Fótbolti

Skildi tönnina sína eftir í olnboga markvarðarins og spilar ekki á næstunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér má sjá samstuð Diego Godin og Neto.
Hér má sjá samstuð Diego Godin og Neto. Vísir/Getty
Diego Godin, fyrirliði Atletico Madrid, fór blóðugur af velli í sigri á Valencia í spænska fótboltanum í gær og verður ekki með liði sinu á næstunni.

Diego Godin fékk þá slysaolnbogaskot frá Neto, markverði Valencia, og missti við það tönn og stórskemmdi aðrar.

Eins og sjá má mynd úr Marca hér fyrir neðan þá skildi Godin tönnina sína hreinlega eftir í olnboga markvarðarins. Þegar vel er skoðað þá sést tönnin hans standa út úr hendi markvarðarins.





Atletico Madrid sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að Diego Godin þurfi að fara í aðgerð á tönnum og góm til að koma öllu á réttan stað aftur.

Þrjár af tönnum hans í efri góm skemmdust meðal annars og Godin þarf að leggjast á skurðarborðið seinna í þessari viku.



Það er óvist hvenær hann getur snúið aftur inn á fótboltavöllinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×