Óháð Ríkisútvarp – betra Ríkisútvarp Magnús Ragnarsson skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Staða Ríkisútvarpsins er nú orðin sú sem BBC telur brýnt að forðast: Hagsmunir auglýsenda stýra dagskrárstefnunni og í kjölfarið ryksugar stærsta söludeild íslenskra fjölmiðla tekjur úr hverju horni markaðarins. Ný skýrsla um rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla hefur á síðustu dögum valdið nokkru fjaðrafoki þar sem tillaga meirihlutans var skýr, heppilegast væri að Ríkisútvarpið hverfi hið fyrsta af auglýsingamarkaði. Þar með verði horfið frá samkeppnisrekstri ríkisins í auglýsingasölu, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Breska ríkisútvarpið BBC er fyrirmynd flestra ríkisfjölmiðla og á vef þeirra er stefnan birt afdráttarlaus: „BBC er ekki heimilt að selja auglýsingar eða kostanir á almenningsþjónustu. Þannig er stofnunin sjálfstæð frá hagsmunum auglýsenda og tryggt að einungis er verið að sinna hagsmunum áhorfenda. Ef BBC myndi selja aðgang að útsendingum, í heild eða að hluta, myndu hagsmunir auglýsenda stjórna bæði dagskrárgerð og dagskráruppstillingu. Einnig yrðu þá mun minni tekjur fyrir aðra ljósvakamiðla.“Auglýsingar stýra lengd þátta Fyrst um dagskrá Ríkisútvarpsins. Nokkrar takmarkanir eru á notkun auglýsingahólfa og þurfa innlendir dagskrárliðir að vera meira en ein klukkustund til að rjúfa megi útsendingu. Þessi regla hefur valdið því að vinsælustu þættir í Ríkissjónvarpinu eru nú allir orðnir 70 mínútur að lengd. Vöruinnsetningar í dagskrárefni eru algengar. Þegar einkareknu sjónvarpsstöðvarnar bjóða sitt vandaðasta dagskrárefni er algengara en ekki að Rúv sýni á sama tíma sitt besta efni sem er samkeppni en ekki þjónusta. Dagskrárliðir sem ættu heima á hliðarrásum eru látnir riðla dagskrá á meginrás til að safna áhorfspunktum. Langir skemmtiþættir á borð við Útsvar, Fjörskylduna og kynningar á Eurovision njóta forgangs á meðan innlent leikið sjónvarpsefni virðist horfið af dagskrá. Auglýsingadeildin er þó einkareknum miðlum erfiðari keppinautur en dagskrárdeildin. Sölunni hefur vissulega verið settur rammi í starfsreglum en þær eru oftlega virtar að vettugi til að auka tekjur stofnunarinnar. Vera Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði er vissulega óheppileg en það eru vinnubrögð söludeildar sem gera ástandið illþolanlegt fyrir samkeppnisaðila. Nýlega fékk undirritaður tilboð um ókeypis birtingar í Vetrarólympíuleikum ef hann kæmi með nógu „flott plan og upphæð inní dagskrána“. Höfum í huga að hér er verið að semja við ríkisstofnun með yfirburðastöðu á samkeppnismarkaði.Hundruð milljóna í auglýsingaöflun Niðurstaða meirihluta nefndarinnar er að heppilegast sé að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði hið fyrsta. Þeir sem eru ósammála segja að þá þurfi að bæta stofnuninni þá 2,2 milljarða sem hverfa af tekjuhliðinni. Þetta er ofmat því hið raunverulega tekjutap er líklega nær 1,6 milljörðum. Það kostar Ríkisútvarpið nefnilega peninga að sækja auglýsingatekjur og sölukostnaður, sem samanstendur af launakostnaði, þjónustugjöldum, áhorfsmælingum og öðrum rekstri, er vart undir 600 milljónum á ári. Ekkert kallar á þennan kostnað þó að auglýsingahólf stæðu áfram til boða í einhvern tíma. Auglýsendur myndu einfaldlega bóka sjálfir sínar auglýsingar á fyrirfram gefnu opinberu verði en Ríkisútvarpið léti af sókn sinni á markaðinn í leit að næstu krónum. Mínútum yrði svo fækkað á næstu árum þar til stofnunin yrði óháð auglýsendum. Að sjálfsögðu yrði haldið áfram að lækka annan kostnað við rekstur á sama tíma og þar er af nógu að taka. Engin ástæða er fyrir Ríkisútvarpið að elta dýr verkefni á borð við handbolta- eða knattspyrnumót sem keppst er um að sýna, vandséð er hversu lengi er þörf fyrir Rás 2 fyrir unga fólkið nú þegar meðalhlustandinn er kominn vel á sextugsaldur, Rondó er óþörf almannaþjónusta og þannig má lengi telja. Það er sannfæring mín að ef tekst að venja Ríkisútvarpið af auglýsingatekjum verði stofnunin miklu betur í stakk búin til að sinna raunverulegu hlutverki sínu eins og það er skilgreint í lögum. Vonandi verður ráðist í breytingar til batnaðar þrátt fyrir hræðsluáróður þeirra sem vilja halda óbreyttu ástandi til að verja eigin hagsmuni. Óháð Ríkisútvarp – já takk, því þá skapast meiri fjölbreytni fjölmiðla og þar með öflugra samfélag.Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Símanum og hefur stýrt miðlum í samkeppni við Ríkisútvarpið með litlum hléum síðan 2003. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Staða Ríkisútvarpsins er nú orðin sú sem BBC telur brýnt að forðast: Hagsmunir auglýsenda stýra dagskrárstefnunni og í kjölfarið ryksugar stærsta söludeild íslenskra fjölmiðla tekjur úr hverju horni markaðarins. Ný skýrsla um rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla hefur á síðustu dögum valdið nokkru fjaðrafoki þar sem tillaga meirihlutans var skýr, heppilegast væri að Ríkisútvarpið hverfi hið fyrsta af auglýsingamarkaði. Þar með verði horfið frá samkeppnisrekstri ríkisins í auglýsingasölu, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Breska ríkisútvarpið BBC er fyrirmynd flestra ríkisfjölmiðla og á vef þeirra er stefnan birt afdráttarlaus: „BBC er ekki heimilt að selja auglýsingar eða kostanir á almenningsþjónustu. Þannig er stofnunin sjálfstæð frá hagsmunum auglýsenda og tryggt að einungis er verið að sinna hagsmunum áhorfenda. Ef BBC myndi selja aðgang að útsendingum, í heild eða að hluta, myndu hagsmunir auglýsenda stjórna bæði dagskrárgerð og dagskráruppstillingu. Einnig yrðu þá mun minni tekjur fyrir aðra ljósvakamiðla.“Auglýsingar stýra lengd þátta Fyrst um dagskrá Ríkisútvarpsins. Nokkrar takmarkanir eru á notkun auglýsingahólfa og þurfa innlendir dagskrárliðir að vera meira en ein klukkustund til að rjúfa megi útsendingu. Þessi regla hefur valdið því að vinsælustu þættir í Ríkissjónvarpinu eru nú allir orðnir 70 mínútur að lengd. Vöruinnsetningar í dagskrárefni eru algengar. Þegar einkareknu sjónvarpsstöðvarnar bjóða sitt vandaðasta dagskrárefni er algengara en ekki að Rúv sýni á sama tíma sitt besta efni sem er samkeppni en ekki þjónusta. Dagskrárliðir sem ættu heima á hliðarrásum eru látnir riðla dagskrá á meginrás til að safna áhorfspunktum. Langir skemmtiþættir á borð við Útsvar, Fjörskylduna og kynningar á Eurovision njóta forgangs á meðan innlent leikið sjónvarpsefni virðist horfið af dagskrá. Auglýsingadeildin er þó einkareknum miðlum erfiðari keppinautur en dagskrárdeildin. Sölunni hefur vissulega verið settur rammi í starfsreglum en þær eru oftlega virtar að vettugi til að auka tekjur stofnunarinnar. Vera Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði er vissulega óheppileg en það eru vinnubrögð söludeildar sem gera ástandið illþolanlegt fyrir samkeppnisaðila. Nýlega fékk undirritaður tilboð um ókeypis birtingar í Vetrarólympíuleikum ef hann kæmi með nógu „flott plan og upphæð inní dagskrána“. Höfum í huga að hér er verið að semja við ríkisstofnun með yfirburðastöðu á samkeppnismarkaði.Hundruð milljóna í auglýsingaöflun Niðurstaða meirihluta nefndarinnar er að heppilegast sé að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði hið fyrsta. Þeir sem eru ósammála segja að þá þurfi að bæta stofnuninni þá 2,2 milljarða sem hverfa af tekjuhliðinni. Þetta er ofmat því hið raunverulega tekjutap er líklega nær 1,6 milljörðum. Það kostar Ríkisútvarpið nefnilega peninga að sækja auglýsingatekjur og sölukostnaður, sem samanstendur af launakostnaði, þjónustugjöldum, áhorfsmælingum og öðrum rekstri, er vart undir 600 milljónum á ári. Ekkert kallar á þennan kostnað þó að auglýsingahólf stæðu áfram til boða í einhvern tíma. Auglýsendur myndu einfaldlega bóka sjálfir sínar auglýsingar á fyrirfram gefnu opinberu verði en Ríkisútvarpið léti af sókn sinni á markaðinn í leit að næstu krónum. Mínútum yrði svo fækkað á næstu árum þar til stofnunin yrði óháð auglýsendum. Að sjálfsögðu yrði haldið áfram að lækka annan kostnað við rekstur á sama tíma og þar er af nógu að taka. Engin ástæða er fyrir Ríkisútvarpið að elta dýr verkefni á borð við handbolta- eða knattspyrnumót sem keppst er um að sýna, vandséð er hversu lengi er þörf fyrir Rás 2 fyrir unga fólkið nú þegar meðalhlustandinn er kominn vel á sextugsaldur, Rondó er óþörf almannaþjónusta og þannig má lengi telja. Það er sannfæring mín að ef tekst að venja Ríkisútvarpið af auglýsingatekjum verði stofnunin miklu betur í stakk búin til að sinna raunverulegu hlutverki sínu eins og það er skilgreint í lögum. Vonandi verður ráðist í breytingar til batnaðar þrátt fyrir hræðsluáróður þeirra sem vilja halda óbreyttu ástandi til að verja eigin hagsmuni. Óháð Ríkisútvarp – já takk, því þá skapast meiri fjölbreytni fjölmiðla og þar með öflugra samfélag.Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Símanum og hefur stýrt miðlum í samkeppni við Ríkisútvarpið með litlum hléum síðan 2003.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun