Vatnsleki úti um allt á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 10:44 Mikill vatnsleki er nú í Breiðholtsskóla. jóhann k. jóhannsson Vatnslekar eru nú mjög víða á höfuðborgarsvæðinu og eru allar stöðvar slökkviliðsins í útköllum. Slökkviliðið er nú í Hvammahverfinu í Hafnarfirði, í Húsahverfinu í Grafarvogi, Breiðholtsskóla, þar sem mikill leki er, og Seljahverfi þar sem mikill vatnsleki varð í einbýlishúsi. Þegar Vísir náði tali af varðstjóra slökkviliðsins var síðan nýbúið að tilkynna vatnsleka í Breiðholtslaug en slökkviliðið var ekki komið á staðinn. Aðspurður hvort það þyrfti að kalla út bakvakt vegna allra þessara leka kvaðst hann vonast til að þurfa þess ekki. Reykjavíkurborg og Veitur vinna með slökkviliðinu í þessum lekum.Frá vettvangi í Breiðholtsskóla í morgun.JÓHANN K. JÓHANNSSONHlynur Höskuldsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu, var við störf í Breiðholtsskóla þegar fréttastofa náði tali af honum. Spurður út í aðstæður þegar slökkviliðið kom á vettvang sagði hann að 50 til 60 sentimetrar djúpt vatn hefði tekið á móti þeim. „Það var niðurfall hérna sem hafði ekki við, það hafði stíflast svo fór að flæða inn þar sem klefarnir eru inn í íþróttahúsið og svona langleiðina inn í skóla,“ sagði Hlynur. Spurður út í tjónið sagði Hlynur ekki vita það nákvæmlega. „Þetta er mikið flísalagt og svoleiðis þannig ég held að þetta hafi sloppið svona að mestu,“ sagði Hlynur. Slökkviliðið mætti í skólan upp úr klukkan átta og voru enn að nú rétt fyrir klukkan 11. „Við erum búnir að vera með allan okkar dælingarbúnað í dælingu.“ Mikið álag hefur verið á slökkviliðinu vegna vatnselgs. „Ég held að það séu allir bílar búnir að vera í notkun síðan í vaktaskiptum nánast og það bíða bara verkefni þannig að við verðum eitthvað fram eftir.“Fréttin var uppfærð klukkan 11 með viðtali við Hlyn Höskuldsson.50 til 60 sentimetrar djúpt vatn mætti slökkviliðsmönnum í þegar þeir komu á vettvang í Breiðholtsskóla í morgun.jóhann k. jóhannssonVatnsleki varð einnig í Breiðholtslaug.jóhann k. jóhannsson Veður Tengdar fréttir Tilefni til að hreinsa frá niðurföllum Tilefni er til þess að hreinsa frá niðurföllum vegna spár um mikla rigningu og hlýnandi veður á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta sagði veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands við blaðamann í gærkvöldi. 2. febrúar 2018 05:30 Þurfti að kalla til lögreglu þar sem ökumenn virtu ekki lokanir Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. 2. febrúar 2018 09:59 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Vatnslekar eru nú mjög víða á höfuðborgarsvæðinu og eru allar stöðvar slökkviliðsins í útköllum. Slökkviliðið er nú í Hvammahverfinu í Hafnarfirði, í Húsahverfinu í Grafarvogi, Breiðholtsskóla, þar sem mikill leki er, og Seljahverfi þar sem mikill vatnsleki varð í einbýlishúsi. Þegar Vísir náði tali af varðstjóra slökkviliðsins var síðan nýbúið að tilkynna vatnsleka í Breiðholtslaug en slökkviliðið var ekki komið á staðinn. Aðspurður hvort það þyrfti að kalla út bakvakt vegna allra þessara leka kvaðst hann vonast til að þurfa þess ekki. Reykjavíkurborg og Veitur vinna með slökkviliðinu í þessum lekum.Frá vettvangi í Breiðholtsskóla í morgun.JÓHANN K. JÓHANNSSONHlynur Höskuldsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu, var við störf í Breiðholtsskóla þegar fréttastofa náði tali af honum. Spurður út í aðstæður þegar slökkviliðið kom á vettvang sagði hann að 50 til 60 sentimetrar djúpt vatn hefði tekið á móti þeim. „Það var niðurfall hérna sem hafði ekki við, það hafði stíflast svo fór að flæða inn þar sem klefarnir eru inn í íþróttahúsið og svona langleiðina inn í skóla,“ sagði Hlynur. Spurður út í tjónið sagði Hlynur ekki vita það nákvæmlega. „Þetta er mikið flísalagt og svoleiðis þannig ég held að þetta hafi sloppið svona að mestu,“ sagði Hlynur. Slökkviliðið mætti í skólan upp úr klukkan átta og voru enn að nú rétt fyrir klukkan 11. „Við erum búnir að vera með allan okkar dælingarbúnað í dælingu.“ Mikið álag hefur verið á slökkviliðinu vegna vatnselgs. „Ég held að það séu allir bílar búnir að vera í notkun síðan í vaktaskiptum nánast og það bíða bara verkefni þannig að við verðum eitthvað fram eftir.“Fréttin var uppfærð klukkan 11 með viðtali við Hlyn Höskuldsson.50 til 60 sentimetrar djúpt vatn mætti slökkviliðsmönnum í þegar þeir komu á vettvang í Breiðholtsskóla í morgun.jóhann k. jóhannssonVatnsleki varð einnig í Breiðholtslaug.jóhann k. jóhannsson
Veður Tengdar fréttir Tilefni til að hreinsa frá niðurföllum Tilefni er til þess að hreinsa frá niðurföllum vegna spár um mikla rigningu og hlýnandi veður á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta sagði veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands við blaðamann í gærkvöldi. 2. febrúar 2018 05:30 Þurfti að kalla til lögreglu þar sem ökumenn virtu ekki lokanir Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. 2. febrúar 2018 09:59 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Tilefni til að hreinsa frá niðurföllum Tilefni er til þess að hreinsa frá niðurföllum vegna spár um mikla rigningu og hlýnandi veður á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þetta sagði veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands við blaðamann í gærkvöldi. 2. febrúar 2018 05:30
Þurfti að kalla til lögreglu þar sem ökumenn virtu ekki lokanir Ökumenn sem virða ekki lokanir á Hellisheiði hafa tafið fyrir því að hægt hafi verið að opna veginn um Sandskeið og Hellisheiði í morgun. 2. febrúar 2018 09:59
Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15