Matthías skapaði sterkar persónur sem hafa lifað af Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 11:15 Karl Ágúst í gervi sögumannsins, hann grípur bein og spilar hina ólíkustu tóna á þau. Vísir/Vilhelm „Bein voru auðvitað óspart nöguð áður fyrr og Skugga-Sveinn var sakaður um stórfelldan sauðaþjófnað. Kalli hefur líka mikið verið að sjóða bein heima undanfarið og hér er spilað á bein og leikið með bein,“ segir Ágústa Skúladóttir brosandi þegar hún sýnir Fréttablaðsfólki leikmynd söngleiksins Í skugga Sveins sem verður frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði á morgun, sunnudag, klukkan 13. Ágústa er leikstjóri hins nýja söngleiks sem Karl Ágúst er höfundur að en byggir á leikritinu Skugga-Sveini eftir Matthías Jochumsson sem frumsýnt var 1862. Kalli er baksviðs að setja upp sögumannshárkollu fyrir myndatökuna og Ágústa hefur orðið áfram: „Það er tríó sem fer með öll hlutverkin. Tónlistarmaðurinn Eyvindur Karlsson sem samdi lögin og spilar á hátt í tuttugu hljóðfæri, leikur einnig Skugga-Svein, hann á bækistöð í hellinum hér baka til. Svo bregða þau Kristjana Skúladóttir og Kalli sér í fjölmörg hlutverk og syngja ein fimmtán lög sem Eyvindur hefur samið við nýju textana hans Kalla. Leikararnir eru inni á sviðinu allan tímann en bregða sér út á kant og skipta þar um gervi fyrir framan áhorfendur,“ segir Ágústa og kynnir þrjár persónur söngleiksins með hárkollum þeirra. „Hér höfum við Lárentínus sýslumann, mikið montprik. Hér kemur Grasa-Gudda og líka Ketill skrækur sem er með Slash-grímu. Það er Vala Halldórsdóttir sem býr til þessi gervi, Guðrún Öyahals sér um leikmyndina og Skúli Rúnar Hilmarsson lýsinguna. Allt mikið hæfileikafólk og leikararnir verða í stöðugri aksjón meðan á sýningu stendur.“ Nú er Karl kominn og lýsir efni söngleiksins og tildrögum þess að hann er á leið á svið. „Þetta verk fjallar um utangarðsmanninn sem hefur verið hrakinn úr mannlegu samfélagi og gagnkvæma andúð hans á því. Mér finnst þessi saga sem Matthías skapaði ekki mega gleymast, hún er partur af menningararfinum okkar.“ Karl segir þjóðtrúna blandast inn í verkið eins og á dögum Matthíasar, trú fólks á yfirnáttúrulegar vættir og útilegumenn. „Almenningur trúði því að það væru stór samfélög útilegumanna uppi á hálendinu, lifandi á illa fengnu sauðakjöti. Sýningin okkar litast af því að það sé eitt og annað á sveimi í kringum okkur. Samt er hún fyrst og fremst góð skemmtun, spennandi saga og skemmtilegar persónur. Eitt af því sem Matthías gaf okkur með sínu verki var sterkar persónur sem hafa lifað af þannig að jafnvel fólk sem aldrei hefur séð Skugga-Svein leikinn veit hver Grasa-Gudda er, Ketill skrækur og auðvitað Skugga-Sveinn sjálfur. Það er merki þess að leikritið sé vel heppnað hjá Matthíasi. Hann var skólapiltur á þeim tíma sem hann skrifaði það og var ábyggilega undir áhrifum frá evrópskum verkum sem hann hafði séð eða lesið. Við höfum leyft þeim áhrifum að lifa í okkar verki.“ Þótt texti söngleiksins sé frumsaminn kveðst Karl leyfa einu og einu tilsvari úr gamla leikritinu að detta inn til að minna á hvaðan efnið kemur og skemmta þeim sem hugsanlega kannast við það. „Upphafslagið okkar í sýningunni heitir Margt býr í þokunni. Það er lína sem er tekin úr einum af söngtextum Matthíasar úr Skugga-Sveini.“ Í skugga Sveins verður á fjölum Gaflaraleikhússins klukkan 13 á sunnudögum. „Við vonumst til að sjá sem flestar fjölskyldur hér í leikhúsinu,“ segir Kalli „og miðum við að fólk frá sjö ára aldri og upp úr geti notið verksins.“ Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Bein voru auðvitað óspart nöguð áður fyrr og Skugga-Sveinn var sakaður um stórfelldan sauðaþjófnað. Kalli hefur líka mikið verið að sjóða bein heima undanfarið og hér er spilað á bein og leikið með bein,“ segir Ágústa Skúladóttir brosandi þegar hún sýnir Fréttablaðsfólki leikmynd söngleiksins Í skugga Sveins sem verður frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði á morgun, sunnudag, klukkan 13. Ágústa er leikstjóri hins nýja söngleiks sem Karl Ágúst er höfundur að en byggir á leikritinu Skugga-Sveini eftir Matthías Jochumsson sem frumsýnt var 1862. Kalli er baksviðs að setja upp sögumannshárkollu fyrir myndatökuna og Ágústa hefur orðið áfram: „Það er tríó sem fer með öll hlutverkin. Tónlistarmaðurinn Eyvindur Karlsson sem samdi lögin og spilar á hátt í tuttugu hljóðfæri, leikur einnig Skugga-Svein, hann á bækistöð í hellinum hér baka til. Svo bregða þau Kristjana Skúladóttir og Kalli sér í fjölmörg hlutverk og syngja ein fimmtán lög sem Eyvindur hefur samið við nýju textana hans Kalla. Leikararnir eru inni á sviðinu allan tímann en bregða sér út á kant og skipta þar um gervi fyrir framan áhorfendur,“ segir Ágústa og kynnir þrjár persónur söngleiksins með hárkollum þeirra. „Hér höfum við Lárentínus sýslumann, mikið montprik. Hér kemur Grasa-Gudda og líka Ketill skrækur sem er með Slash-grímu. Það er Vala Halldórsdóttir sem býr til þessi gervi, Guðrún Öyahals sér um leikmyndina og Skúli Rúnar Hilmarsson lýsinguna. Allt mikið hæfileikafólk og leikararnir verða í stöðugri aksjón meðan á sýningu stendur.“ Nú er Karl kominn og lýsir efni söngleiksins og tildrögum þess að hann er á leið á svið. „Þetta verk fjallar um utangarðsmanninn sem hefur verið hrakinn úr mannlegu samfélagi og gagnkvæma andúð hans á því. Mér finnst þessi saga sem Matthías skapaði ekki mega gleymast, hún er partur af menningararfinum okkar.“ Karl segir þjóðtrúna blandast inn í verkið eins og á dögum Matthíasar, trú fólks á yfirnáttúrulegar vættir og útilegumenn. „Almenningur trúði því að það væru stór samfélög útilegumanna uppi á hálendinu, lifandi á illa fengnu sauðakjöti. Sýningin okkar litast af því að það sé eitt og annað á sveimi í kringum okkur. Samt er hún fyrst og fremst góð skemmtun, spennandi saga og skemmtilegar persónur. Eitt af því sem Matthías gaf okkur með sínu verki var sterkar persónur sem hafa lifað af þannig að jafnvel fólk sem aldrei hefur séð Skugga-Svein leikinn veit hver Grasa-Gudda er, Ketill skrækur og auðvitað Skugga-Sveinn sjálfur. Það er merki þess að leikritið sé vel heppnað hjá Matthíasi. Hann var skólapiltur á þeim tíma sem hann skrifaði það og var ábyggilega undir áhrifum frá evrópskum verkum sem hann hafði séð eða lesið. Við höfum leyft þeim áhrifum að lifa í okkar verki.“ Þótt texti söngleiksins sé frumsaminn kveðst Karl leyfa einu og einu tilsvari úr gamla leikritinu að detta inn til að minna á hvaðan efnið kemur og skemmta þeim sem hugsanlega kannast við það. „Upphafslagið okkar í sýningunni heitir Margt býr í þokunni. Það er lína sem er tekin úr einum af söngtextum Matthíasar úr Skugga-Sveini.“ Í skugga Sveins verður á fjölum Gaflaraleikhússins klukkan 13 á sunnudögum. „Við vonumst til að sjá sem flestar fjölskyldur hér í leikhúsinu,“ segir Kalli „og miðum við að fólk frá sjö ára aldri og upp úr geti notið verksins.“
Menning Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira