Verður flutt á sjúkrahús í 500 km fjarlægð: „Það verður alveg helvíti“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 21:00 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir Facebook/Sunna Elvíra Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni á morgun, fái hún ekki vegabréfið sitt afhent. Jón Kristinn Snæhólm vinur fjölskyldunnar sem staddur er hjá þeim á sjúkrahúsinu, segir að þetta sérhæfða sjúkrahús sé í 500 kílómetra fjarlægð. Sunna hefur legið alvarlega slösuð á sjúkrahúsi í Malaga í tvær vikur en Jón Kristinn telur að hún fái ekki vegabréfið vegna rannsóknarhagsmuna í máli eiginmanns hennar. Jón Kristinn furðar sig á því að Sunnu sé haldið á Spáni en eiginmaður hennar hafi fengið að fara úr landi. Dáist að Sunnu „Við erum að bíða eftir að heyra frá lögmanni okkar,“ segir Jón Kristinn um vegabréfið sem er enn í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna. „Fái hún ekki vegabréfið og við förum með hana heim er þetta sá möguleiki sem við erum að horfa á núna.“ Til stóð að flytja Sunnu á annað sjúkrahús í dag en það reyndist fullt og var því hætt við það. Jón Kristinn segir að Sunna yrði flutt á morgun því Spánn liggi í dvala um helgar. Sjúkrabíll er tilbúinn á sjúkrahúsinu til þess að flytja hana en fjölskyldan vonar að málið leysist á morgun og ekki þurfi að aka með hana þessa vegalengd að öðru sjúkrahúsi. „Ég ber alveg rosalega mikla virðingu fyrir henni og aðdáun,“ segir Jón Kristinn um Sunnu. Hann segir hana bera sig vel miðað við að vera lömuð frá brjósti og ekki með neina umönnun. „Það eru allir að reyna að gera sitt besta á þessu sjúkrahúsi en þau eru bara ekki með hæfnina, þetta er ekki þannig sjúkrahús. Hún er með kvalir í baki og 35 hefti niður með hryggjasúlunni.“ Jón Kristinn segir að Sunna sé mjög kvalin á köflum og verkjalyf séu það eina sem sé hægt að gera fyrir hana á þessum stað. „En svo mega þau ekki vera of sterk því þá finnur hún kannski ekki ef líkaminn er að reyna að segja henni eitthvað.“ 500 kílómetra bílferð verði því mjög erfið fyrir Sunnu vegna áverka hennar.„Það verður alveg helvíti.“Sunna Elvira ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga.Mynd/Unnur BirgisdóttirBrandari að kyrrsetja lamað fólk Lögreglan hefur ekki gefið þeim nein frekari svör varðandi vegabréfið og ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi. „Við bara skiljum ekki hvernig þeim hugnast að hleypa Sigurði manninum hennar úr landi, sem er handtekinn um leið og hann kemur vegna þess að það er út af samstarfi íslenskra og spænskra lögregluyfirvalda, en halda henni hérna blásaklausri. Ég meina, hún hafði ekki hugmynd um þetta mál. Hún er menntaður lögfræðingur en það kannski segir ekki til um hvort menn eru glæpamenn eða ekki.“ Sigurður Kristinsson eiginmaður Sunnu var handtekinn við heimkomuna frá Malaga á fimmtudag en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi og er í gæsluvarðhaldi. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í málinu en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls en fjórða manninum var sleppt úr haldi í síðustu viku. „Að kyrrsetja lamað fólk er bara brandari, hvert á það að fara? Af hverju er þá ekki hægt að rannsaka þetta heima? Það skilur þetta enginn,“ segir Jón Kristinn. Sunna, Sigurður og dóttir þeirra höfðu verið búsett á Spáni í smá tíma þegar slysið varð. Dóttir Sunnu fór til Íslands eftir að Sunna varð lögð inn á sjúkrahúsið og dvelur hjá Ömmu sinni á Íslandi og tala þær reglulega saman í síma. „Það gengur vel hjá henni, það er ofboðslega mikil huggun að vita af því,“ segir Jón Kristinn. „Hún er búin að liggja í 15 daga og er komin með legusár. Foreldrar hennar eru að snúa henni.