Lífið

Féll fyrir Birgittu Haukdal

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þórir og Gyða koma fram í Háskólabíói um helgina.
Þórir og Gyða koma fram í Háskólabíói um helgina.
Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið.

Keppninni lýkur svo með úrslitakeppni í Laugardalshöll þann 3. mars og fer sigurvegarinn fyrir Íslands hönd í Eurovision í Lissabon í maí.

Tólf atriði taka þátt í Söngvakeppninni að þessu sinni og mun Lífið ræða við flytjendur úr hverju atriði. Allir fengu þeir sömu spurningar og er nú komið að þeim Þóri Geir Guðmundssyni og Gyðu Margréti Kristjánsdóttur en Þórir svarar fyrir teymið. Þau koma fram um helgina á fyrra undanúrslitakvöldinu og flytja lagið Brosa.

Af hverju ákváðuð þið að taka þátt?

„Lagið er mjög gott og grípandi og fólkið í kringum það er svo skemmtilegt.“

 

Af hverju ætti íslenska þjóðin að kjósa ykkur? 

„Ég held að ef íslenska þjóðin brosir á meðan hún horfir á atriðið okkar og hlustar á lagið, eigi hún tvímælalaust að kjósa okkur.“

 

Uppáhalds íslenska Eurovision lagið og af hverju?

„Uppáhalds Euro lagið mitt er Open Your Heart. Sennilega vegna þess að það er líka gott lag, ekki bara Euro lag.“

Eftirminnilegasta Eurovison minningin?

„Hún er líklega árið 2003 þegar Birgitta söng Open Your Heart. Ég var níu ára þarna og kannski fyrsta skipti sem ég hafði einhvern smá áhuga á því að horfa á Eurovision.“

 

Uppáhalds erlenda Eurovision lagið og af hverju? 

„Ég myndi segja Fly On The Wings Of Love eða Never Let You Go. Bæði mjög skemmtileg lög of eftirminnileg á sviði.“

Um hvað fjallar lagið?

„Það fjallar um að líta aðeins upp og í kringum sig og kunna að meta það sem þú raunverulega átt og brosa með.“



Lag:  Brosa / With You

Höfundar lags:  Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson 

Höfundar íslensks texta:  Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Höfundar ensks texta:  Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson

Flytjendur:  Þórir Geir Guðmundsson og Gyða Margrét Kristjánsdóttir



Hér að neðan má hlusta á Brosa á íslensku.

Hér að neðan má hlusta á With You á ensku.


Tengdar fréttir

Gleyma aldrei þessu símtali

Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið.

„Gargaði bara í símann og trúði þessu varla“

„Við komum með nýjan stíl í Söngvakeppnina. Við erum ekki þessi týpíski dúett, við syngjum allt lagið saman og lagið er kannski ekki eitthvað sem við Íslendingar heyrum nógu oft,“ segja Sólborg Guðbrandsdóttir og Tómas Helgi Wehmeier sem flytja lagið Ég og þú í Söngvakeppninni 2018.

Var skíthræddur

Þetta er fallegt lag með sterkan boðskap sem höfðar til allra í heiminum held ég, segir Ari Ólafsson, sem flytur lagið Heim í Söngvakeppninni 2018.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×