Björgunarsveitarmenn tilbúnir í verkefni kvöldsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 19:29 Frá Suðurlandsvegi í dag. Færð er nú tekin að spillast og er búist við því að veður versni með kvöldinu. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðurs á Suðvesturlandi. Björgunarsveitir hafa nú þegar þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, þar á meðal við Úlfarsfell og á Grindavíkurvegi. Þá eru björgunarsveitarmenn á vakt við Hellisheiði og í Þrengslum ef ske kynni að loka þyrfti vegunum.Björgunarsveitarmenn víða á ferðinni í dag „Menn eru klárir í Skógarhlíðinni ef verkefnunum fjölgar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Fulltrúar frá björgunarsveitinni Landsbjörgu og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðir út og standa vaktina í Skógarhlíð í Reykjavík ef senda þarf út mannskap í verkefni vegna óveðurs.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Björgunarsveitir hafa þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, að sögn Davíðs. Fyrsta verkefnið, vélarvana bátur í Súgandafirði, kom á borð björgunarsveita á Vestfjörðum strax í morgun. Þá lögðu björgunarsveitarhópar af stað um klukkan 15 í dag og standa nú vaktina við lokunarpósta á Hellisheiði og í Þrengslum. Þá var kallaður út mannskapur að Grindavíkurvegi í dag og nú laust fyrir 18 festust 6 bílar við Úlfarsfell. Björgunarsveitarmenn luku því verkefni rétt fyrir klukkan 19.Færð að spillast Einhverjar umferðartafir hafa orðið við Reynisfjall vegna umferðaróhapps en fylgjast má með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. Þæfingsfærð er á útvegum í kringum Selfoss og Þorlákshöfn, auk Suðurstrandarvegar við Krýsuvík. Þá er snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka á Suður- og Suðvesturlandi öllu. Veður fer versnandi með kvöldinu suðvestanlands og óvissustigi hefur verið lýst yfir á þremur vegum, Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði. Búist er við suðaustan 15-25 m/s í kvöld, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Þá verður hvassast syðst á landinu og rigning eða slydda á láglendi en snjókoma á heiðum fram eftir kvöldi. Búist er við snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum, allt að 35 m/s og er miðað við að mesta hvassviðrið verði frá 19 í kvöld til 2 í nótt. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um allt land Ný lægð nálgast nú landið með tilheyrandi hvassviðri eða stormi og úrkomu sem getur sett samgöngur úr skorðum þegar líður á daginn. 18. febrúar 2018 12:05 Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á þremur vegum suðvestanlands, Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. 18. febrúar 2018 17:09 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Sjá meira
Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðurs á Suðvesturlandi. Björgunarsveitir hafa nú þegar þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, þar á meðal við Úlfarsfell og á Grindavíkurvegi. Þá eru björgunarsveitarmenn á vakt við Hellisheiði og í Þrengslum ef ske kynni að loka þyrfti vegunum.Björgunarsveitarmenn víða á ferðinni í dag „Menn eru klárir í Skógarhlíðinni ef verkefnunum fjölgar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Fulltrúar frá björgunarsveitinni Landsbjörgu og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðir út og standa vaktina í Skógarhlíð í Reykjavík ef senda þarf út mannskap í verkefni vegna óveðurs.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Björgunarsveitir hafa þurft að sinna nokkrum verkefnum í dag, að sögn Davíðs. Fyrsta verkefnið, vélarvana bátur í Súgandafirði, kom á borð björgunarsveita á Vestfjörðum strax í morgun. Þá lögðu björgunarsveitarhópar af stað um klukkan 15 í dag og standa nú vaktina við lokunarpósta á Hellisheiði og í Þrengslum. Þá var kallaður út mannskapur að Grindavíkurvegi í dag og nú laust fyrir 18 festust 6 bílar við Úlfarsfell. Björgunarsveitarmenn luku því verkefni rétt fyrir klukkan 19.Færð að spillast Einhverjar umferðartafir hafa orðið við Reynisfjall vegna umferðaróhapps en fylgjast má með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. Þæfingsfærð er á útvegum í kringum Selfoss og Þorlákshöfn, auk Suðurstrandarvegar við Krýsuvík. Þá er snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka á Suður- og Suðvesturlandi öllu. Veður fer versnandi með kvöldinu suðvestanlands og óvissustigi hefur verið lýst yfir á þremur vegum, Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði. Búist er við suðaustan 15-25 m/s í kvöld, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Þá verður hvassast syðst á landinu og rigning eða slydda á láglendi en snjókoma á heiðum fram eftir kvöldi. Búist er við snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum, allt að 35 m/s og er miðað við að mesta hvassviðrið verði frá 19 í kvöld til 2 í nótt.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um allt land Ný lægð nálgast nú landið með tilheyrandi hvassviðri eða stormi og úrkomu sem getur sett samgöngur úr skorðum þegar líður á daginn. 18. febrúar 2018 12:05 Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á þremur vegum suðvestanlands, Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. 18. febrúar 2018 17:09 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Sjá meira
Gul viðvörun um allt land Ný lægð nálgast nú landið með tilheyrandi hvassviðri eða stormi og úrkomu sem getur sett samgöngur úr skorðum þegar líður á daginn. 18. febrúar 2018 12:05
Óvissustigi lýst yfir á Suðvesturlandi Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á þremur vegum suðvestanlands, Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. 18. febrúar 2018 17:09