“ Jón Kristinn segir að sjúkrahús á Íslandi leiðbeini foreldrum Sunnu í gegnum síma varðandi umönnun lamaðra einstaklinga. „Þetta er náttúrulega ekki hægt.“Þakklát fyrir aðstoð utanríkisráðuneytisins Safnað var fyrir flutningi á Sunnu heim með sjúkraflugi og bíður vél klár í Þýskalandi. Það eina sem stendur í vegi fyrir því að hún verði flutt heim er vegabréfið. „Hún er klukkutíma að fljúga hingað yfir.“ Jón Kristinn segir að utanríkisráðuneytið sé að gera allt til að aðstoða fjölskylduna og standi hundrað prósent með þeim. „Utanríkisráðuneytið er að vinna með okkur allan sólarhringinn. Við erum ótrúlega þakklát.“ Hann segir að aðstaðan á spítalanum sé þannig að þar séu örfáir læknar sem tali ekki ensku. „Hérna er fólk í sjálfboðavinnu, Indverjar og Pakistanar. Eldra fólk sem býr hér á svæðinu er að túlka og fólk er að koma með mat og vatn. Þetta er hreinn og fallegur spítali og allir mjög alúðlegur en þetta er bara ekki fyrir fólk með þessa áverka, það er bara þannig.“ Jón Kristinn segir að þó að staðan sé erfið sé hann bjartsýnn á að málið verði leyst og Sunna komist fljótt heim til Íslands. „Það er eitthvað í hjarta mínu, ég veit að það mun koma eitthvað jákvætt.“ Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna var ekki flutt á hátæknisjúkrahús Nýr lögfræðingur kominn í málið. 1. febrúar 2018 13:05 Telur farbann ástæðu þess að Sunna fær ekki vegabréfið Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu sem er nýlentur í Malaga, segist skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. 30. janúar 2018 21:00 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni á morgun, fái hún ekki vegabréfið sitt afhent. Jón Kristinn Snæhólm vinur fjölskyldunnar sem staddur er hjá þeim á sjúkrahúsinu, segir að þetta sérhæfða sjúkrahús sé í 500 kílómetra fjarlægð. Sunna hefur legið alvarlega slösuð á sjúkrahúsi í Malaga í tvær vikur en Jón Kristinn telur að hún fái ekki vegabréfið vegna rannsóknarhagsmuna í máli eiginmanns hennar. Jón Kristinn furðar sig á því að Sunnu sé haldið á Spáni en eiginmaður hennar hafi fengið að fara úr landi. Dáist að Sunnu „Við erum að bíða eftir að heyra frá lögmanni okkar,“ segir Jón Kristinn um vegabréfið sem er enn í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna. „Fái hún ekki vegabréfið og við förum með hana heim er þetta sá möguleiki sem við erum að horfa á núna.“ Til stóð að flytja Sunnu á annað sjúkrahús í dag en það reyndist fullt og var því hætt við það. Jón Kristinn segir að Sunna yrði flutt á morgun því Spánn liggi í dvala um helgar. Sjúkrabíll er tilbúinn á sjúkrahúsinu til þess að flytja hana en fjölskyldan vonar að málið leysist á morgun og ekki þurfi að aka með hana þessa vegalengd að öðru sjúkrahúsi. „Ég ber alveg rosalega mikla virðingu fyrir henni og aðdáun,“ segir Jón Kristinn um Sunnu. Hann segir hana bera sig vel miðað við að vera lömuð frá brjósti og ekki með neina umönnun. „Það eru allir að reyna að gera sitt besta á þessu sjúkrahúsi en þau eru bara ekki með hæfnina, þetta er ekki þannig sjúkrahús. Hún er með kvalir í baki og 35 hefti niður með hryggjasúlunni.“ Jón Kristinn segir að Sunna sé mjög kvalin á köflum og verkjalyf séu það eina sem sé hægt að gera fyrir hana á þessum stað. „En svo mega þau ekki vera of sterk því þá finnur hún kannski ekki ef líkaminn er að reyna að segja henni eitthvað.“ 500 kílómetra bílferð verði því mjög erfið fyrir Sunnu vegna áverka hennar.„Það verður alveg helvíti.“Sunna Elvira ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga.Mynd/Unnur BirgisdóttirBrandari að kyrrsetja lamað fólk Lögreglan hefur ekki gefið þeim nein frekari svör varðandi vegabréfið og ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi. „Við bara skiljum ekki hvernig þeim hugnast að hleypa Sigurði manninum hennar úr landi, sem er handtekinn um leið og hann kemur vegna þess að það er út af samstarfi íslenskra og spænskra lögregluyfirvalda, en halda henni hérna blásaklausri. Ég meina, hún hafði ekki hugmynd um þetta mál. Hún er menntaður lögfræðingur en það kannski segir ekki til um hvort menn eru glæpamenn eða ekki.“ Sigurður Kristinsson eiginmaður Sunnu var handtekinn við heimkomuna frá Malaga á fimmtudag en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi og er í gæsluvarðhaldi. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í málinu en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls en fjórða manninum var sleppt úr haldi í síðustu viku. „Að kyrrsetja lamað fólk er bara brandari, hvert á það að fara? Af hverju er þá ekki hægt að rannsaka þetta heima? Það skilur þetta enginn,“ segir Jón Kristinn. Sunna, Sigurður og dóttir þeirra höfðu verið búsett á Spáni í smá tíma þegar slysið varð. Dóttir Sunnu fór til Íslands eftir að Sunna varð lögð inn á sjúkrahúsið og dvelur hjá Ömmu sinni á Íslandi og tala þær reglulega saman í síma. „Það gengur vel hjá henni, það er ofboðslega mikil huggun að vita af því,“ segir Jón Kristinn. „Hún er búin að liggja í 15 daga og er komin með legusár. Foreldrar hennar eru að snúa henni.“ Jón Kristinn segir að sjúkrahús á Íslandi leiðbeini foreldrum Sunnu í gegnum síma varðandi umönnun lamaðra einstaklinga. „Þetta er náttúrulega ekki hægt.“Þakklát fyrir aðstoð utanríkisráðuneytisins Safnað var fyrir flutningi á Sunnu heim með sjúkraflugi og bíður vél klár í Þýskalandi. Það eina sem stendur í vegi fyrir því að hún verði flutt heim er vegabréfið. „Hún er klukkutíma að fljúga hingað yfir.“ Jón Kristinn segir að utanríkisráðuneytið sé að gera allt til að aðstoða fjölskylduna og standi hundrað prósent með þeim. „Utanríkisráðuneytið er að vinna með okkur allan sólarhringinn. Við erum ótrúlega þakklát.“ Hann segir að aðstaðan á spítalanum sé þannig að þar séu örfáir læknar sem tali ekki ensku. „Hérna er fólk í sjálfboðavinnu, Indverjar og Pakistanar. Eldra fólk sem býr hér á svæðinu er að túlka og fólk er að koma með mat og vatn. Þetta er hreinn og fallegur spítali og allir mjög alúðlegur en þetta er bara ekki fyrir fólk með þessa áverka, það er bara þannig.“ Jón Kristinn segir að þó að staðan sé erfið sé hann bjartsýnn á að málið verði leyst og Sunna komist fljótt heim til Íslands. „Það er eitthvað í hjarta mínu, ég veit að það mun koma eitthvað jákvætt.“
Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna var ekki flutt á hátæknisjúkrahús Nýr lögfræðingur kominn í málið. 1. febrúar 2018 13:05 Telur farbann ástæðu þess að Sunna fær ekki vegabréfið Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu sem er nýlentur í Malaga, segist skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. 30. janúar 2018 21:00 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Telur farbann ástæðu þess að Sunna fær ekki vegabréfið Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu sem er nýlentur í Malaga, segist skilja stöðuna þannig að Sunna fái ekki vegabréfið vegna farbanns. 30. janúar 2018 21:00
Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent