Handbolti

HSÍ boðar til blaðamannafundar: Guðmundur kynntur til leiks

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson var ekki fjarri því að vinna Asíumótið með Barein en lið hans stóð í fjölþjóðlegu liði Katar.
Guðmundur Guðmundsson var ekki fjarri því að vinna Asíumótið með Barein en lið hans stóð í fjölþjóðlegu liði Katar. vísir/getty
Handknattleikssambands Íslands hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem kynntur verður nýr þjálfari A-landsliðs karla í handbolta. Fundurinn fer fram klukkan 16.15 í höfuðstöðvum Arion banka.

Guðmundur Guðmundsson verður næsti landsliðsþjálfari eins og Vísir greindi frá fyrst fjölmiðla í morgun. Guðmundur tekur við starfinu af Geir Sveinssyni sem hefur verið með íslenska landsliðið í tvö ár.

Sjá einnig:Guðmundur tekur við strákunum okkar á nýjan leik

Guðmundur Guðmundsson verður á staðnum en hann er nýkominn frá Suður-Kóreu þar sem hann vann silfur með landsliði Barein í Asíukeppninni.

Þetta verður í þriðja sinn sem Guðmundur tekur við íslenska handboltalandsliðinu en hann þjálfaði einnig liðið frá 2001 til 2004 og svo aftur frá 2008 til 2012.

Enginn þjálfari hefur náð betri árangri með íslenska landsliðið en Guðmundur en undir hans stjórn vann íslenska landsliðið silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2010 og brons á Evrópumótinu í Austurríki 2010.

Eftir að Guðmundur hætti með íslenska landsliðið síðast tók hann við danska landsliðinu og gerði liðið að Ólympíumeisturum í Ríó 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×