Frítt í Safnanæturvagna Strætó í kvöld Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2018 15:30 Í samstarfi við Listasafn Íslands og í tilefni af Safnanótt, þá mun túlkun Ásgríms Jónssonar á sögunni Búkollu vera prentuð á strætisvagni Strætó. Vísir Hin árlega Safnanótt er haldin í dag, föstudaginn 2. Febrúar en hún er hluti af Vetrarhátið sem er haldin í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Eins og síðustu ár, þá mun Strætó aka fjórum sérstökum Safnanæturleiðum sem ganga á milli safna og menningarmiðstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Frítt verður í alla Safnanæturvagnana og munu þeir ganga milli klukkan 18:30-23:00. Strætóarnir verða merktir leiðum A, B og C og munu þeir aka á 20 mínúta fresti frá Kjarvalsstöðum. (Leið D fer aðeins eina ferð frá Kjarvalsstöðum og á Gljúfrastein klukkan 19:50.)Hér má finna akstursleiðir vagnanna.Tímatöflur má sjá í PDF-skjali sem hangir neðst við fréttina. „Það var frábær stemning í fyrra og við búumst við góðum anda þetta árið,“ segir í tilkynningu frá Strætó. „Þetta árið verða til dæmis ýmsar uppákomur á leið A yfir kvöldið, þar á meðal: Hljómsveitin Eva; Jón Svavar, léttur óperusöngvari; Kósí djassfílingur með Ásgeiri Ásgeirssyni og Hauki Gröndal og Kvennagrínhljómsveitin Bergmál.Merktur vagn í samstarfi við Listasafn Íslands Á Safnanótt mun Listasafn Íslands einnig opna sérstaka sýningu sem ber heitið: Korriró og Dillidó - þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Ásgrímur Jónsson var fyrstur íslenskra málara til þess að gera myndlist að sínu aðalstarfi. Hann er einnig þekktur fyrir að hafa verið sá fyrsti til að teikna þekktar íslenskar þjóðsögur og verða þau verk til sýnis á þessari sýningu. Í samstarfi við Listasafn Íslands og í tilefni af Safnanótt, þá mun túlkun Ásgríms Jónssonar á sögunni Búkollu vera prentuð á strætisvagni Strætó. Ásgrímur Jónsson var fyrstur íslenskra málara til þess að gera myndlist að sínu aðalstarfi.Vísir Dagskrá Safnakvöldsins Safnahúsið Hverfisgötu: 19.00 – Ljóslistaverk á Safnahúsið 19.00 – 19.50 - Nemendur í klassíska listdansskólanum dansa fyrir gesti um sýningarrými Safnahússins. 20.00 – 21.00 - Sérfræðingar frá öllum stofnunum sem eiga verk í Safnahúsinu spjalla við gesti. 21.00 – 21.30 - Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson koma fram Þjóðminjasafn, Suðurgötu 19.00 – 20.00 - Leiðsögn á íslensku um grunnsýninguna Þjóð verður til 18.00 - 19.30 - Siglt eftir stjörnunum – Stjörnu-Sævar kennir börnum að búa til sextant til að mæla breiddargráðu Íslands. 20.00 – 20.45 - Upplestur rithöfunda Lóa Hjálmtýsdóttir rithöfundur og myndlistarkona stýrir upplestri. Rithöfundarnir Sjón, Eva Rún Snorradóttir, Halla Birgisdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir lesa upp úr eigin verkum. Kristín Eiríksdóttir hlaut nýlega íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sín Elín, ýmislegt.Nánari upplýsingar má finna hér. Menning Vetrarhátíð Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Hin árlega Safnanótt er haldin í dag, föstudaginn 2. Febrúar en hún er hluti af Vetrarhátið sem er haldin í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Eins og síðustu ár, þá mun Strætó aka fjórum sérstökum Safnanæturleiðum sem ganga á milli safna og menningarmiðstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Frítt verður í alla Safnanæturvagnana og munu þeir ganga milli klukkan 18:30-23:00. Strætóarnir verða merktir leiðum A, B og C og munu þeir aka á 20 mínúta fresti frá Kjarvalsstöðum. (Leið D fer aðeins eina ferð frá Kjarvalsstöðum og á Gljúfrastein klukkan 19:50.)Hér má finna akstursleiðir vagnanna.Tímatöflur má sjá í PDF-skjali sem hangir neðst við fréttina. „Það var frábær stemning í fyrra og við búumst við góðum anda þetta árið,“ segir í tilkynningu frá Strætó. „Þetta árið verða til dæmis ýmsar uppákomur á leið A yfir kvöldið, þar á meðal: Hljómsveitin Eva; Jón Svavar, léttur óperusöngvari; Kósí djassfílingur með Ásgeiri Ásgeirssyni og Hauki Gröndal og Kvennagrínhljómsveitin Bergmál.Merktur vagn í samstarfi við Listasafn Íslands Á Safnanótt mun Listasafn Íslands einnig opna sérstaka sýningu sem ber heitið: Korriró og Dillidó - þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Ásgrímur Jónsson var fyrstur íslenskra málara til þess að gera myndlist að sínu aðalstarfi. Hann er einnig þekktur fyrir að hafa verið sá fyrsti til að teikna þekktar íslenskar þjóðsögur og verða þau verk til sýnis á þessari sýningu. Í samstarfi við Listasafn Íslands og í tilefni af Safnanótt, þá mun túlkun Ásgríms Jónssonar á sögunni Búkollu vera prentuð á strætisvagni Strætó. Ásgrímur Jónsson var fyrstur íslenskra málara til þess að gera myndlist að sínu aðalstarfi.Vísir Dagskrá Safnakvöldsins Safnahúsið Hverfisgötu: 19.00 – Ljóslistaverk á Safnahúsið 19.00 – 19.50 - Nemendur í klassíska listdansskólanum dansa fyrir gesti um sýningarrými Safnahússins. 20.00 – 21.00 - Sérfræðingar frá öllum stofnunum sem eiga verk í Safnahúsinu spjalla við gesti. 21.00 – 21.30 - Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson koma fram Þjóðminjasafn, Suðurgötu 19.00 – 20.00 - Leiðsögn á íslensku um grunnsýninguna Þjóð verður til 18.00 - 19.30 - Siglt eftir stjörnunum – Stjörnu-Sævar kennir börnum að búa til sextant til að mæla breiddargráðu Íslands. 20.00 – 20.45 - Upplestur rithöfunda Lóa Hjálmtýsdóttir rithöfundur og myndlistarkona stýrir upplestri. Rithöfundarnir Sjón, Eva Rún Snorradóttir, Halla Birgisdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir lesa upp úr eigin verkum. Kristín Eiríksdóttir hlaut nýlega íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sín Elín, ýmislegt.Nánari upplýsingar má finna hér.
Menning Vetrarhátíð Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira