Njarðvík þarf að borga Ítölunum rúma milljón í uppeldisbætur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 14:47 Kristinn Pálsson vísir/ernir Njarðvík þarf að greiða ítalska félaginu Stella Azzura uppeldisbætur fyrir Kristinn Pálsson samkvæmt niðurstöðu FIBA. Félagið greindi frá þessu í dag. Njarðvík þarf að greiða 9600 evrur eða rúmlega 1,2 milljónir króna. FIBA komst að þeirri niðurstöðu að þar sem Kristinn var hjá unglingaliði ítalska félagsins þegar hann varð 18 ára og hlaut leikheimild sé Stella Azzura uppeldisfélag hans. „Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun auðvitað mótmæla þeirri fásinnu harðlega enda Kristinn leikmaður Ungmennafélags Njarðvíkur frá rúmlega 6 ára aldri til þess tíma er hann fór til Ítalíu þá liðlega 15 ára gamall. Lítið sem ekkert tillit er tekið til þess í dómi FIBA,“ segir í tilkynningu Njarðvíkur. Hins vegar mun Njarðvík ekki áfrýja dómnum þar sem málið tefst enn frekar fyrir vikið og þá mætti Kristinn ekki leika með liðinu. „Er það skoðun KKD UMFN að nú sé löngu orðið tímabært að hugað sé að hagsmunum leikmannsins og hann fái um frjálst höfuð strokið og geti haldið áfram sínum ferli. Allt afl er nú sett í að gera upp við ítalska körfuknattleikssambandið svo Kristinn öðlist leikheimild fyrir næstu umferð Domino's deildar karla.“ Þá segir í tilkynningunni að staðan sé FIBA til háborinnar skammar enda sé ljóst að enginn leikmaður fái að fara í unglingaprógrömm eins og það sem Kristinn sótti hjá ítalska félaginu nema hafa hlotið grunnþjálfun í körfubolta. Málið kom fyrst upp í lok janúar og hefur Kristinn misst af síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur í Domino's deildinni. Njarðvík vinnur nú að því að fá leikheimild fyrir Kristinn fyrir leik liðsins gegn Þór Akureyri á fimmtudag.Fréttatilkynning Njarðvíkur í heild sinni:Njarðvík dæmt til að greiða uppeldisbætur fyrir Kristinn! Körfuknattleiksdeild UMFN lýsir gríðarlegum vonbrigðum með niðurstöðu FIBA í máli Kristins Pálssonar. KKD UMFN hefur verið dæmd til að greiða ítalska körfuknattleikssambandinu 9600 evrur í uppeldisbætur fyrir Kristinn Pálsson fyrir veru sína hjá Stella Azzura á Ítalíu. Niðurstaða í málinu lá fyrir seint í gærdag (5. febrúar). Ein af niðurstöðum dómsins sem telur níu blaðsíður er sú að leikheimild Kristins hafi orðið til hjá Stella Azzura þegar hann varð 18 ára og því sé ítalski klúbburinn sannanlega uppeldisklúbbur leikmannsins. Körfuknattleiksdeild UMFN mun auðvitað mótmæla þeirri fásinnu harðlega enda Kristinn leikmaður Ungmennafélags Njarðvíkur frá rúmlega 6 ára aldri til þess tíma er hann fór til Ítalíu þá liðlega 15 ára gamall. Lítið sem ekkert tillit er tekið til þess í dómi FIBA. Njarðvík er dæmt til uppeldisbóta í þremur liðum; - Vegna „special transfer“ frá Njarðvík til Ítalíu þar sem Kristinn var ekki lögráða. - Vegna skólagöngu leikmannsins á Ítalíu. - Vegna uppihalds leikmannsins á Ítalíu. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun ekki áfrýja dómnum þar sem málið tefst enn frekar fyrir vikið. Er það skoðun KKD UMFN að nú sé löngu orðið tímabært að hugað sé að hagsmunum leikmannsins og hann fái um frjálst höfuð strokið og geti haldið áfram sínum ferli. Allt afl er nú sett í að gera upp við ítalska körfuknattleikssambandið svo Kristinn öðlist leikheimild fyrir næstu umferð Domino´s-deildar karla. Vitanlega mun þessi ákvörðun höggva skörð í fjárhagsáætlun deildarinnar en hagsmunir leikmannsins eru settir í öndvegi. Þeir sem til þekkja vita hve þungur þessi dómur er fyrir starf deildarinnar enda langt liðið á tímabilið og viðlíka útgjöld mikið áfall. Stjórn deildarinnar rær nú öllum árum að því útvega fjármagn til að leysa málið. Uppkomin staða er til háborinnar skammar fyrir FIBA enda nokkuð einsýnt að víða á meginlandi Evrópu er verið að egna leikmannagildrur og þessum aðferðum er verið að beita gegn grunlausum ungmennum, fjölskyldum þeirra og félögum. Það er nokkuð ljóst að það fer enginn leikmaður í viðlíka „unglingaprógramm“ nema hafa fengið viðeigandi þjálfun og hafa viðeigandi getu. Einhverstaðar er hún sprottin. Allt kapp er nú lagt á það að Kristinn komist í grænt fyrir fimmtudag en ef það hefst ekki þá eigi síðar en strax í þarnæstu umferð. Allir sem komið hafa að málinu eiga þakkir skildar fyrir sitt framlag, einkum og sér í lagi Kristinn Pálsson fyrir mikið æðruleysi gagnvart stöðunni, aðrir leikmenn Njarðvíkurliðsins og þjálfarateymið. Þá ber einnig að þakka Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir veitt liðsinni í málinu. Fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, Friðrik Ragnarsson Formaður Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristinn fær ekki að spila með Njarðvík Kristinn Pálsson gekk til liðs við Njarðvík fyrr í vetur þegar hann kom heim úr háskólaboltanum. Nú má hann hins vegar ekki leika með Njarðvík vegna málsmeðferðar hjá FIBA. 24. janúar 2018 20:29 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Njarðvík þarf að greiða ítalska félaginu Stella Azzura uppeldisbætur fyrir Kristinn Pálsson samkvæmt niðurstöðu FIBA. Félagið greindi frá þessu í dag. Njarðvík þarf að greiða 9600 evrur eða rúmlega 1,2 milljónir króna. FIBA komst að þeirri niðurstöðu að þar sem Kristinn var hjá unglingaliði ítalska félagsins þegar hann varð 18 ára og hlaut leikheimild sé Stella Azzura uppeldisfélag hans. „Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun auðvitað mótmæla þeirri fásinnu harðlega enda Kristinn leikmaður Ungmennafélags Njarðvíkur frá rúmlega 6 ára aldri til þess tíma er hann fór til Ítalíu þá liðlega 15 ára gamall. Lítið sem ekkert tillit er tekið til þess í dómi FIBA,“ segir í tilkynningu Njarðvíkur. Hins vegar mun Njarðvík ekki áfrýja dómnum þar sem málið tefst enn frekar fyrir vikið og þá mætti Kristinn ekki leika með liðinu. „Er það skoðun KKD UMFN að nú sé löngu orðið tímabært að hugað sé að hagsmunum leikmannsins og hann fái um frjálst höfuð strokið og geti haldið áfram sínum ferli. Allt afl er nú sett í að gera upp við ítalska körfuknattleikssambandið svo Kristinn öðlist leikheimild fyrir næstu umferð Domino's deildar karla.“ Þá segir í tilkynningunni að staðan sé FIBA til háborinnar skammar enda sé ljóst að enginn leikmaður fái að fara í unglingaprógrömm eins og það sem Kristinn sótti hjá ítalska félaginu nema hafa hlotið grunnþjálfun í körfubolta. Málið kom fyrst upp í lok janúar og hefur Kristinn misst af síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur í Domino's deildinni. Njarðvík vinnur nú að því að fá leikheimild fyrir Kristinn fyrir leik liðsins gegn Þór Akureyri á fimmtudag.Fréttatilkynning Njarðvíkur í heild sinni:Njarðvík dæmt til að greiða