Bubba Watson er efstur á opna Genesis motinu í Kaliforíu, en það á eftir að spila einn hring. Tiger Woods var við keppni á sama móti, en komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær.
Bubba spilaði frábært golf í nótt, en hann spilaði á sex höggum undir pari. Hann átti sinn besta hring af þremur í gær, en leiðir með einu höggi.
Patrik Cantlay sem leiddi eftir gærdaginn spilaði á 69 höggum og er dottinn niður í annað sætið. Cameron Smith var hástökkvari gærdagsins, en hann er kominn í þriðja sætið, tveimur höggum á eftir Bubba.
Rory McIlroy fataðist heldur betur flugið í gær. Eftir að hafa verið nokkuð ofarlega í gær, spilaði hann á tveimur höggum yfir pari í nótt og er kominn niður í 42. sætið. Lokahringurinn fer fram í kvöld.
Bubba leiðir í Kaliforníu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni
Enski boltinn