Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 18:26 Gul viðvörun er fyrir allt landið í kvöld. Skjáskot/Veðurstofan Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld. Líkönum ber saman um að upp að landinu gangi skil frá djúpri lægð á Grænlandssundi. Skilunum fylgir mjög hvöss sunnanátt með hlýindum um allt land og mikilli rigning á Suður og Vesturlandi, og einnig á Vestfjörðum. Samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi verður stórhríð á fjallvegum, 20-23 m/s og nánast ekkert skyggni. Á láglendi hlánar fyrir miðnætti með vatnselg í þéttbýli í nótt og fyrramálið. Hviður allt að 45 m/s undir Hafnarfjalli frá 21 til 08 samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Samgöngutruflanir eru mjög líklegar og einnig er fólki er ráðlagt að festa lausa muni sem geta fokið. Veðurstofan hefur sett svokallaða appelsínugula viðvörun á Ströndum, Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Gul viðvörun er á öllu landinu. Á Ströndum og Norðurlandi vestra má búast við suðaustan 23-28 m/s með snjókomu og síðar slyddu á láglendi. Vindhviður við fjöll yfir 40 m/s. Lélegt skyggni og mjög erfið akstursskilyrði verður á svæðinu í nótt samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á Vestfjörðum gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í kvöld. Hlýnar er líður á nóttina og breytist ofankoman í slyddu. Hviður á fjallvegum fara yfir 40 m/s, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Á höfuðborgarsvæðinu gengur í suðaustan hvassviðri eða storm, 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu í kvöld. Hvassast verður í efri byggðum og á Kjalarnesi þar sem vindhviður geta orðið skæðar. Búast má við slæmu skyggni víða á höfuðborgarsvæðinu í snjókomu og síðan slyddu og gæti færð í íbúagötum spillst hratt. Um miðnætti hlýnar hratt með rigningu og snjóbráð og því gæti vatnselgur á götum orðið talsverður. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Á Suðurlandi og Faxaflóa gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í fyrstu, en hlýnar um nóttina og fer yfir í rigningu. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum í lélegu skyggni, hálku og hvössum vindi og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur á götum er líklegur, einkum frá því um miðja nótt og heldur áfram að rigna fram eftir degi. Mikilvægt er því að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Við Breiðafjörð gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu. Hlýnar er líður á nóttina, og breytist ofankoman í slyddu eða rigningu. Hviður við fjöll fara yfir 45 m/s, t.d. víða á norðanverðu Snæfellsnesi. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur gæti einnig orðið vegna snjóbráðar og rigningar um nóttina og því mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum svo vatn komist sína leið. Á Norðurlandi eystra verður suðaustan 18-25 m/s og vindhviður yfir 35 m/s við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Á Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi verður suðaustan 18-25 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við lokunum á Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði um kl 20.00 í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Einnig má búast við að fjallvegir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi geti lokast eftir kl. 20:00 í kvöld vegna snjóa, lítils skyggnis og mikillar vindhæðar. Þá má búast við að akstursskilyrði verði mjög slæm og jafnvel þurfi að koma til lokunar vega fram undir hádegi á morgun á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Veður Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld. Líkönum ber saman um að upp að landinu gangi skil frá djúpri lægð á Grænlandssundi. Skilunum fylgir mjög hvöss sunnanátt með hlýindum um allt land og mikilli rigning á Suður og Vesturlandi, og einnig á Vestfjörðum. Samkvæmt ábendingum frá veðurfræðingi verður stórhríð á fjallvegum, 20-23 m/s og nánast ekkert skyggni. Á láglendi hlánar fyrir miðnætti með vatnselg í þéttbýli í nótt og fyrramálið. Hviður allt að 45 m/s undir Hafnarfjalli frá 21 til 08 samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Samgöngutruflanir eru mjög líklegar og einnig er fólki er ráðlagt að festa lausa muni sem geta fokið. Veðurstofan hefur sett svokallaða appelsínugula viðvörun á Ströndum, Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Gul viðvörun er á öllu landinu. Á Ströndum og Norðurlandi vestra má búast við suðaustan 23-28 m/s með snjókomu og síðar slyddu á láglendi. Vindhviður við fjöll yfir 40 m/s. Lélegt skyggni og mjög erfið akstursskilyrði verður á svæðinu í nótt samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á Vestfjörðum gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í kvöld. Hlýnar er líður á nóttina og breytist ofankoman í slyddu. Hviður á fjallvegum fara yfir 40 m/s, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Á höfuðborgarsvæðinu gengur í suðaustan hvassviðri eða storm, 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu í kvöld. Hvassast verður í efri byggðum og á Kjalarnesi þar sem vindhviður geta orðið skæðar. Búast má við slæmu skyggni víða á höfuðborgarsvæðinu í snjókomu og síðan slyddu og gæti færð í íbúagötum spillst hratt. Um miðnætti hlýnar hratt með rigningu og snjóbráð og því gæti vatnselgur á götum orðið talsverður. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Á Suðurlandi og Faxaflóa gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu í fyrstu, en hlýnar um nóttina og fer yfir í rigningu. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum í lélegu skyggni, hálku og hvössum vindi og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur á götum er líklegur, einkum frá því um miðja nótt og heldur áfram að rigna fram eftir degi. Mikilvægt er því að hreinsa frá niðurföllum til að vatn komist sína leið. Við Breiðafjörð gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu. Hlýnar er líður á nóttina, og breytist ofankoman í slyddu eða rigningu. Hviður við fjöll fara yfir 45 m/s, t.d. víða á norðanverðu Snæfellsnesi. Erfið ferðaskilyrði í litlu skyggni, hálku og hvössum vind og ættu ferðalangar að haga sínum ferðalögum í samræmi við það. Vatnselgur gæti einnig orðið vegna snjóbráðar og rigningar um nóttina og því mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum svo vatn komist sína leið. Á Norðurlandi eystra verður suðaustan 18-25 m/s og vindhviður yfir 35 m/s við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Á Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi verður suðaustan 18-25 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Varasöm akstursskilyrði og ráðlegt að ferðalangar sýni aðgát. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við lokunum á Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði um kl 20.00 í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Einnig má búast við að fjallvegir á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi geti lokast eftir kl. 20:00 í kvöld vegna snjóa, lítils skyggnis og mikillar vindhæðar. Þá má búast við að akstursskilyrði verði mjög slæm og jafnvel þurfi að koma til lokunar vega fram undir hádegi á morgun á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi.
Veður Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda