Líkist stundum nútíma þrælahaldi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 19:30 Erlendir sjálfboðaliðar óska reglulega eftir hjálp verkalýðsfélaga til að koma sér úr slæmu vinnuumhverfi hér á landi. Að sögn sérfræðings hjá ASÍ er fólkið jafnan fengið til Íslands á fölskum forsendum. ASÍ opnaði á dögunum heimasíðuna volunteering.is þar vakin er athygli á því að sjálfboðaliðastörf í hagnaðarskyni fyrir atvinnurekendur eru óheimil á Íslandi. Venja er hins vegar fyrir sjálfboðaliðastörfum í þágu góðgerðar- menningar eða mannúðarmála. Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir ólaunaðar stöður á Íslandi auglýstar á mörgum síðum. „Við skoðuðum einn svona vef og þar voru 215 tilboð um sjálfboðaliðastörf og í sumum tilfellum var verið að auglýsa eftir fleiri en einum og fleiri en tveimur starfsmönnum," segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Sérfræðingur hjá ASÍ segir þetta sérstaklega algengt í ferðaþjónustu og á bóndabýlum. Hún tekur sem dæmi hestaleigu á Snæfellsnesi sem þurfti ítrekað að á skoða á síðasta ári. „Í þessu tilfelli þá fengum við hjálparbeiðni og fólk þurfti að komast í burtu og það var bara fulltrúi frá stéttarfélaginu sem þurfti að sækja viðkomandi og koma honum í burtu," segir María Lóa Friðjónsdóttir, sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti. Reglulega er óskað eftir aðstoð og er fólkið þá aðstoðað við að komast aftur heim eða í aðra vinnu. Nýlega hafði María Lóa einnig afskipti af lista- og menningarfyrirtæki á Vesturlandi sem hafði lengt vinnutíma sjálfboðaliða verulega. „Hann var búinn að vera vinna þarna allan veturinn 24/7. Sá algjörlega um staðinn, allar bókanir og allt annað. Hann var að fá 100 þúsund krónur á mánuði og þurfti svo að borga fyrir húsnæði," segir María Lóa. Fólkið er oft fengið til landsins á fölskum forsendum um litla vinnu sem veiti viðkomandi kost á því að skoða landið. „Við rákumst á allt of mörg dæmi um þetta. Að hlutirnir voru nánast það sem við köllum nútíma þrælahald," segir hún. Þau telja vöntun á frekari úrræðum til þess að stöðva síbrotamenn. „Það væri hægt að fá að loka viðkomandi ferðaþjónustu eða atvinnustað. Það væri hægt að beita sektarákvæðum. Ég held að þessi tvö ráð séu svona þau öflugustu," segir María Lóa. Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Erlendir sjálfboðaliðar óska reglulega eftir hjálp verkalýðsfélaga til að koma sér úr slæmu vinnuumhverfi hér á landi. Að sögn sérfræðings hjá ASÍ er fólkið jafnan fengið til Íslands á fölskum forsendum. ASÍ opnaði á dögunum heimasíðuna volunteering.is þar vakin er athygli á því að sjálfboðaliðastörf í hagnaðarskyni fyrir atvinnurekendur eru óheimil á Íslandi. Venja er hins vegar fyrir sjálfboðaliðastörfum í þágu góðgerðar- menningar eða mannúðarmála. Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir ólaunaðar stöður á Íslandi auglýstar á mörgum síðum. „Við skoðuðum einn svona vef og þar voru 215 tilboð um sjálfboðaliðastörf og í sumum tilfellum var verið að auglýsa eftir fleiri en einum og fleiri en tveimur starfsmönnum," segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Sérfræðingur hjá ASÍ segir þetta sérstaklega algengt í ferðaþjónustu og á bóndabýlum. Hún tekur sem dæmi hestaleigu á Snæfellsnesi sem þurfti ítrekað að á skoða á síðasta ári. „Í þessu tilfelli þá fengum við hjálparbeiðni og fólk þurfti að komast í burtu og það var bara fulltrúi frá stéttarfélaginu sem þurfti að sækja viðkomandi og koma honum í burtu," segir María Lóa Friðjónsdóttir, sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti. Reglulega er óskað eftir aðstoð og er fólkið þá aðstoðað við að komast aftur heim eða í aðra vinnu. Nýlega hafði María Lóa einnig afskipti af lista- og menningarfyrirtæki á Vesturlandi sem hafði lengt vinnutíma sjálfboðaliða verulega. „Hann var búinn að vera vinna þarna allan veturinn 24/7. Sá algjörlega um staðinn, allar bókanir og allt annað. Hann var að fá 100 þúsund krónur á mánuði og þurfti svo að borga fyrir húsnæði," segir María Lóa. Fólkið er oft fengið til landsins á fölskum forsendum um litla vinnu sem veiti viðkomandi kost á því að skoða landið. „Við rákumst á allt of mörg dæmi um þetta. Að hlutirnir voru nánast það sem við köllum nútíma þrælahald," segir hún. Þau telja vöntun á frekari úrræðum til þess að stöðva síbrotamenn. „Það væri hægt að fá að loka viðkomandi ferðaþjónustu eða atvinnustað. Það væri hægt að beita sektarákvæðum. Ég held að þessi tvö ráð séu svona þau öflugustu," segir María Lóa.
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira