Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Sveinn Arnarsson skrifar 19. febrúar 2018 07:00 Mörg skúmaskotin innan veggja Alþingis eru hulin landsmönnum. Líklegt þykir hins vegar að ljóstýra nái á næstu vikum inn í það horn sem geymir akstursdagbækur þingmanna. Vísir/Daníel Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun fara ítarlega yfir akstursfé þingmanna á fundi sínum í dag. Formaður þingflokksins segir þingmenn alltaf geta veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. Einnig munu stjórnarandstæðingar í forsætisnefnd óska eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að rannsaka akstursbækur þingmanna til að skoða hvort reglur hafi verið brotnar í þeim efnum. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að setja allar þessar upplýsingar upp á borð. Alþingi á að fara undir upplýsingalög og frumvarp er í undirbúningi hjá mér með heildarendurskoðun upplýsingalaga í huga,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sjá einnig: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Hún segist ekkert sjá að því að akstursdagbækur verði gerðar opinberar aftur í tímann og að enginn þingmaður eigi að græða á ferðum sínum. „Það voru birtar á dögunum aksturstölur aftur í tímann þannig að ég sé ekkert að því. Ég hef engar áhyggjur af því að þessar upplýsingar verði gerðar opinberar.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að eyða tortryggni og að þingmenn geti veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. „Við ætlum að ræða aðeins um þessa hluti,“ segir Birgir. „Þetta verður rætt hjá okkur í dag. Eins og fram hefur komið eru menn að ræða að það sé eðlilegt að upplýsingar um kostnaðargreiðslur séu opinberar. Það er rétt að eyða tortryggni með því að hafa þessar upplýsingar opinberar. Við munum ræða það í okkar þingflokki hvernig menn vilja gera þetta sjálfir því þingmenn geta alltaf veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gefur.“ Forsætisnefnd þingsins mun einnig taka málið fyrir á fundi sínum í fyrramálið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu þingmenn stjórnarandstöðunnar varpa því fram hvort ekki sé eðlilegra að utanaðkomandi rannsókn fari fram á akstursdagbókum þingmanna til að rannsaka hvort reglur hafi verið brotnar. Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, segir sjálftöku þingmanna í þessum efnum á gráu svæði. „Þetta þarf að opinbera. Það er alveg ljóst að þingmenn eiga ekki að hagnast persónulega á eigin akstri sem þingmenn,“ segir Hanna Katrín. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun fara ítarlega yfir akstursfé þingmanna á fundi sínum í dag. Formaður þingflokksins segir þingmenn alltaf geta veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. Einnig munu stjórnarandstæðingar í forsætisnefnd óska eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að rannsaka akstursbækur þingmanna til að skoða hvort reglur hafi verið brotnar í þeim efnum. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að setja allar þessar upplýsingar upp á borð. Alþingi á að fara undir upplýsingalög og frumvarp er í undirbúningi hjá mér með heildarendurskoðun upplýsingalaga í huga,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sjá einnig: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Hún segist ekkert sjá að því að akstursdagbækur verði gerðar opinberar aftur í tímann og að enginn þingmaður eigi að græða á ferðum sínum. „Það voru birtar á dögunum aksturstölur aftur í tímann þannig að ég sé ekkert að því. Ég hef engar áhyggjur af því að þessar upplýsingar verði gerðar opinberar.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að eyða tortryggni og að þingmenn geti veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. „Við ætlum að ræða aðeins um þessa hluti,“ segir Birgir. „Þetta verður rætt hjá okkur í dag. Eins og fram hefur komið eru menn að ræða að það sé eðlilegt að upplýsingar um kostnaðargreiðslur séu opinberar. Það er rétt að eyða tortryggni með því að hafa þessar upplýsingar opinberar. Við munum ræða það í okkar þingflokki hvernig menn vilja gera þetta sjálfir því þingmenn geta alltaf veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gefur.“ Forsætisnefnd þingsins mun einnig taka málið fyrir á fundi sínum í fyrramálið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu þingmenn stjórnarandstöðunnar varpa því fram hvort ekki sé eðlilegra að utanaðkomandi rannsókn fari fram á akstursdagbókum þingmanna til að rannsaka hvort reglur hafi verið brotnar. Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, segir sjálftöku þingmanna í þessum efnum á gráu svæði. „Þetta þarf að opinbera. Það er alveg ljóst að þingmenn eiga ekki að hagnast persónulega á eigin akstri sem þingmenn,“ segir Hanna Katrín.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29