Á fimmta hundrað íslenskra karla ræða vændi á Facebook: „Er hún ekki eitthvað fötluð?“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 19:30 Á fimmta hundrað karlmenn ræða um vændiskonur á Íslandi í lokuðum hóp á Facebook. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðunum en að lítið sé hægt að gera. Lögreglan hefur þó haft samband við konur sem nefndar eru og boðið þeim aðstoð. Hópurinn var stofnaður í október 2016 og er einungis ætlaður fyrir karlmenn. Í honum eru nú um 440 menn sem eiga í virkum samræðum um vændiskonur á Íslandi. Í lýsingu hópsins segir að þetta sé vettvangur til að ræða kosti þeirra og galla. Þar er meðal annars að finna verðskrár og varað er við konum af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna neyslu. Þá er mælt með konum sem þykja „góðar".Tugir kvenna afþakkað aðstoð Á Íslandi er bæði ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðum á samfélagsmiðlum en oft sé erfitt að aðhafast.Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar.„Við sníðum okkur stakk eftir vexti og höfum haft mál til rannsóknar sem varðar vændi. Þessi mál eru umfangsmikil og taka mikinn tíma í rannsókn," segir Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í staðinn hefur embættið haft samband við tugi kvenna sem rætt er um og boðið þeim aðstoð sem þær allar hafa afþakkað. „Í sumum tilfellum höfum við haft grun um mansal en það er oft erfitt að ná til þessara einstaklinga og í sumum tilfellum vilja þessir einstaklingar ekki tjá sig eða sækja þessa aðstoð til okkar," segir Snorri. Samtölin hafa þó skilað mikilvægum upplýsingum. „Það er að segja að skilja þeirra stöðu betur og hvers vegna þær koma hingað. Verðið á Íslandi er mjög hátt samanborið við á Norðurlöndum þannig það er meiri peningur sem fólk er að hafa út úr þessu hér," segir Snorri.Flestir milligöngumenn búsettir erlendis Rannsókn lögreglunnar á sambýlisfólki sem var handtekið í nóvember vegna gruns um vændisstarfsemi er nú á lokametrunum og hafa tugir kaupenda verið yfirheyrðir. Málið verður sent ákærusviði á næstunni. Ólíkt þessu pari segir Snorri flesta sem hafa milligöngu um vændi á Íslandi vera búsetta erlendis og sérstaklega marga í Finnlandi. Erfitt sé því að ná til þeirra. „Þessir einstaklingar eru að flakka mikið á milli Norðurlanda og koma mikið hingað frá Suður-Ameríku og Spáni upphaflega en í gegnum Norðurlöndin og svo hingað. Mögulega hafa þá vændiskonur verið að starfa á öðrum Norðurlöndum og verið sendar hingað, eins og við höfum líka séð," segir Snorri. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Á fimmta hundrað karlmenn ræða um vændiskonur á Íslandi í lokuðum hóp á Facebook. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðunum en að lítið sé hægt að gera. Lögreglan hefur þó haft samband við konur sem nefndar eru og boðið þeim aðstoð. Hópurinn var stofnaður í október 2016 og er einungis ætlaður fyrir karlmenn. Í honum eru nú um 440 menn sem eiga í virkum samræðum um vændiskonur á Íslandi. Í lýsingu hópsins segir að þetta sé vettvangur til að ræða kosti þeirra og galla. Þar er meðal annars að finna verðskrár og varað er við konum af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna neyslu. Þá er mælt með konum sem þykja „góðar".Tugir kvenna afþakkað aðstoð Á Íslandi er bæði ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðum á samfélagsmiðlum en oft sé erfitt að aðhafast.Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar.„Við sníðum okkur stakk eftir vexti og höfum haft mál til rannsóknar sem varðar vændi. Þessi mál eru umfangsmikil og taka mikinn tíma í rannsókn," segir Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í staðinn hefur embættið haft samband við tugi kvenna sem rætt er um og boðið þeim aðstoð sem þær allar hafa afþakkað. „Í sumum tilfellum höfum við haft grun um mansal en það er oft erfitt að ná til þessara einstaklinga og í sumum tilfellum vilja þessir einstaklingar ekki tjá sig eða sækja þessa aðstoð til okkar," segir Snorri. Samtölin hafa þó skilað mikilvægum upplýsingum. „Það er að segja að skilja þeirra stöðu betur og hvers vegna þær koma hingað. Verðið á Íslandi er mjög hátt samanborið við á Norðurlöndum þannig það er meiri peningur sem fólk er að hafa út úr þessu hér," segir Snorri.Flestir milligöngumenn búsettir erlendis Rannsókn lögreglunnar á sambýlisfólki sem var handtekið í nóvember vegna gruns um vændisstarfsemi er nú á lokametrunum og hafa tugir kaupenda verið yfirheyrðir. Málið verður sent ákærusviði á næstunni. Ólíkt þessu pari segir Snorri flesta sem hafa milligöngu um vændi á Íslandi vera búsetta erlendis og sérstaklega marga í Finnlandi. Erfitt sé því að ná til þeirra. „Þessir einstaklingar eru að flakka mikið á milli Norðurlanda og koma mikið hingað frá Suður-Ameríku og Spáni upphaflega en í gegnum Norðurlöndin og svo hingað. Mögulega hafa þá vændiskonur verið að starfa á öðrum Norðurlöndum og verið sendar hingað, eins og við höfum líka séð," segir Snorri.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira