Hagvöxtur á Norðurlöndum mestur á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 09:00 Í skýrslunni eru lykiltölur frá norrænu löndunum teknar saman, greindar og svo bornar saman þvert á landamæri og svæði. vísir/anton brink Hagvöxtur á Norðurlöndunum er mestur á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar, State of the Nordic Region. Í skýrslunni kemur jafnfram framt að hvað varðar tekjur miðað við höfðatölu saxa Íslendingar á forskot Norðmanna og þá er atvinnustig hvergi hærra í Evrópu en einmitt hér á landi. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því að sama skapi er brottfall úr skóla mest á Íslandi og menntunarstig lægst. Í skýrslunni eru lykiltölur frá norrænu löndunum teknar saman, greindar og svo bornar saman þvert á landamæri og svæði. Á meðal þess sem kemur fram í State of the Nordic Region er að íbúum á Íslandi fjölgaði um 10 prósent á árunum 2007 til 2017 en það er yfir meðaltali á Norðurlöndum. „Þessi fjölgun hefur orðið þrátt fyrir hlutfallslega færri innflytjendur en annars staðar á Norðurlöndum, þar sem fólksfjölgunin helgast að mestu leyti af alþjóðlegum fólksflutningum. Í tengslum við skýrsluna er einnig unnið svonefnt Regional Potential Index en sú vísitala mælir framtíðarhorfur allra 74 stjórnsýslusvæða Norðurlanda og þau borin saman við hvert annað. Íslensku svæðin rjúka upp listann ásamt þeim færeysku og að hluta til sænsku. Stokkhólmur er það svæði Norðurlandanna sem stendur sterkast allra. Aftur á móti falla sum svæði í Noregi langt niður listann, en Finnland vermir þó botnsætið þegar á heildina er litið,“ segir í tilkynningu ráðherranefndarinnar vegna útgáfu skýrslunnar en það er Nordregio, rannsóknarstofnun nefndarinnar um byggðaþróun og skipulag, sem annast samantekt skýrslunnar sem kemur út annað hvert ár. „Það kemur ekki á óvart að við sjáum greinilegan vöxt á Íslandi í samanburði við önnur norræn lönd, að hluta til vegna þess að efnahagshrunið kom hart niður þar og að hluta til vegna innspýtingar frá ferðaþjónustunni. Það má því með sanni segja að þróunin hafi snúist verulega á síðustu árum, “ segir Kjell Nilsson, forstöðurmaður Nordregio, í tengslum við útgáfu skýrslunnar. „Að sjálfsögðu má velta fyrir sér hvort svo mikill hagvöxtur sé sjálfbær. Ef litið er á heildarmyndina gengur samt mjög vel víðast hvar á Íslandi. Það er ekki bara höfuðborgarsvæðið sem á velgengni að fagna eins og sjá má á Regional Potential vísitölunni okkar, “ bætir hann við. Norðurlönd Tengdar fréttir Teikn á lofti um aukna verðbólgu Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, varpar ljósi á áður óþekkta áhrifaþætti verðbólgu. 4. febrúar 2018 17:22 Hægir töluvert á hagvexti Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi hafi verið 3,1 prósent. Hann hefur ekki verið minni á sama ársfjórðungi síðan árið 2015. 11. desember 2017 12:37 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. 7. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Hagvöxtur á Norðurlöndunum er mestur á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar, State of the Nordic Region. Í skýrslunni kemur jafnfram framt að hvað varðar tekjur miðað við höfðatölu saxa Íslendingar á forskot Norðmanna og þá er atvinnustig hvergi hærra í Evrópu en einmitt hér á landi. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því að sama skapi er brottfall úr skóla mest á Íslandi og menntunarstig lægst. Í skýrslunni eru lykiltölur frá norrænu löndunum teknar saman, greindar og svo bornar saman þvert á landamæri og svæði. Á meðal þess sem kemur fram í State of the Nordic Region er að íbúum á Íslandi fjölgaði um 10 prósent á árunum 2007 til 2017 en það er yfir meðaltali á Norðurlöndum. „Þessi fjölgun hefur orðið þrátt fyrir hlutfallslega færri innflytjendur en annars staðar á Norðurlöndum, þar sem fólksfjölgunin helgast að mestu leyti af alþjóðlegum fólksflutningum. Í tengslum við skýrsluna er einnig unnið svonefnt Regional Potential Index en sú vísitala mælir framtíðarhorfur allra 74 stjórnsýslusvæða Norðurlanda og þau borin saman við hvert annað. Íslensku svæðin rjúka upp listann ásamt þeim færeysku og að hluta til sænsku. Stokkhólmur er það svæði Norðurlandanna sem stendur sterkast allra. Aftur á móti falla sum svæði í Noregi langt niður listann, en Finnland vermir þó botnsætið þegar á heildina er litið,“ segir í tilkynningu ráðherranefndarinnar vegna útgáfu skýrslunnar en það er Nordregio, rannsóknarstofnun nefndarinnar um byggðaþróun og skipulag, sem annast samantekt skýrslunnar sem kemur út annað hvert ár. „Það kemur ekki á óvart að við sjáum greinilegan vöxt á Íslandi í samanburði við önnur norræn lönd, að hluta til vegna þess að efnahagshrunið kom hart niður þar og að hluta til vegna innspýtingar frá ferðaþjónustunni. Það má því með sanni segja að þróunin hafi snúist verulega á síðustu árum, “ segir Kjell Nilsson, forstöðurmaður Nordregio, í tengslum við útgáfu skýrslunnar. „Að sjálfsögðu má velta fyrir sér hvort svo mikill hagvöxtur sé sjálfbær. Ef litið er á heildarmyndina gengur samt mjög vel víðast hvar á Íslandi. Það er ekki bara höfuðborgarsvæðið sem á velgengni að fagna eins og sjá má á Regional Potential vísitölunni okkar, “ bætir hann við.
Norðurlönd Tengdar fréttir Teikn á lofti um aukna verðbólgu Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, varpar ljósi á áður óþekkta áhrifaþætti verðbólgu. 4. febrúar 2018 17:22 Hægir töluvert á hagvexti Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi hafi verið 3,1 prósent. Hann hefur ekki verið minni á sama ársfjórðungi síðan árið 2015. 11. desember 2017 12:37 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. 7. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Teikn á lofti um aukna verðbólgu Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, varpar ljósi á áður óþekkta áhrifaþætti verðbólgu. 4. febrúar 2018 17:22
Hægir töluvert á hagvexti Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi hafi verið 3,1 prósent. Hann hefur ekki verið minni á sama ársfjórðungi síðan árið 2015. 11. desember 2017 12:37
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. 7. febrúar 2018 09:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent