Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2018 20:25 Uma Thurman Bandaríska leikkonan Uma Thurman segir frá því hvernig kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein áreitti hana kynferðislega í kjölfar velgengni hennar í Quentin Tarantino-myndinni Pulp Fiction. Sú mynd var framleidd af fyrirtækinu Miramax en Harvey Weinstein stofnaði það ásamt bróður sínum Bob árið 1979. Thurman hafði gefið út að hún myndi með tíð og tíma greina frá því ofbeldi sem hún hefur orðið fyrir á ferli sínum og gerir það nú í viðtali við New York Times. „Hann talaði stundum við mig í fleiri klukkutíma um efni og hrósaði mér í bak og fyrir,“ segir Thurman og bætir við að það hafi mögulega gert það að verkum að hún sá ekki hvaða mann Weinstein hafði í raun að geyma. Þegar Weinstein bauð henni síðan upp á hótelherbergi hans í París hafði hún ekki hugmynd um hvað væri í vændum. „Mér fannst mér ekki ógnað,“ segir Thurman og segist hafa litið á Weinstein sem skrýtinn eldri frænda. „Ég fylgdi honum í gegnum dyr sem reyndust leiða að gufuherbergi. Ég stóð þarna í leðurklæðnaði og var svo heitt og sagði við hann: Þetta er fáránlegt, hvað ertu að gera?,“ segir Thurman. Hún segir Weinstein hafa komist í uppnám og rokið út. Uma Thurman ásamt Harvey Weinstein en við hlið þeirra stendur rapparinn Jay Z.Vísir/GEtty Náði að sleppa með naumindum Skömmu síðar voru þau stödd á hótelherbergi í London en Thurman segist hafa náð að sleppa þaðan úr klóm Weinstein með naumindum. „Þetta var svo mikið högg. Hann hélt mér niðri og reyndi að þvinga sér á mig. Hann gerði allskyns óviðeigandi hluti. Hann náði þó ekki sínu fram. Ég var eins og eðla sem skreið í burtu. Ég gerði allt til að koma mér undan,“ segir Thurman. Hún komst undan Weinstein og ákvað eftir þetta atvik að boða til fundar með honum til að ræða málin. Hún ætlaði að hitta á hann hótelbar en þegar þangað var komið mætti henni einn af aðstoðarmönnum Weinstein sem sagði henni að fara upp á hótelherbergi hans. Hún samþykkti það með herkjum en þegar þangað var komið á hún að hafa sagt við Weinstein: „Ef þú gerir einhverri annarri manneskju það sem þú gerðir við mig muntu glata ferli þínum, orðspori og fjölskyldu. Ég lofa því,“ rifjar Thurman upp. Weinstein neitar Talsmaður Weinstein neitar þessum ásökunum í samtali við New York Times og vill meina að Weinstein og Thurman hafi verið góðir vinnufélagar og átt í daðurslegu sambandi. Thurman segir við Weinstein að löngu eftir atvikið á hótelherberginu hafi hún getað setið margmenna fundi með Weinstein. Taldi hún að sökum þess að hún hefði elst þá væri hún ekki lengur eitt af skotmörkum Weinsteins. Hún segir einnig að Weinstein hafi beðið hana afsökunar með hálfum hug mörgum árum síðar þegar hún rifjaði þennan atburð upp. Fékk sinn versta ótta staðfestan við tökur á Kill Bill Thurman ræðir einnig samstarf sitt við leikstjórann Quentin Tarantino og hve mikið það reyndi á hana að leika í Kill Bill-myndunum. Hún nefnir þar sérstaklega tökur á atriði þar sem karakter hennar átti að keyra blæjubíl en Thurman segist hafa neitað að sitja undir stýri bílsins því hún taldi hann ekki öruggan. Uma Thurman ásamt Quentin Tarantino á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2014.Vísir/Getty „Quentin mætti til mín og var ekki hrifinn að því að vera neitað, eins og flestir leikstjórar. Hann var reiður því ég hafði tafið tökur myndarinnar. En ég var hrædd. Hann lofaði því að bíllinn væri öruggur og sagði að ég þyrfti bara að aka honum eftir beinum veg. Hann skipaði mér að ná 64 kílómetra hraða svo hárið myndi blakta í vindinum eins og hann vildi, annars þyrftum við að taka atriðið upp aftur.“ Hún segir veginn sem hún ók eftir hins vegar ekki hafa verið beinan og sandur hafi verið á honum. Hennar versti ótti fékkst síðan staðfestur þegar hún missti stjórn á bílnum og hafnaði á tré á mikilli ferð. Hún slasaðist töluvert og þurfti þó nokkurn tíma til að jafna sig. „Ég fann til mikils sársauka og hélt á tímabili að ég myndi ekki ná að ganga á ný. Áralangar illdeildur Þegar hún var útskrifuð af sjúkrahús fór hún og ræddi við Tarantino sem endaði í miklu rifrildi. Þar sakaði hún leikstjórann um að reyna að drepa sig sem lagðist ekki vel í Tarantino sem var ekki sömu skoðunar. Lögmaður Thurman óskaði eftir því að hún fengi afhent upptökur af slysinu en Miramax neitaði að láta þær af hendi nema að Thurman lofaði því að fara ekki í mál. Thurman neitaði að lofa því og úr varð áralangar illdeilur á milli hennar og Tarantino sem ákvað að afhenda henni myndefnið fyrir nokkrum mánuðum síðan í kjölfar Harvey Weinstein-málsins. Mál Harvey Weinstein Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Bandaríska leikkonan Uma Thurman segir frá því hvernig kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein áreitti hana kynferðislega í kjölfar velgengni hennar í Quentin Tarantino-myndinni Pulp Fiction. Sú mynd var framleidd af fyrirtækinu Miramax en Harvey Weinstein stofnaði það ásamt bróður sínum Bob árið 1979. Thurman hafði gefið út að hún myndi með tíð og tíma greina frá því ofbeldi sem hún hefur orðið fyrir á ferli sínum og gerir það nú í viðtali við New York Times. „Hann talaði stundum við mig í fleiri klukkutíma um efni og hrósaði mér í bak og fyrir,“ segir Thurman og bætir við að það hafi mögulega gert það að verkum að hún sá ekki hvaða mann Weinstein hafði í raun að geyma. Þegar Weinstein bauð henni síðan upp á hótelherbergi hans í París hafði hún ekki hugmynd um hvað væri í vændum. „Mér fannst mér ekki ógnað,“ segir Thurman og segist hafa litið á Weinstein sem skrýtinn eldri frænda. „Ég fylgdi honum í gegnum dyr sem reyndust leiða að gufuherbergi. Ég stóð þarna í leðurklæðnaði og var svo heitt og sagði við hann: Þetta er fáránlegt, hvað ertu að gera?,“ segir Thurman. Hún segir Weinstein hafa komist í uppnám og rokið út. Uma Thurman ásamt Harvey Weinstein en við hlið þeirra stendur rapparinn Jay Z.Vísir/GEtty Náði að sleppa með naumindum Skömmu síðar voru þau stödd á hótelherbergi í London en Thurman segist hafa náð að sleppa þaðan úr klóm Weinstein með naumindum. „Þetta var svo mikið högg. Hann hélt mér niðri og reyndi að þvinga sér á mig. Hann gerði allskyns óviðeigandi hluti. Hann náði þó ekki sínu fram. Ég var eins og eðla sem skreið í burtu. Ég gerði allt til að koma mér undan,“ segir Thurman. Hún komst undan Weinstein og ákvað eftir þetta atvik að boða til fundar með honum til að ræða málin. Hún ætlaði að hitta á hann hótelbar en þegar þangað var komið mætti henni einn af aðstoðarmönnum Weinstein sem sagði henni að fara upp á hótelherbergi hans. Hún samþykkti það með herkjum en þegar þangað var komið á hún að hafa sagt við Weinstein: „Ef þú gerir einhverri annarri manneskju það sem þú gerðir við mig muntu glata ferli þínum, orðspori og fjölskyldu. Ég lofa því,“ rifjar Thurman upp. Weinstein neitar Talsmaður Weinstein neitar þessum ásökunum í samtali við New York Times og vill meina að Weinstein og Thurman hafi verið góðir vinnufélagar og átt í daðurslegu sambandi. Thurman segir við Weinstein að löngu eftir atvikið á hótelherberginu hafi hún getað setið margmenna fundi með Weinstein. Taldi hún að sökum þess að hún hefði elst þá væri hún ekki lengur eitt af skotmörkum Weinsteins. Hún segir einnig að Weinstein hafi beðið hana afsökunar með hálfum hug mörgum árum síðar þegar hún rifjaði þennan atburð upp. Fékk sinn versta ótta staðfestan við tökur á Kill Bill Thurman ræðir einnig samstarf sitt við leikstjórann Quentin Tarantino og hve mikið það reyndi á hana að leika í Kill Bill-myndunum. Hún nefnir þar sérstaklega tökur á atriði þar sem karakter hennar átti að keyra blæjubíl en Thurman segist hafa neitað að sitja undir stýri bílsins því hún taldi hann ekki öruggan. Uma Thurman ásamt Quentin Tarantino á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2014.Vísir/Getty „Quentin mætti til mín og var ekki hrifinn að því að vera neitað, eins og flestir leikstjórar. Hann var reiður því ég hafði tafið tökur myndarinnar. En ég var hrædd. Hann lofaði því að bíllinn væri öruggur og sagði að ég þyrfti bara að aka honum eftir beinum veg. Hann skipaði mér að ná 64 kílómetra hraða svo hárið myndi blakta í vindinum eins og hann vildi, annars þyrftum við að taka atriðið upp aftur.“ Hún segir veginn sem hún ók eftir hins vegar ekki hafa verið beinan og sandur hafi verið á honum. Hennar versti ótti fékkst síðan staðfestur þegar hún missti stjórn á bílnum og hafnaði á tré á mikilli ferð. Hún slasaðist töluvert og þurfti þó nokkurn tíma til að jafna sig. „Ég fann til mikils sársauka og hélt á tímabili að ég myndi ekki ná að ganga á ný. Áralangar illdeildur Þegar hún var útskrifuð af sjúkrahús fór hún og ræddi við Tarantino sem endaði í miklu rifrildi. Þar sakaði hún leikstjórann um að reyna að drepa sig sem lagðist ekki vel í Tarantino sem var ekki sömu skoðunar. Lögmaður Thurman óskaði eftir því að hún fengi afhent upptökur af slysinu en Miramax neitaði að láta þær af hendi nema að Thurman lofaði því að fara ekki í mál. Thurman neitaði að lofa því og úr varð áralangar illdeilur á milli hennar og Tarantino sem ákvað að afhenda henni myndefnið fyrir nokkrum mánuðum síðan í kjölfar Harvey Weinstein-málsins.
Mál Harvey Weinstein Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30