförum þeirra.Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir Kotey hafa pyntað fjölda fanga meðal annars með rafmagni og með því að drekkja þeim. Talið er að hann hafi fengið nokkra breska ríkisborgara til að ganga til liðs við ISIS. Elsheikh fór til Sýrlands og gekk til liðs við al-Qaeda áður en hann lýsti yfir hollustu við Íslamska ríkið. Hann var þekktur fyrir að krossfesta fanga samtakanna. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafi haldið því leyndu að þeir hefðu verið handsamaðir. Það hefði verið gert á meðan verið væri að nýta það sem þeir hefðu gefið upp og aðrar upplýsingar sem öfluðust með handsömun þeirra. Sýrland Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Móðir bandarísks blaðamanns biðlar til leiðtoga IS Móðir Stevens Sotloff biður leiðtoga IS um að sleppa syni sínum í myndbandi sem birt var í dag. 27. ágúst 2014 16:50 IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Staðfesta dauða Jihadi John Íslamska ríkið birti langa minningargrein um Bretann Mohammed Emwazi, sem var böðull samtakanna. 19. janúar 2016 23:00 Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands Breskir fjölmiðlar hafa nú dregið upp mynd af hinum 27 ára Mohammed Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. 28. febrúar 2015 16:06 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar hafa handsamað síðustu tvo meðlimi alræmds hóps erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“. Fjórmenningarnir pyntuðu vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna svokölluðu Bítla. Yfirvöld Bandaríkjanna segja þá fjóra hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. Emwazi gekk einnig undir nafninu „Böðull Íslamska ríkisins“ eftir að myndbönd voru birt af honum myrða James Foley, Steven Sotloff og fleiri. Emwazi var felldur í loftárás árið 2015. Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og nú hafa Kúrdar handsamað þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh. Allir fjórir voru frá Vestur-Lundúnum og voru þeir kallaðir „Bítlarnir“ vegna hreims þeirra.Samkvæmt frétt New York Times voru þeir Kotey og Elsheikh handsamaðir í síðasta mánuði af Syrian Democratic Forces í Efrat-dalnum, nærri landamærum Írak, þar sem samtökin berjast við Íslamska ríkið. Grunur lék á að þeir væru erlendir vígamenn og staðfestu sérsveitarmenn Bandaríkjanna það með fingraförum þeirra.Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir Kotey hafa pyntað fjölda fanga meðal annars með rafmagni og með því að drekkja þeim. Talið er að hann hafi fengið nokkra breska ríkisborgara til að ganga til liðs við ISIS. Elsheikh fór til Sýrlands og gekk til liðs við al-Qaeda áður en hann lýsti yfir hollustu við Íslamska ríkið. Hann var þekktur fyrir að krossfesta fanga samtakanna. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafi haldið því leyndu að þeir hefðu verið handsamaðir. Það hefði verið gert á meðan verið væri að nýta það sem þeir hefðu gefið upp og aðrar upplýsingar sem öfluðust með handsömun þeirra.
Sýrland Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Móðir bandarísks blaðamanns biðlar til leiðtoga IS Móðir Stevens Sotloff biður leiðtoga IS um að sleppa syni sínum í myndbandi sem birt var í dag. 27. ágúst 2014 16:50 IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Staðfesta dauða Jihadi John Íslamska ríkið birti langa minningargrein um Bretann Mohammed Emwazi, sem var böðull samtakanna. 19. janúar 2016 23:00 Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands Breskir fjölmiðlar hafa nú dregið upp mynd af hinum 27 ára Mohammed Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. 28. febrúar 2015 16:06 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11
„Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01
Móðir bandarísks blaðamanns biðlar til leiðtoga IS Móðir Stevens Sotloff biður leiðtoga IS um að sleppa syni sínum í myndbandi sem birt var í dag. 27. ágúst 2014 16:50
IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25
Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28
Staðfesta dauða Jihadi John Íslamska ríkið birti langa minningargrein um Bretann Mohammed Emwazi, sem var böðull samtakanna. 19. janúar 2016 23:00
Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands Breskir fjölmiðlar hafa nú dregið upp mynd af hinum 27 ára Mohammed Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. 28. febrúar 2015 16:06