Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Þórdís Valsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 15:15 Silja Dögg Gunnarsdóttir lagði frumvarpið fram í vikunni. Frumvarpið hefur nú þegar vakið athygli úti í heimi. Vísir/pjetur „Forhúðin hefur tilgang rétt eins og skapabarmar hjá konum. Hún ver kynfærin fyrir sýkingum og heldur ákveðnu rakajafnvægi á þessum mikilvægu kynfærum sem á ekki að eiga neitt við,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Silja Dögg, ásamt átta öðrum þingmönnum, lagði fram frumvarp á Alþingi þess efnis að umskurður barna almennt yrði bannaður. „Sett voru lög á Íslandi árið 2005 sem banna umskurð á konum og stúlkubörnum og það var gert í kjölfar þess að SÞ tóku þetta fyrir og fleiri alþjóðlegar stofnanir eins og Alþjóða heilbrigðisstofnunin, Rauði Krossinn, Amnesty og fleiri að banna limlestingar á kynfærum kvenna. Mér er bent á það síðan að umskurður sé þá leyfður á drengjum á Íslandi, það kom kom mér á óvart því ég hafði bara ekki hugsað út í það og fer að velta fyrir mér hvort það sé ástæða til, og þá hvernig hægt er að breyta þessu,“ Segir Silja Dögg en í frumvarpinu leggur hún til að núgildandi lagagrein sem bannar umskurð á stúlkum og konum nái líka yfir drengi. Umboðsmenn barna á öllum norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 viljayfirlýsingu þess efnis að banna ætti umskurð barna. „Barnaheill hafa beitt sér í málinu og fært rök gegn þeim rökum sem nú eru til staðar með umskurði á drengjum eins og hreinlætis og vörn við kynsjúkdómum, þvagfærasýkingum og fleiru sem virðast ekki standast skoðun,“ segir Silja Dögg.Áætlað er að um einn þriðji karlmanna heimsins séu umskornir. Umskurður er algengur í gyðingatrú og múslimatrú.Vísir/GettyVilja að gyðingar úti í heimi beiti íslensk stjórnvöld þrýstingi til að stöðva frumvarpið Frumvarpið sem búið er að leggja fram en er ekki komið í umræðu á Alþingi er nú þegar búið að kalla á viðbrögð úti í heimi. Trúarleiðtogar gyðinga í Evrópu eru ósáttir við frumvarp Silju segja að miklar líkur séu á því að frumvarpið verði samþykkt, eins og staðan er núna. Frá þessu er greint í frétt Ynetnews.com. Trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku, bræðurnir Yair og Yoav Melchior, hafa verið í forsvari þeirra sem gagnrýna frumvarpið en hliðstætt frumvarp er til skoðunar í Danmörku. Ynet News vitnar í skrif þeirra þar sem fram kemur að gyðingar séu tiltölulega fáir á Íslandi og fyrir vikið sé eina leiðin að beita alþjóðlegum þrýstingi til að stöðva frumvarpið sem lagt hafi verið fram á Alþingi á Íslandi. Silja segir að hér sé fyrst og fremst um barnaverndarmál að ræða. „Ég ber virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum og mér þykir vænt um fólk alveg sama hvar það býr eða hverju það kýs að trúa en þetta er barnaverndarmál. Þetta er ofbeldi gegn börnum, þau fara í sjokk börnin, þau gráta og mér finnst þetta bara ekki boðlegt.“ Hún segir að hún vilji taka trúarhreyfingar algjörlega út fyrir svigann í þessu máli og að löggjafinn eigi að hlusta á það sem læknar segja um málið. „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis. Hún er óafturkræf og veldur hættu gagnvart sýkingum og fleiru,“ segir Silja Dögg. Melchior bræðurnir segja að Ísland muni setja „hættulegt fordæmi“ ef frumvarpið verði samþykkt því ekkert land í heimi bannar umskurð drengja og að íslensku lögin gætu haft áhrif á löggjöf annarra landa. „Mér finnst ekki rétt að gera þetta við börn sem hafa ekki getu og þroska til þess að ákveða þetta sjálf og þetta stangast líka gegn Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna,“ segir Silja Dögg.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan. Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Víglínan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
„Forhúðin hefur tilgang rétt eins og skapabarmar hjá konum. Hún ver kynfærin fyrir sýkingum og heldur ákveðnu rakajafnvægi á þessum mikilvægu kynfærum sem á ekki að eiga neitt við,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Silja Dögg, ásamt átta öðrum þingmönnum, lagði fram frumvarp á Alþingi þess efnis að umskurður barna almennt yrði bannaður. „Sett voru lög á Íslandi árið 2005 sem banna umskurð á konum og stúlkubörnum og það var gert í kjölfar þess að SÞ tóku þetta fyrir og fleiri alþjóðlegar stofnanir eins og Alþjóða heilbrigðisstofnunin, Rauði Krossinn, Amnesty og fleiri að banna limlestingar á kynfærum kvenna. Mér er bent á það síðan að umskurður sé þá leyfður á drengjum á Íslandi, það kom kom mér á óvart því ég hafði bara ekki hugsað út í það og fer að velta fyrir mér hvort það sé ástæða til, og þá hvernig hægt er að breyta þessu,“ Segir Silja Dögg en í frumvarpinu leggur hún til að núgildandi lagagrein sem bannar umskurð á stúlkum og konum nái líka yfir drengi. Umboðsmenn barna á öllum norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 viljayfirlýsingu þess efnis að banna ætti umskurð barna. „Barnaheill hafa beitt sér í málinu og fært rök gegn þeim rökum sem nú eru til staðar með umskurði á drengjum eins og hreinlætis og vörn við kynsjúkdómum, þvagfærasýkingum og fleiru sem virðast ekki standast skoðun,“ segir Silja Dögg.Áætlað er að um einn þriðji karlmanna heimsins séu umskornir. Umskurður er algengur í gyðingatrú og múslimatrú.Vísir/GettyVilja að gyðingar úti í heimi beiti íslensk stjórnvöld þrýstingi til að stöðva frumvarpið Frumvarpið sem búið er að leggja fram en er ekki komið í umræðu á Alþingi er nú þegar búið að kalla á viðbrögð úti í heimi. Trúarleiðtogar gyðinga í Evrópu eru ósáttir við frumvarp Silju segja að miklar líkur séu á því að frumvarpið verði samþykkt, eins og staðan er núna. Frá þessu er greint í frétt Ynetnews.com. Trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku, bræðurnir Yair og Yoav Melchior, hafa verið í forsvari þeirra sem gagnrýna frumvarpið en hliðstætt frumvarp er til skoðunar í Danmörku. Ynet News vitnar í skrif þeirra þar sem fram kemur að gyðingar séu tiltölulega fáir á Íslandi og fyrir vikið sé eina leiðin að beita alþjóðlegum þrýstingi til að stöðva frumvarpið sem lagt hafi verið fram á Alþingi á Íslandi. Silja segir að hér sé fyrst og fremst um barnaverndarmál að ræða. „Ég ber virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum og mér þykir vænt um fólk alveg sama hvar það býr eða hverju það kýs að trúa en þetta er barnaverndarmál. Þetta er ofbeldi gegn börnum, þau fara í sjokk börnin, þau gráta og mér finnst þetta bara ekki boðlegt.“ Hún segir að hún vilji taka trúarhreyfingar algjörlega út fyrir svigann í þessu máli og að löggjafinn eigi að hlusta á það sem læknar segja um málið. „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis. Hún er óafturkræf og veldur hættu gagnvart sýkingum og fleiru,“ segir Silja Dögg. Melchior bræðurnir segja að Ísland muni setja „hættulegt fordæmi“ ef frumvarpið verði samþykkt því ekkert land í heimi bannar umskurð drengja og að íslensku lögin gætu haft áhrif á löggjöf annarra landa. „Mér finnst ekki rétt að gera þetta við börn sem hafa ekki getu og þroska til þess að ákveða þetta sjálf og þetta stangast líka gegn Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna,“ segir Silja Dögg.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan.
Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Víglínan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira