Frítt í Safnanæturvagna Strætó í kvöld Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2018 15:30 Í samstarfi við Listasafn Íslands og í tilefni af Safnanótt, þá mun túlkun Ásgríms Jónssonar á sögunni Búkollu vera prentuð á strætisvagni Strætó. Vísir Hin árlega Safnanótt er haldin í dag, föstudaginn 2. Febrúar en hún er hluti af Vetrarhátið sem er haldin í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Eins og síðustu ár, þá mun Strætó aka fjórum sérstökum Safnanæturleiðum sem ganga á milli safna og menningarmiðstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Frítt verður í alla Safnanæturvagnana og munu þeir ganga milli klukkan 18:30-23:00. Strætóarnir verða merktir leiðum A, B og C og munu þeir aka á 20 mínúta fresti frá Kjarvalsstöðum. (Leið D fer aðeins eina ferð frá Kjarvalsstöðum og á Gljúfrastein klukkan 19:50.)Hér má finna akstursleiðir vagnanna.Tímatöflur má sjá í PDF-skjali sem hangir neðst við fréttina. „Það var frábær stemning í fyrra og við búumst við góðum anda þetta árið,“ segir í tilkynningu frá Strætó. „Þetta árið verða til dæmis ýmsar uppákomur á leið A yfir kvöldið, þar á meðal: Hljómsveitin Eva; Jón Svavar, léttur óperusöngvari; Kósí djassfílingur með Ásgeiri Ásgeirssyni og Hauki Gröndal og Kvennagrínhljómsveitin Bergmál.Merktur vagn í samstarfi við Listasafn Íslands Á Safnanótt mun Listasafn Íslands einnig opna sérstaka sýningu sem ber heitið: Korriró og Dillidó - þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Ásgrímur Jónsson var fyrstur íslenskra málara til þess að gera myndlist að sínu aðalstarfi. Hann er einnig þekktur fyrir að hafa verið sá fyrsti til að teikna þekktar íslenskar þjóðsögur og verða þau verk til sýnis á þessari sýningu. Í samstarfi við Listasafn Íslands og í tilefni af Safnanótt, þá mun túlkun Ásgríms Jónssonar á sögunni Búkollu vera prentuð á strætisvagni Strætó. Ásgrímur Jónsson var fyrstur íslenskra málara til þess að gera myndlist að sínu aðalstarfi.Vísir Dagskrá Safnakvöldsins Safnahúsið Hverfisgötu: 19.00 – Ljóslistaverk á Safnahúsið 19.00 – 19.50 - Nemendur í klassíska listdansskólanum dansa fyrir gesti um sýningarrými Safnahússins. 20.00 – 21.00 - Sérfræðingar frá öllum stofnunum sem eiga verk í Safnahúsinu spjalla við gesti. 21.00 – 21.30 - Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson koma fram Þjóðminjasafn, Suðurgötu 19.00 – 20.00 - Leiðsögn á íslensku um grunnsýninguna Þjóð verður til 18.00 - 19.30 - Siglt eftir stjörnunum – Stjörnu-Sævar kennir börnum að búa til sextant til að mæla breiddargráðu Íslands. 20.00 – 20.45 - Upplestur rithöfunda Lóa Hjálmtýsdóttir rithöfundur og myndlistarkona stýrir upplestri. Rithöfundarnir Sjón, Eva Rún Snorradóttir, Halla Birgisdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir lesa upp úr eigin verkum. Kristín Eiríksdóttir hlaut nýlega íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sín Elín, ýmislegt.Nánari upplýsingar má finna hér. Menning Vetrarhátíð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hin árlega Safnanótt er haldin í dag, föstudaginn 2. Febrúar en hún er hluti af Vetrarhátið sem er haldin í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Eins og síðustu ár, þá mun Strætó aka fjórum sérstökum Safnanæturleiðum sem ganga á milli safna og menningarmiðstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Frítt verður í alla Safnanæturvagnana og munu þeir ganga milli klukkan 18:30-23:00. Strætóarnir verða merktir leiðum A, B og C og munu þeir aka á 20 mínúta fresti frá Kjarvalsstöðum. (Leið D fer aðeins eina ferð frá Kjarvalsstöðum og á Gljúfrastein klukkan 19:50.)Hér má finna akstursleiðir vagnanna.Tímatöflur má sjá í PDF-skjali sem hangir neðst við fréttina. „Það var frábær stemning í fyrra og við búumst við góðum anda þetta árið,“ segir í tilkynningu frá Strætó. „Þetta árið verða til dæmis ýmsar uppákomur á leið A yfir kvöldið, þar á meðal: Hljómsveitin Eva; Jón Svavar, léttur óperusöngvari; Kósí djassfílingur með Ásgeiri Ásgeirssyni og Hauki Gröndal og Kvennagrínhljómsveitin Bergmál.Merktur vagn í samstarfi við Listasafn Íslands Á Safnanótt mun Listasafn Íslands einnig opna sérstaka sýningu sem ber heitið: Korriró og Dillidó - þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Ásgrímur Jónsson var fyrstur íslenskra málara til þess að gera myndlist að sínu aðalstarfi. Hann er einnig þekktur fyrir að hafa verið sá fyrsti til að teikna þekktar íslenskar þjóðsögur og verða þau verk til sýnis á þessari sýningu. Í samstarfi við Listasafn Íslands og í tilefni af Safnanótt, þá mun túlkun Ásgríms Jónssonar á sögunni Búkollu vera prentuð á strætisvagni Strætó. Ásgrímur Jónsson var fyrstur íslenskra málara til þess að gera myndlist að sínu aðalstarfi.Vísir Dagskrá Safnakvöldsins Safnahúsið Hverfisgötu: 19.00 – Ljóslistaverk á Safnahúsið 19.00 – 19.50 - Nemendur í klassíska listdansskólanum dansa fyrir gesti um sýningarrými Safnahússins. 20.00 – 21.00 - Sérfræðingar frá öllum stofnunum sem eiga verk í Safnahúsinu spjalla við gesti. 21.00 – 21.30 - Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson koma fram Þjóðminjasafn, Suðurgötu 19.00 – 20.00 - Leiðsögn á íslensku um grunnsýninguna Þjóð verður til 18.00 - 19.30 - Siglt eftir stjörnunum – Stjörnu-Sævar kennir börnum að búa til sextant til að mæla breiddargráðu Íslands. 20.00 – 20.45 - Upplestur rithöfunda Lóa Hjálmtýsdóttir rithöfundur og myndlistarkona stýrir upplestri. Rithöfundarnir Sjón, Eva Rún Snorradóttir, Halla Birgisdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir lesa upp úr eigin verkum. Kristín Eiríksdóttir hlaut nýlega íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sín Elín, ýmislegt.Nánari upplýsingar má finna hér.
Menning Vetrarhátíð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira