Bubba Watson er efstur á opna Genesis motinu í Kaliforíu, en það á eftir að spila einn hring. Tiger Woods var við keppni á sama móti, en komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær.
Bubba spilaði frábært golf í nótt, en hann spilaði á sex höggum undir pari. Hann átti sinn besta hring af þremur í gær, en leiðir með einu höggi.
Patrik Cantlay sem leiddi eftir gærdaginn spilaði á 69 höggum og er dottinn niður í annað sætið. Cameron Smith var hástökkvari gærdagsins, en hann er kominn í þriðja sætið, tveimur höggum á eftir Bubba.
Rory McIlroy fataðist heldur betur flugið í gær. Eftir að hafa verið nokkuð ofarlega í gær, spilaði hann á tveimur höggum yfir pari í nótt og er kominn niður í 42. sætið. Lokahringurinn fer fram í kvöld.
Bubba leiðir í Kaliforníu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn


Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn



Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti




„Manchester er heima“
Enski boltinn