Tekist á um hvort krónan þjónar almenningi eða auðmönnum Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2018 17:54 Þingmaður Samfylkingarinnar segir íslensku krónuna leika íslensk fyrirtæki grátt og hafa meira að segja um stöðu þeirra en launakostnað. Krónan þjóni auðmönnum en ekki almenningi. Fjármálaráðherra segir krónuna hins vegar gegna sínu hlutverki vel og sjálfstæður gjaldmiðill verji hagsmuni almennings. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að nú væri hefðbundin orðræða talsmanna fyrirtækja hafin í aðdraganda kjarasamninga um að ekki væri hægt að hækka laun. Það væru hins vegar sveiflur á gengi krónunnar sem hefðu meira að segja um hag fyrirtækja en launakostnaður. Þannig sé launakostnaður Odda sem sagt hafi upp tæplega 90 manns á dögunum um 38 prósent af tekjum en verð á innfluttum samkeppnisvörum tæki 100 prósent mið af gengi krónunnar. Hún væri óstöðug vegna þess hvað hún væri lítill gjaldmiðill og gengisfellingar hennar væru leið til að færa fé frá almenningi til sumra fyrirtækja. „Þess vegna hef ég oft furðað mig á málflutningi hæstvirts fjármálaráðherra þar sem þessi skelfilegi gjaldmiðill sem krónan er er varin og gengisfellingar jafnvel taldar til kosta hennar. Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra réttlætanlegt að íslenskur almenningur og þorri íslenskra fyrirtækja þurfi að búa við krónuna og hennar fylgifiska sem eru háir vextir og verðtrygging? Á meðan geta stórfyrirtæki og auðmenn kosið skjól annarra gjaldmiðla á sama tíma og þeir njóta góðs af af háum vöxtum og verðtryggðu fjármagni,“ sagði Ágúst Ólafur.Laun óvíða hækkað jafn mikið og á Íslandi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði laun hafa hækkað um 40 prósent á undanförnum fjórum til fimm árum og kaupmáttur aukist langt umfram það sem þekktist í nokkru evrópusambandsríki. „Og þegar við höfum tekið út jafn mikla kaupmáttaraukningu og hækkað laun jafn mikið og á við undanfarin ár er ekki nema von að menn komi að þei tímapunkti sem nú virðist vera að renna upp að það sé erfitt að halda áfram á sama hraða. Það þýðir ekki að það sé eitthvað að gjaldmiðlinum,“ sagði Bjarni. Krónan hafi vissulega styrkst en það væri hlutverk gjaldmiðilsins að sveiflast í takti við það sem væri að gerast í hagkerfinu. „Ég held að krónan hafi verið að sinna sínu hlutverki mjög vel. Bæði í hruninu þegar samkeppnishæfni landsins gjörbreyttist á einni nóttu nánast. Eins núna, það hefði verið til skaða ef ef krónan hefði ekki styrkst við þær breytingar sem eru að verða,“ segir Bjarni. Þá hafi verðbólga verið lítil undanfarin fjögur ár og raunvextir líklega aldrei lægri. „Það er eins og maður sé að vega að Lóunni þegar maður efast um gildi krónunnar. Svör hæstvirts fjármálaráðherra sýna svart á hvítu hvaða hagsmuni ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er að berjast fyrir. Það eru hagsmunir stórfyrirtækja, banka og auðmanna. En ekki almennings og venjulegra fyrirtækja í landinu,“ sagði Ágúst Ólafur Fjármálaráðherra sagðist ekki vera neinn trúarofstæðismaður í gjaldmiðilsmálum. Sum lönd hafi kosið að tengjast stærri gjaldmiðlum. „En við höfum séð afleiðingar þess á undanförnum árum. Þá taka menn efnahagssveifluna út í gegnum atvinnuleysið. Það gerðum við ekki hér á Íslandi. Þannig að það er alrangt sem háttvirtur þingmaður segir, að það sé verið að níðast á íslenskum almenningi og hinum venjulega íslenska borgara með því að við höldum úti okkar eigin gjaldmiðli. Þvert á móti hefur okkur að koma fólki í skjól, tryggja því atvinnu. Við höfum síðan á grundvelli okkar eigin gjaldmiðils byggt upp framúrskarandi lífskjör,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir íslensku krónuna leika íslensk fyrirtæki grátt og hafa meira að segja um stöðu þeirra en launakostnað. Krónan þjóni auðmönnum en ekki almenningi. Fjármálaráðherra segir krónuna hins vegar gegna sínu hlutverki vel og sjálfstæður gjaldmiðill verji hagsmuni almennings. