Öll eggin Magnús Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2018 07:00 Það hefur aldrei þótt skynsamlegt að hafa öll eggin í einni og sömu körfunni. Sérstaklega eru stórfelldir en fábreyttir atvinnuhættir varasamt fyrirbæri því engin atvinnustarfsemi er svo fyrirsjáanlega stöðug um ókomna tíð að hún sé þess virði að leggja heilu samfélögin að veði. Þetta þekkjum við Íslendingar vel frá þeim tíma sem fjármálastarfsemi átti að vera fyrir okkur það sem olían hefur verið fyrir Norðmenn en svo fór sem fór. Norska þjóðin hefur hagnast gríðarlega á því að sækja olíu í Noregshaf en áframhaldandi olíusókn lengra til norðurs hugnast þó ekki öllum. Það merkilega er að andstöðu við áform norskra stjórnvalda er helst að finna hjá heimamönnum í nyrstu byggðum landsins. Ástæðan er að rannsóknir sýna að olíuvinnsla á hafsvæðum veldur meira tjóni á fiskimiðum og náttúru hafsvæða en áður var talið. Veldur tjóni á því sem er hin eiginlega undirstaða samfélags á norðurslóð í Noregi og hefur verið um langt skeið. Þessi andstaða í Noregi kemur upp í hugann þegar litið er til þess að hluti íbúa á suðurfjörðum Austfjarða leggst nú eindregið gegn stórfelldu sjókvíaeldi í Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Berufirði. Andstæðingar eldisins benda á að næga og fjölbreytta vinnu sé að hafa á svæðinu en að því sé ógnað með áformum fyrirtækis sem er að mestu í eigu erlendra aðila. Þetta fjölbreytta atvinnulíf byggir nefnilega m.a. á fiskveiðum, fiskvinnslu, ferðaþjónustu og ýmissi afleiddri þjónustu. Atvinnugreinum sem eru háðar því að hreinleiki náttúrunnar sé tryggður en er með stórfelldu laxeldi inni á fjörðum verulega ógnað. Þó svo laxeldi hafi haft jákvæð áhrif á atvinnulíf og byggðir Vestjarða þá þýðir það ekki að eitt og hið sama þurfi að henta öðrum svæðum. Sífelld aukning, útbreiðsla og stækkun eldisstöðva þarf auðvitað ekki að vera einhvers konar náttúrulögmál. Ekki frekar en þensla íslenska bankakerfisins var á sínum tíma eða það sem sumir hafa kallað olíufíkn norsku stjórnmálastéttarinnar. Hófsemi og stöðugleiki, þar sem því er sinnt með öllum ráðum að lágmarka umhverfisáhrif, getur reynst mun heillavænlegri leið fyrir atvinnulífið í heild sinni þegar til lengri tíma er litið. Áform um stórfellt sjókvíaeldi á suðurfjörðum Austfjarða er ekki í samræmi við hófsemi eða fjölbreytta atvinnustefnu. Hið sama má mögulega segja um nýtt frumvarp til laga um fiskeldi en samkvæmt því þurfa fiskeldisfyrirtæki aðeins að skrá sig hjá Umhverfisstofnun í stað þess að sækja um leyfi hjá stofnuninni eins og áður var. Umhverfisstofnun hefur reyndar varað við því að það geti leitt til raunverulegrar hættu á að ítarlegt umverfismat farist fyrir. Þetta er varasöm þróun og tímabært að ríkisstjórnin móti hófsama stefnu með skýru regluverki þar sem náttúran og fjölbreyttir atvinnuhættir njóta vafans. Náttúran tilheyrir engu okkar og við eigum engan rétt á henni umfram hóflega nýtingu til farsællar afkomu án þess að valda henni tjóni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur aldrei þótt skynsamlegt að hafa öll eggin í einni og sömu körfunni. Sérstaklega eru stórfelldir en fábreyttir atvinnuhættir varasamt fyrirbæri því engin atvinnustarfsemi er svo fyrirsjáanlega stöðug um ókomna tíð að hún sé þess virði að leggja heilu samfélögin að veði. Þetta þekkjum við Íslendingar vel frá þeim tíma sem fjármálastarfsemi átti að vera fyrir okkur það sem olían hefur verið fyrir Norðmenn en svo fór sem fór. Norska þjóðin hefur hagnast gríðarlega á því að sækja olíu í Noregshaf en áframhaldandi olíusókn lengra til norðurs hugnast þó ekki öllum. Það merkilega er að andstöðu við áform norskra stjórnvalda er helst að finna hjá heimamönnum í nyrstu byggðum landsins. Ástæðan er að rannsóknir sýna að olíuvinnsla á hafsvæðum veldur meira tjóni á fiskimiðum og náttúru hafsvæða en áður var talið. Veldur tjóni á því sem er hin eiginlega undirstaða samfélags á norðurslóð í Noregi og hefur verið um langt skeið. Þessi andstaða í Noregi kemur upp í hugann þegar litið er til þess að hluti íbúa á suðurfjörðum Austfjarða leggst nú eindregið gegn stórfelldu sjókvíaeldi í Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Berufirði. Andstæðingar eldisins benda á að næga og fjölbreytta vinnu sé að hafa á svæðinu en að því sé ógnað með áformum fyrirtækis sem er að mestu í eigu erlendra aðila. Þetta fjölbreytta atvinnulíf byggir nefnilega m.a. á fiskveiðum, fiskvinnslu, ferðaþjónustu og ýmissi afleiddri þjónustu. Atvinnugreinum sem eru háðar því að hreinleiki náttúrunnar sé tryggður en er með stórfelldu laxeldi inni á fjörðum verulega ógnað. Þó svo laxeldi hafi haft jákvæð áhrif á atvinnulíf og byggðir Vestjarða þá þýðir það ekki að eitt og hið sama þurfi að henta öðrum svæðum. Sífelld aukning, útbreiðsla og stækkun eldisstöðva þarf auðvitað ekki að vera einhvers konar náttúrulögmál. Ekki frekar en þensla íslenska bankakerfisins var á sínum tíma eða það sem sumir hafa kallað olíufíkn norsku stjórnmálastéttarinnar. Hófsemi og stöðugleiki, þar sem því er sinnt með öllum ráðum að lágmarka umhverfisáhrif, getur reynst mun heillavænlegri leið fyrir atvinnulífið í heild sinni þegar til lengri tíma er litið. Áform um stórfellt sjókvíaeldi á suðurfjörðum Austfjarða er ekki í samræmi við hófsemi eða fjölbreytta atvinnustefnu. Hið sama má mögulega segja um nýtt frumvarp til laga um fiskeldi en samkvæmt því þurfa fiskeldisfyrirtæki aðeins að skrá sig hjá Umhverfisstofnun í stað þess að sækja um leyfi hjá stofnuninni eins og áður var. Umhverfisstofnun hefur reyndar varað við því að það geti leitt til raunverulegrar hættu á að ítarlegt umverfismat farist fyrir. Þetta er varasöm þróun og tímabært að ríkisstjórnin móti hófsama stefnu með skýru regluverki þar sem náttúran og fjölbreyttir atvinnuhættir njóta vafans. Náttúran tilheyrir engu okkar og við eigum engan rétt á henni umfram hóflega nýtingu til farsællar afkomu án þess að valda henni tjóni.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar