Körfubolti

Isaiah Thomas í Lakers

Anton Ingi Leifsson skrifar
Isiah í leik með Lakers.
Isiah í leik með Lakers. vísir/getty
Isaiah Thomas er genginn í raðir Lakers á skiptum frá Cleveland, en þetta herma heimildir ESPN fréttastofunar. Skiptin á Thomas eru hluti af fjögurra manna skiptisamning félaganna.

Isaiah Thomas ganga í raðir Lakers frá meisturunum í Cleveland, en hann er nýkominn til baka eftir löng meiðsli. Einnig fer Channing Frye með í skiptunum yfir til Lakers, en á móti fara leikstjórnandinn Jordan Clarkson og miðherjinn Larry Nance Jr til Cleveland.

Lakers fær ekki bara leikmennina tvo, stórstjörnuna Thomas og Channing, heldur fá þeir einnig fyrsta val Cleveland í nýliðavalinu í sumar. Skiptin verða væntanlega endanlega staðfest í dag.

Thomas gekk í raðir Cleveland í sumar, en hann fór í skiptum við Kyrie Irving sem gekk í raðir gamla liðs Thomas, Boston Celtics.

Í þeim fimmtán leikjum sem Thomas spilaði fyrir Cleveland skoraði hann tæp 15 stig að meðaltali, en Cleveland tapaði átta af leikjunum fimmtán.

Bæði Isiah og Frye munu vera samningslausir í sumar, en Thomas sagði í vikunni að hann væri ósáttur með möguleg skipti og vildi vera áfram í herbúðum Cleveland.

Með þessum skiptum yngist leikmannahópur Cleveland, en báðir leikmennirnir sem þeir fá, Jordan og Larry, eru báðir 25 ára gamlir.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×