Húsið við Veghúsastíg 1 fær að fjúka Þórdís Valsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 11:00 Eigendur hússins hafa beðið í tvö ár eftir niðurstöðu í máli sínu. Þeir héldu því fram að húsið væri slysagildra og að það væri óíbúðarhæft. Nú hefur úrskurðarnefndin tekið ákvörððun þeim í vil. Vísir/Anton Brink Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála ógilti í gær ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 20. desember 2016 um að synja tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits vegna lóðar nr. 19 við Klapparstíg og Veghúsastíg nr. 1. Úrskurðarnefndin segir Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, ekki hafa gætt óhlutdrægni við meðferð málsins. Eigendur hússins við Veghúsastíg 1 höfðu ítrekað farið fram á að húsið yrði rifið og sögðu það skapa slysahættu. Þá var því haldið fram að húsið væri ónýtt eftir vatnsleka. Eigendurnir fóru fram á það við borgaryfirvöld fyrir tveimur árum að deiliskipulagi á reitnum yrði breytt og að þar yrðu reist lágreistar byggingar. Í tillögunni kom fram að húsið við Veghúsastíg 1 yrði rifið, en húsið var metið óíbúðarhæft í byrjun árs 2012. Reykjavíkurborg hafði hafnað þeirri tillögu.Hjálmar sagði í viðtalið við Vísi árið 2014 að húsið við Veghúsastíg 1 væri friðað vegna aldurs en Minjastofnun Íslands hafði affriðað húsið árið 2014 vegna bágs ástands og gerði ekki athugasemdir við að húsið yrði rifið.Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur hafði sterkar skoðanir á húsinu við Veghúsastíg 1. Úrskurðarnefndin taldi hann ekki gæta óhlutdrægni við meðferð málsins.Vísir/StefánAthugasemdir byggðar á röngum staðreyndum Á kynningartíma deiliskipulagstillögunnar barst borgarstjórn sex athugasemdir en fjórar af þeim vísuðu í viðtalið við Hjálmar og í athugasemdunum er vísað til þess að húsið væri friðað. Að mati nefndarinnar voru þessar fjórar athugasemdir því ekki gefnar á réttum forsendum. Í viðtalinu viðrar Hjálmar einnig þá skoðun sína að gera ætti húsið upp. Þá var Hjálmar einnig harðorður í garð eigenda hússins. „Það kemur hins vegar ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna innan frá árum saman og krefjist svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysahættu,” segir Hjálmar í viðtalinu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að verulegur vafi leiki á því að fyrir borgarstjórn hafi legið fullnægjandi gögn við afgreiðslu málsins og að borgarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni sem skyldi. Þá var rökstuðningur borgarstjórnar fyrir því að synja tillögunni einnig ófullnægjandi. Nefndin vekur athygli á því að Hjálmar tók þátt í meðferð málsins hjá umhverfis- og skipulagsráði, sem og í borgarstjórn. „Orkar það tvímælis í ljósi ummæla þeirra sem hann hafði látið falla í fjölmiðlum um þetta tiltekna hús og meint atferli lóðarhafa, enda voru ummælin til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni formannsins,“ segir í niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar. Skipulag Tengdar fréttir Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála ógilti í gær ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur frá 20. desember 2016 um að synja tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits vegna lóðar nr. 19 við Klapparstíg og Veghúsastíg nr. 1. Úrskurðarnefndin segir Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, ekki hafa gætt óhlutdrægni við meðferð málsins. Eigendur hússins við Veghúsastíg 1 höfðu ítrekað farið fram á að húsið yrði rifið og sögðu það skapa slysahættu. Þá var því haldið fram að húsið væri ónýtt eftir vatnsleka. Eigendurnir fóru fram á það við borgaryfirvöld fyrir tveimur árum að deiliskipulagi á reitnum yrði breytt og að þar yrðu reist lágreistar byggingar. Í tillögunni kom fram að húsið við Veghúsastíg 1 yrði rifið, en húsið var metið óíbúðarhæft í byrjun árs 2012. Reykjavíkurborg hafði hafnað þeirri tillögu.Hjálmar sagði í viðtalið við Vísi árið 2014 að húsið við Veghúsastíg 1 væri friðað vegna aldurs en Minjastofnun Íslands hafði affriðað húsið árið 2014 vegna bágs ástands og gerði ekki athugasemdir við að húsið yrði rifið.Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur hafði sterkar skoðanir á húsinu við Veghúsastíg 1. Úrskurðarnefndin taldi hann ekki gæta óhlutdrægni við meðferð málsins.Vísir/StefánAthugasemdir byggðar á röngum staðreyndum Á kynningartíma deiliskipulagstillögunnar barst borgarstjórn sex athugasemdir en fjórar af þeim vísuðu í viðtalið við Hjálmar og í athugasemdunum er vísað til þess að húsið væri friðað. Að mati nefndarinnar voru þessar fjórar athugasemdir því ekki gefnar á réttum forsendum. Í viðtalinu viðrar Hjálmar einnig þá skoðun sína að gera ætti húsið upp. Þá var Hjálmar einnig harðorður í garð eigenda hússins. „Það kemur hins vegar ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna innan frá árum saman og krefjist svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysahættu,” segir Hjálmar í viðtalinu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að verulegur vafi leiki á því að fyrir borgarstjórn hafi legið fullnægjandi gögn við afgreiðslu málsins og að borgarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni sem skyldi. Þá var rökstuðningur borgarstjórnar fyrir því að synja tillögunni einnig ófullnægjandi. Nefndin vekur athygli á því að Hjálmar tók þátt í meðferð málsins hjá umhverfis- og skipulagsráði, sem og í borgarstjórn. „Orkar það tvímælis í ljósi ummæla þeirra sem hann hafði látið falla í fjölmiðlum um þetta tiltekna hús og meint atferli lóðarhafa, enda voru ummælin til þess fallin að draga í efa óhlutdrægni formannsins,“ segir í niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar.
Skipulag Tengdar fréttir Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00