Hagvöxtur á Norðurlöndum mestur á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 09:00 Í skýrslunni eru lykiltölur frá norrænu löndunum teknar saman, greindar og svo bornar saman þvert á landamæri og svæði. vísir/anton brink Hagvöxtur á Norðurlöndunum er mestur á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar, State of the Nordic Region. Í skýrslunni kemur jafnfram framt að hvað varðar tekjur miðað við höfðatölu saxa Íslendingar á forskot Norðmanna og þá er atvinnustig hvergi hærra í Evrópu en einmitt hér á landi. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því að sama skapi er brottfall úr skóla mest á Íslandi og menntunarstig lægst. Í skýrslunni eru lykiltölur frá norrænu löndunum teknar saman, greindar og svo bornar saman þvert á landamæri og svæði. Á meðal þess sem kemur fram í State of the Nordic Region er að íbúum á Íslandi fjölgaði um 10 prósent á árunum 2007 til 2017 en það er yfir meðaltali á Norðurlöndum. „Þessi fjölgun hefur orðið þrátt fyrir hlutfallslega færri innflytjendur en annars staðar á Norðurlöndum, þar sem fólksfjölgunin helgast að mestu leyti af alþjóðlegum fólksflutningum. Í tengslum við skýrsluna er einnig unnið svonefnt Regional Potential Index en sú vísitala mælir framtíðarhorfur allra 74 stjórnsýslusvæða Norðurlanda og þau borin saman við hvert annað. Íslensku svæðin rjúka upp listann ásamt þeim færeysku og að hluta til sænsku. Stokkhólmur er það svæði Norðurlandanna sem stendur sterkast allra. Aftur á móti falla sum svæði í Noregi langt niður listann, en Finnland vermir þó botnsætið þegar á heildina er litið,“ segir í tilkynningu ráðherranefndarinnar vegna útgáfu skýrslunnar en það er Nordregio, rannsóknarstofnun nefndarinnar um byggðaþróun og skipulag, sem annast samantekt skýrslunnar sem kemur út annað hvert ár. „Það kemur ekki á óvart að við sjáum greinilegan vöxt á Íslandi í samanburði við önnur norræn lönd, að hluta til vegna þess að efnahagshrunið kom hart niður þar og að hluta til vegna innspýtingar frá ferðaþjónustunni. Það má því með sanni segja að þróunin hafi snúist verulega á síðustu árum, “ segir Kjell Nilsson, forstöðurmaður Nordregio, í tengslum við útgáfu skýrslunnar. „Að sjálfsögðu má velta fyrir sér hvort svo mikill hagvöxtur sé sjálfbær. Ef litið er á heildarmyndina gengur samt mjög vel víðast hvar á Íslandi. Það er ekki bara höfuðborgarsvæðið sem á velgengni að fagna eins og sjá má á Regional Potential vísitölunni okkar, “ bætir hann við. Norðurlönd Tengdar fréttir Teikn á lofti um aukna verðbólgu Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, varpar ljósi á áður óþekkta áhrifaþætti verðbólgu. 4. febrúar 2018 17:22 Hægir töluvert á hagvexti Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi hafi verið 3,1 prósent. Hann hefur ekki verið minni á sama ársfjórðungi síðan árið 2015. 11. desember 2017 12:37 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. 7. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Hagvöxtur á Norðurlöndunum er mestur á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar, State of the Nordic Region. Í skýrslunni kemur jafnfram framt að hvað varðar tekjur miðað við höfðatölu saxa Íslendingar á forskot Norðmanna og þá er atvinnustig hvergi hærra í Evrópu en einmitt hér á landi. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því að sama skapi er brottfall úr skóla mest á Íslandi og menntunarstig lægst. Í skýrslunni eru lykiltölur frá norrænu löndunum teknar saman, greindar og svo bornar saman þvert á landamæri og svæði. Á meðal þess sem kemur fram í State of the Nordic Region er að íbúum á Íslandi fjölgaði um 10 prósent á árunum 2007 til 2017 en það er yfir meðaltali á Norðurlöndum. „Þessi fjölgun hefur orðið þrátt fyrir hlutfallslega færri innflytjendur en annars staðar á Norðurlöndum, þar sem fólksfjölgunin helgast að mestu leyti af alþjóðlegum fólksflutningum. Í tengslum við skýrsluna er einnig unnið svonefnt Regional Potential Index en sú vísitala mælir framtíðarhorfur allra 74 stjórnsýslusvæða Norðurlanda og þau borin saman við hvert annað. Íslensku svæðin rjúka upp listann ásamt þeim færeysku og að hluta til sænsku. Stokkhólmur er það svæði Norðurlandanna sem stendur sterkast allra. Aftur á móti falla sum svæði í Noregi langt niður listann, en Finnland vermir þó botnsætið þegar á heildina er litið,“ segir í tilkynningu ráðherranefndarinnar vegna útgáfu skýrslunnar en það er Nordregio, rannsóknarstofnun nefndarinnar um byggðaþróun og skipulag, sem annast samantekt skýrslunnar sem kemur út annað hvert ár. „Það kemur ekki á óvart að við sjáum greinilegan vöxt á Íslandi í samanburði við önnur norræn lönd, að hluta til vegna þess að efnahagshrunið kom hart niður þar og að hluta til vegna innspýtingar frá ferðaþjónustunni. Það má því með sanni segja að þróunin hafi snúist verulega á síðustu árum, “ segir Kjell Nilsson, forstöðurmaður Nordregio, í tengslum við útgáfu skýrslunnar. „Að sjálfsögðu má velta fyrir sér hvort svo mikill hagvöxtur sé sjálfbær. Ef litið er á heildarmyndina gengur samt mjög vel víðast hvar á Íslandi. Það er ekki bara höfuðborgarsvæðið sem á velgengni að fagna eins og sjá má á Regional Potential vísitölunni okkar, “ bætir hann við.
Norðurlönd Tengdar fréttir Teikn á lofti um aukna verðbólgu Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, varpar ljósi á áður óþekkta áhrifaþætti verðbólgu. 4. febrúar 2018 17:22 Hægir töluvert á hagvexti Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi hafi verið 3,1 prósent. Hann hefur ekki verið minni á sama ársfjórðungi síðan árið 2015. 11. desember 2017 12:37 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. 7. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Teikn á lofti um aukna verðbólgu Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, varpar ljósi á áður óþekkta áhrifaþætti verðbólgu. 4. febrúar 2018 17:22
Hægir töluvert á hagvexti Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi hafi verið 3,1 prósent. Hann hefur ekki verið minni á sama ársfjórðungi síðan árið 2015. 11. desember 2017 12:37
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. 7. febrúar 2018 09:00