Mátti neita lesbíum um brúðartertu Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 06:03 Bakarinn var ekki neyddur til að setja kökuskraut sem þetta á topp brúðartertunnar. VÍSIR/GETTY Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. Lögmenn bakarísins héldu því fram fyrir dómi að baksturinn bryti í bága við þau kristilegu gildi sem bakarinn hafði í heiðri. Þá gæti það vart talist í anda hins margrómaða tjáningarfrelsins ef bakarinn væri krafinn um að baka slíka brúðartertu og þannig neyða hann til að tjá gagnstæða trúarsannfæringu. Dómarinn sem dæmdi í málinu féllst á þessa röksemd og sagði að bakstur félli undir listræna sköpun sem mætti ekki, sökum tjáningarfrelsins, neyða fram eða hamla með nokkrum hætti. Því bryti baksturinn ekki í bága við lagaákvæði um mismunun á grundvelli trúar, kynhneigðar, litarhafts eða annarra aðgreinandi þátta. „Brúðarterta er ekki bara venjuleg kaka í tilfelli tjáningarfrelsisins. Hún er til marks um listræna sköpun þess sem hana bakar enda er hún alla jafna skrautmunur og miðpunktur athyglinnar í mörgum brúðkaupsveislum,“ segir í úrskurði dómarans David Lampe. Eigandi bakarísins er hæstánægður með úrskurðinn og þakkar fyrir að þurfa ekki að taka þátt í „hátíðahöldum sem stríða gegn boðskapi frelsara“ síns. Sambærilegt mál úr Colorado-ríki er nú rekið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna og fór aðalmeðferð þess máls fram í desember. Búast má við fordæmisgefandi úrskurði síðar á þessu ári. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. Lögmenn bakarísins héldu því fram fyrir dómi að baksturinn bryti í bága við þau kristilegu gildi sem bakarinn hafði í heiðri. Þá gæti það vart talist í anda hins margrómaða tjáningarfrelsins ef bakarinn væri krafinn um að baka slíka brúðartertu og þannig neyða hann til að tjá gagnstæða trúarsannfæringu. Dómarinn sem dæmdi í málinu féllst á þessa röksemd og sagði að bakstur félli undir listræna sköpun sem mætti ekki, sökum tjáningarfrelsins, neyða fram eða hamla með nokkrum hætti. Því bryti baksturinn ekki í bága við lagaákvæði um mismunun á grundvelli trúar, kynhneigðar, litarhafts eða annarra aðgreinandi þátta. „Brúðarterta er ekki bara venjuleg kaka í tilfelli tjáningarfrelsisins. Hún er til marks um listræna sköpun þess sem hana bakar enda er hún alla jafna skrautmunur og miðpunktur athyglinnar í mörgum brúðkaupsveislum,“ segir í úrskurði dómarans David Lampe. Eigandi bakarísins er hæstánægður með úrskurðinn og þakkar fyrir að þurfa ekki að taka þátt í „hátíðahöldum sem stríða gegn boðskapi frelsara“ síns. Sambærilegt mál úr Colorado-ríki er nú rekið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna og fór aðalmeðferð þess máls fram í desember. Búast má við fordæmisgefandi úrskurði síðar á þessu ári.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira