Þarf að húðflúra andlit þjálfarans á sig ef liðið þeirra vinnur Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 14:30 Chris Long. Vísir/Getty NFL-leikmaðurinn Chris Long bjóst greinilega ekki við því að vera að keppa í Super Bowl í ár en núna er hann aðeins einum sigurleik frá því að fá hring og um leið vafasamt húðflúr. Varnarmaðurinn Chris Long samdi við Philadelphia Eagles fyrir þetta tímabil og hitti þar fyrir gamlan þjálfara sinn Ken Flajole. Flajole og Long höfðu áður unnið saman hjá St. Louis Rams og þekktust því vel. Ken Flajole þjálfar varnarlínuna hjá Philadelphia Eagles og hann sagði fjölmiðlamönnum frá veðmáli þeirra félaga frá því síðasta haust. ESPN sagði frá.Chris Long is 1 win away from getting a tattoo of his linebacker coach. pic.twitter.com/S47a4cmbvv — SportsCenter (@SportsCenter) February 1, 2018Ken Flajole.Vísir/Getty„Þegar Chris kom til Philadelphia þá fórum við að tala saman í æfingabúðunum. Hann sagði eitthvað í líkindum við það að það væri ekkert skemmtilegra en ef við myndum lyfta Lombardi bikarnum saman,“ sagði Ken Flajole og svo kom afar áhugavert loforð frá leikmanninum hans. „Hann sagði svo: Ef við komust í Super Bowl og vinnum þá mun ég setja húðflúr af andlitinu þínu á líkamann minn,“ sagði Flajole og svar þjálfarans: „Ég sagði. Allt í lagi, Chris, þú verður að fara varlega núna því við vitum aldrei hvernig málin þróast stundum,“ sagði Flajole léttur. Philadelphia Eagles liðið vann 13 af 16 leikjum sínum og sló síðan Atlanta Falcons og Minnesota Vikings út úr úrslitakeppninni á leið sinni í Super Bowl leikinn. Þar bíða ríkjandi NFL-meistarar í New England Patriots. Chris Long var líka spurður út í þetta loforð sitt til þjálfarans. „Ég var bara að grínast en hann ætlar að rukka mig um þetta og minnti mig á þetta í vikunni. Þetta er gott vandmál að hafa,“ sagði Chris Long. Long er líka viss um að þjálfari sinn muni ekki gefa þetta aftir. „Þetta er harður gæi og mun ekki gefa mér neinn afslátt,“ sagði Long.Chris Long donated his entire 2017 salary to charity. Now, he and the @Eagles are headed to the Super Bowl. pic.twitter.com/lp8kfKesZ0 — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) January 23, 2018 Húðflúr NFL Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
NFL-leikmaðurinn Chris Long bjóst greinilega ekki við því að vera að keppa í Super Bowl í ár en núna er hann aðeins einum sigurleik frá því að fá hring og um leið vafasamt húðflúr. Varnarmaðurinn Chris Long samdi við Philadelphia Eagles fyrir þetta tímabil og hitti þar fyrir gamlan þjálfara sinn Ken Flajole. Flajole og Long höfðu áður unnið saman hjá St. Louis Rams og þekktust því vel. Ken Flajole þjálfar varnarlínuna hjá Philadelphia Eagles og hann sagði fjölmiðlamönnum frá veðmáli þeirra félaga frá því síðasta haust. ESPN sagði frá.Chris Long is 1 win away from getting a tattoo of his linebacker coach. pic.twitter.com/S47a4cmbvv — SportsCenter (@SportsCenter) February 1, 2018Ken Flajole.Vísir/Getty„Þegar Chris kom til Philadelphia þá fórum við að tala saman í æfingabúðunum. Hann sagði eitthvað í líkindum við það að það væri ekkert skemmtilegra en ef við myndum lyfta Lombardi bikarnum saman,“ sagði Ken Flajole og svo kom afar áhugavert loforð frá leikmanninum hans. „Hann sagði svo: Ef við komust í Super Bowl og vinnum þá mun ég setja húðflúr af andlitinu þínu á líkamann minn,“ sagði Flajole og svar þjálfarans: „Ég sagði. Allt í lagi, Chris, þú verður að fara varlega núna því við vitum aldrei hvernig málin þróast stundum,“ sagði Flajole léttur. Philadelphia Eagles liðið vann 13 af 16 leikjum sínum og sló síðan Atlanta Falcons og Minnesota Vikings út úr úrslitakeppninni á leið sinni í Super Bowl leikinn. Þar bíða ríkjandi NFL-meistarar í New England Patriots. Chris Long var líka spurður út í þetta loforð sitt til þjálfarans. „Ég var bara að grínast en hann ætlar að rukka mig um þetta og minnti mig á þetta í vikunni. Þetta er gott vandmál að hafa,“ sagði Chris Long. Long er líka viss um að þjálfari sinn muni ekki gefa þetta aftir. „Þetta er harður gæi og mun ekki gefa mér neinn afslátt,“ sagði Long.Chris Long donated his entire 2017 salary to charity. Now, he and the @Eagles are headed to the Super Bowl. pic.twitter.com/lp8kfKesZ0 — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) January 23, 2018
Húðflúr NFL Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó