LeBron James fór fyrir Cleveland eins og alltaf með því að skora 24 stig, taka 11 fráköst og gefa 5 stoðsendingar.
Skotnýting Cleveland var reyndar skelfileg í leiknum eða 35 prósent. Það er lélegasta skotnýting liðsins í sigurleik síðan James snéri aftur til félagsins frá Miami.
Isaiah Thomas heldur áfram að vera í vandræðum í búningi Cleveland en hann hitti aðeins úr tveimur af fimmtán skotum sínum í nótt.
CJ McCollum var magnaður í liði Portland í nótt gegn gegn Chicago. Hann skoraði 50 stig í leiknum og þar af 28 stig í fyrsta leikhluta sem er félagsmet.
Úrslit:
Indiana-Memphis 105-101
Orlando-LA Lakers 127-105
Atlanta-Charlotte 110-123
Brooklyn-Philadelphia 116-108
Cleveland-Miami 91-89
Boston-NY Knicks 103-73
Portland-Chicago 124-108
Phoenix-Dallas 102-88