Tugir snjóruðningstækja á götum borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 11:47 Mikið hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu síðan í gær og er því nóg að gera hjá þeim starfsmönnum borgarinnar sem sinna mokstri og ruðningi. vísir/ernir Það tók íbúa höfuðborgarsvæðisins dágóðan tíma að komast milli staða í morgun. Gekk umferðin mjög hægt þar sem mikið hafði snjóað síðan í gær og voru dæmi um að það tæki vegfarendur allt upp í 100 mínútur að komast úr Hafnarfirði í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hjalti Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir að mokstur og söltun hafa gengið samkvæmt óskum en öll snjóruðningstæki borgarinnar hafa verið úti auk verktaka. Tugir starfsmanna á tugum tækja hafi því verið að störfum síðan í nótt. „Við fórum út strax í nótt og erum í rauninni bara búin að vera síðasta sólarhringinn á ferðinni. Það er búið að vera rysjótt veðurfar eins og fólk veit en það var sem sagt farið út í nótt og byrjað að ryðja götur og hefur gengið ágætlega. Síðan kölluðum við út í húsagötur klukkan átta í morgun þannig að verkefnið er ennþá í gangi en gengur alveg ágætlega,“ segir Hjalti.Tilraunaverkefni að salta hjólaleiðir Hjalti segir að veðrið í morgun hafi ekki sett mikið strik í reikninginn; það dragi vissulega í skafla á ákveðnum stöðum sem starfsmenn borgarinnar viti af en þeir vinni verkefnið ákveðnum forgangi og rútínu. Götur eru ruddar og saltaðar og göngu- og hjólastígar ruddir auk þess sem borgin er með tilraunaverkefni í gangi sem snýr að því að salta hjólaleiðirnar til að tryggja betur öryggi hjólandi vegfarenda. Aðspurður um framhaldið segir Hjalti óvíst hvað menn verði lengi að við mokstur. Það fari allt eftir veðrinu. „Nú er spáin þannig í dag að það er útsynningur, það er suðvestanátt, og það gengur á með svona byljum en það á að lagast seinnipartinn ef ég les veðurfréttirnar rétt. Þannig að þá náum við örugglega að klára þetta þegar líður á daginn vonandi. En þetta er auðvitað háð því hvernig veðrið leikur okkur.“ Hjalti segir vegfarendur hafa sýnt ástandinu skilning. „Ég hef til dæmis ekki fengið eitt símtal í morgun frá pirruðum vegfarenda. Ég held að þegar svona aðstæður eru þá sýni fólk þessu skilning. Við búum jú á Íslandi og það snjóar á Íslandi og við verðum bara að lifa við það og gera sem best úr þessu. Við sem erum síðan að sinna þessum þjónustuþætti reynum síðan að gera hann eins skilvirkan og góðan og mögulegt er.“ Veður Tengdar fréttir Umferðin gengið afar hægt í morgun Vegfarendur úr efri byggðum Reykjavíkur, Mosfellsbæ og Hafnarfirði hafa verið upp undir 60 mínútur á leiðinni til vinnu. 6. febrúar 2018 10:11 Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. 5. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
Það tók íbúa höfuðborgarsvæðisins dágóðan tíma að komast milli staða í morgun. Gekk umferðin mjög hægt þar sem mikið hafði snjóað síðan í gær og voru dæmi um að það tæki vegfarendur allt upp í 100 mínútur að komast úr Hafnarfirði í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hjalti Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir að mokstur og söltun hafa gengið samkvæmt óskum en öll snjóruðningstæki borgarinnar hafa verið úti auk verktaka. Tugir starfsmanna á tugum tækja hafi því verið að störfum síðan í nótt. „Við fórum út strax í nótt og erum í rauninni bara búin að vera síðasta sólarhringinn á ferðinni. Það er búið að vera rysjótt veðurfar eins og fólk veit en það var sem sagt farið út í nótt og byrjað að ryðja götur og hefur gengið ágætlega. Síðan kölluðum við út í húsagötur klukkan átta í morgun þannig að verkefnið er ennþá í gangi en gengur alveg ágætlega,“ segir Hjalti.Tilraunaverkefni að salta hjólaleiðir Hjalti segir að veðrið í morgun hafi ekki sett mikið strik í reikninginn; það dragi vissulega í skafla á ákveðnum stöðum sem starfsmenn borgarinnar viti af en þeir vinni verkefnið ákveðnum forgangi og rútínu. Götur eru ruddar og saltaðar og göngu- og hjólastígar ruddir auk þess sem borgin er með tilraunaverkefni í gangi sem snýr að því að salta hjólaleiðirnar til að tryggja betur öryggi hjólandi vegfarenda. Aðspurður um framhaldið segir Hjalti óvíst hvað menn verði lengi að við mokstur. Það fari allt eftir veðrinu. „Nú er spáin þannig í dag að það er útsynningur, það er suðvestanátt, og það gengur á með svona byljum en það á að lagast seinnipartinn ef ég les veðurfréttirnar rétt. Þannig að þá náum við örugglega að klára þetta þegar líður á daginn vonandi. En þetta er auðvitað háð því hvernig veðrið leikur okkur.“ Hjalti segir vegfarendur hafa sýnt ástandinu skilning. „Ég hef til dæmis ekki fengið eitt símtal í morgun frá pirruðum vegfarenda. Ég held að þegar svona aðstæður eru þá sýni fólk þessu skilning. Við búum jú á Íslandi og það snjóar á Íslandi og við verðum bara að lifa við það og gera sem best úr þessu. Við sem erum síðan að sinna þessum þjónustuþætti reynum síðan að gera hann eins skilvirkan og góðan og mögulegt er.“
Veður Tengdar fréttir Umferðin gengið afar hægt í morgun Vegfarendur úr efri byggðum Reykjavíkur, Mosfellsbæ og Hafnarfirði hafa verið upp undir 60 mínútur á leiðinni til vinnu. 6. febrúar 2018 10:11 Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. 5. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
Umferðin gengið afar hægt í morgun Vegfarendur úr efri byggðum Reykjavíkur, Mosfellsbæ og Hafnarfirði hafa verið upp undir 60 mínútur á leiðinni til vinnu. 6. febrúar 2018 10:11
Fólk gefi sér nokkrar auka mínútur í morgunumferðinni í fyrramálið Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í dag og mega borgarbúar búast við áframhaldandi éljagangi. 5. febrúar 2018 22:30