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að nú væri hefðbundin orðræða talsmanna fyrirtækja hafin í aðdraganda kjarasamninga um að ekki væri hægt að hækka laun. Það væru hins vegar sveiflur á gengi krónunnar sem hefðu meira að segja um hag fyrirtækja en launakostnaður. Þannig sé launakostnaður Odda sem sagt hafi upp tæplega 90 manns á dögunum um 38 prósent af tekjum en verð á innfluttum samkeppnisvörum tæki 100 prósent mið af gengi krónunnar. Hún væri óstöðug vegna þess hvað hún væri lítill gjaldmiðill og gengisfellingar hennar væru leið til að færa fé frá almenningi til sumra fyrirtækja. „Þess vegna hef ég oft furðað mig á málflutningi hæstvirts fjármálaráðherra þar sem þessi skelfilegi gjaldmiðill sem krónan er er varin og gengisfellingar jafnvel taldar til kosta hennar. Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra réttlætanlegt að íslenskur almenningur og þorri íslenskra fyrirtækja þurfi að búa við krónuna og hennar fylgifiska sem eru háir vextir og verðtrygging? Á meðan geta stórfyrirtæki og auðmenn kosið skjól annarra gjaldmiðla á sama tíma og þeir njóta góðs af af háum vöxtum og verðtryggðu fjármagni,“ sagði Ágúst Ólafur.Laun óvíða hækkað jafn mikið og á Íslandi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði laun hafa hækkað um 40 prósent á undanförnum fjórum til fimm árum og kaupmáttur aukist langt umfram það sem þekktist í nokkru evrópusambandsríki. „Og þegar við höfum tekið út jafn mikla kaupmáttaraukningu og hækkað laun jafn mikið og á við undanfarin ár er ekki nema von að menn komi að þei tímapunkti sem nú virðist vera að renna upp að það sé erfitt að halda áfram á sama hraða. Það þýðir ekki að það sé eitthvað að gjaldmiðlinum,“ sagði Bjarni. Krónan hafi vissulega styrkst en það væri hlutverk gjaldmiðilsins að sveiflast í takti við það sem væri að gerast í hagkerfinu. „Ég held að krónan hafi verið að sinna sínu hlutverki mjög vel. Bæði í hruninu þegar samkeppnishæfni landsins gjörbreyttist á einni nóttu nánast. Eins núna, það hefði verið til skaða ef ef krónan hefði ekki styrkst við þær breytingar sem eru að verða,“ segir Bjarni. Þá hafi verðbólga verið lítil undanfarin fjögur ár og raunvextir líklega aldrei lægri. „Það er eins og maður sé að vega að Lóunni þegar maður efast um gildi krónunnar. Svör hæstvirts fjármálaráðherra sýna svart á hvítu hvaða hagsmuni ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er að berjast fyrir. Það eru hagsmunir stórfyrirtækja, banka og auðmanna. En ekki almennings og venjulegra fyrirtækja í landinu,“ sagði Ágúst Ólafur Fjármálaráðherra sagðist ekki vera neinn trúarofstæðismaður í gjaldmiðilsmálum. Sum lönd hafi kosið að tengjast stærri gjaldmiðlum. „En við höfum séð afleiðingar þess á undanförnum árum. Þá taka menn efnahagssveifluna út í gegnum atvinnuleysið. Það gerðum við ekki hér á Íslandi. Þannig að það er alrangt sem háttvirtur þingmaður segir, að það sé verið að níðast á íslenskum almenningi og hinum venjulega íslenska borgara með því að við höldum úti okkar eigin gjaldmiðli. Þvert á móti hefur okkur að koma fólki í skjól, tryggja því atvinnu. Við höfum síðan á grundvelli okkar eigin gjaldmiðils byggt upp framúrskarandi lífskjör,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Sjá meira