uppeldisbætur fyrir Kristinn! Körfuknattleiksdeild UMFN lýsir gríðarlegum vonbrigðum með niðurstöðu FIBA í máli Kristins Pálssonar. KKD UMFN hefur verið dæmd til að greiða ítalska körfuknattleikssambandinu 9600 evrur í uppeldisbætur fyrir Kristinn Pálsson fyrir veru sína hjá Stella Azzura á Ítalíu. Niðurstaða í málinu lá fyrir seint í gærdag (5. febrúar). Ein af niðurstöðum dómsins sem telur níu blaðsíður er sú að leikheimild Kristins hafi orðið til hjá Stella Azzura þegar hann varð 18 ára og því sé ítalski klúbburinn sannanlega uppeldisklúbbur leikmannsins. Körfuknattleiksdeild UMFN mun auðvitað mótmæla þeirri fásinnu harðlega enda Kristinn leikmaður Ungmennafélags Njarðvíkur frá rúmlega 6 ára aldri til þess tíma er hann fór til Ítalíu þá liðlega 15 ára gamall. Lítið sem ekkert tillit er tekið til þess í dómi FIBA. Njarðvík er dæmt til uppeldisbóta í þremur liðum; - Vegna „special transfer“ frá Njarðvík til Ítalíu þar sem Kristinn var ekki lögráða. - Vegna skólagöngu leikmannsins á Ítalíu. - Vegna uppihalds leikmannsins á Ítalíu. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun ekki áfrýja dómnum þar sem málið tefst enn frekar fyrir vikið. Er það skoðun KKD UMFN að nú sé löngu orðið tímabært að hugað sé að hagsmunum leikmannsins og hann fái um frjálst höfuð strokið og geti haldið áfram sínum ferli. Allt afl er nú sett í að gera upp við ítalska körfuknattleikssambandið svo Kristinn öðlist leikheimild fyrir næstu umferð Domino´s-deildar karla. Vitanlega mun þessi ákvörðun höggva skörð í fjárhagsáætlun deildarinnar en hagsmunir leikmannsins eru settir í öndvegi. Þeir sem til þekkja vita hve þungur þessi dómur er fyrir starf deildarinnar enda langt liðið á tímabilið og viðlíka útgjöld mikið áfall. Stjórn deildarinnar rær nú öllum árum að því útvega fjármagn til að leysa málið. Uppkomin staða er til háborinnar skammar fyrir FIBA enda nokkuð einsýnt að víða á meginlandi Evrópu er verið að egna leikmannagildrur og þessum aðferðum er verið að beita gegn grunlausum ungmennum, fjölskyldum þeirra og félögum. Það er nokkuð ljóst að það fer enginn leikmaður í viðlíka „unglingaprógramm“ nema hafa fengið viðeigandi þjálfun og hafa viðeigandi getu. Einhverstaðar er hún sprottin. Allt kapp er nú lagt á það að Kristinn komist í grænt fyrir fimmtudag en ef það hefst ekki þá eigi síðar en strax í þarnæstu umferð. Allir sem komið hafa að málinu eiga þakkir skildar fyrir sitt framlag, einkum og sér í lagi Kristinn Pálsson fyrir mikið æðruleysi gagnvart stöðunni, aðrir leikmenn Njarðvíkurliðsins og þjálfarateymið. Þá ber einnig að þakka Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir veitt liðsinni í málinu. Fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, Friðrik Ragnarsson Formaður
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristinn fær ekki að spila með Njarðvík Kristinn Pálsson gekk til liðs við Njarðvík fyrr í vetur þegar hann kom heim úr háskólaboltanum. Nú má hann hins vegar ekki leika með Njarðvík vegna málsmeðferðar hjá FIBA. 24. janúar 2018 20:29 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Kristinn fær ekki að spila með Njarðvík Kristinn Pálsson gekk til liðs við Njarðvík fyrr í vetur þegar hann kom heim úr háskólaboltanum. Nú má hann hins vegar ekki leika með Njarðvík vegna málsmeðferðar hjá FIBA. 24. janúar 2018 20:29