Trump heimilar birtingu minnisblaðsins umdeilda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2018 17:26 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. Hefur minnisblaðið verið sent til þingsins sem hefur birt það opinberlega. Devin Nunes, formaður njósnamálanefndar bandaríkjaþings, lét taka það saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa.Lesa má minnisblaðið umdeilda hér.Í minnisblaðinu er því meðal annars haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum á vafasömum grundvelli. Er því haldið fram að FBI og ráðuneytið hafi ekki greint dómara frá því að krafa þeirra um heimild til að njósna um tiltekinn starfsmann framboðs Trump hafi að hluta til verið byggð á gögnum úr afar umdeildri skýrslu sem skrifuð var af breskum fyrrverandi leyniþjónustumanni.Sjá einnig: Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsBirting minnisblaðsins er afar umdeild en dómsmálaráðuneytið, FBI og demókratar lögðust harðlega gegn því að það yrði birt. Sagði FBI meðal annars að efnislegar staðreyndir sem hefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðinga í minnisblaðinu hafi þar verið skildar eftir út undan. Gaf Trump til kynna á Twitter í dag að minnisblaðið sýndi fram á að æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI hafi spillt hinu „heilaga rannsóknarferli“ með því að hygla demókrötum á kostnað repúblikana. Óvíst er hvaða áhrif birting minnisblaðsins mun hafa en Washington Post greinir einnig frá því að að embættismenn innan löggæslustofnanna í Bandaríkjunum óttist að Trump muni nota minnisblaðið sem ástæðu til þess að reka Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna og æðsta yfirmann Robert Mueller, sérstaks rannsakanda í Rússarannsókninni. Talið er líklegt að Trump vonist til þess að með birtingu minnisblaðsins muni fjara undan rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tengslum framboðs Trump við Rússa, sem verið hefur honum þyrnir í augum að undanförnu.The top Leadership and Investigators of the FBI and the Justice Department have politicized the sacred investigative process in favor of Democrats and against Republicans - something which would have been unthinkable just a short time ago. Rank & File are great people!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Taka saman „minnisblaðið“ og árásir Trump-liða á löggæslustofnanir „Þetta er það sem gerist þegar eina reglan heima hjá þér er: Ef þér líkar ekki við einkaþjóninn, þá rekum við einkaþjóninn.“ 2. febrúar 2018 16:51 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heimilað birtingu á umdeildu minnisblaði Repúblikana sem gagnrýnir alríkislögregluna FBI og dómsmálaráðuneytið harðlega. Hefur minnisblaðið verið sent til þingsins sem hefur birt það opinberlega. Devin Nunes, formaður njósnamálanefndar bandaríkjaþings, lét taka það saman úr gögnum sem hann krafðist frá FBI og dómsmálaráðuneytinu og varða rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa.Lesa má minnisblaðið umdeilda hér.Í minnisblaðinu er því meðal annars haldið fram að James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Andrew McCabe, þáverandi næstráðandi Comey og Rod Rosenstein, núverandi aðstoðardómsmálaráðherra og æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi heimilað beiðni um að óska eftir hlerunum á vafasömum grundvelli. Er því haldið fram að FBI og ráðuneytið hafi ekki greint dómara frá því að krafa þeirra um heimild til að njósna um tiltekinn starfsmann framboðs Trump hafi að hluta til verið byggð á gögnum úr afar umdeildri skýrslu sem skrifuð var af breskum fyrrverandi leyniþjónustumanni.Sjá einnig: Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsBirting minnisblaðsins er afar umdeild en dómsmálaráðuneytið, FBI og demókratar lögðust harðlega gegn því að það yrði birt. Sagði FBI meðal annars að efnislegar staðreyndir sem hefðu mikil áhrif á sannleiksgildi fullyrðinga í minnisblaðinu hafi þar verið skildar eftir út undan. Gaf Trump til kynna á Twitter í dag að minnisblaðið sýndi fram á að æðstu embættismenn dómsmálaráðuneytisins og FBI hafi spillt hinu „heilaga rannsóknarferli“ með því að hygla demókrötum á kostnað repúblikana. Óvíst er hvaða áhrif birting minnisblaðsins mun hafa en Washington Post greinir einnig frá því að að embættismenn innan löggæslustofnanna í Bandaríkjunum óttist að Trump muni nota minnisblaðið sem ástæðu til þess að reka Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna og æðsta yfirmann Robert Mueller, sérstaks rannsakanda í Rússarannsókninni. Talið er líklegt að Trump vonist til þess að með birtingu minnisblaðsins muni fjara undan rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tengslum framboðs Trump við Rússa, sem verið hefur honum þyrnir í augum að undanförnu.The top Leadership and Investigators of the FBI and the Justice Department have politicized the sacred investigative process in favor of Democrats and against Republicans - something which would have been unthinkable just a short time ago. Rank & File are great people!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Taka saman „minnisblaðið“ og árásir Trump-liða á löggæslustofnanir „Þetta er það sem gerist þegar eina reglan heima hjá þér er: Ef þér líkar ekki við einkaþjóninn, þá rekum við einkaþjóninn.“ 2. febrúar 2018 16:51 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Taka saman „minnisblaðið“ og árásir Trump-liða á löggæslustofnanir „Þetta er það sem gerist þegar eina reglan heima hjá þér er: Ef þér líkar ekki við einkaþjóninn, þá rekum við einkaþjóninn.“ 2. febrúar 2018 16:51
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Trump telur umdeilt minnisblað geta grafið undan Rússarannsókninni Markmið repúblikana með því að birta minnisblaðið virðist vera að gefa Trump forseta skotfæri á manninn sem hefur örlög rannsóknar Roberts Mueller í höndum sér. 1. febrúar 2018 17:00