Valdís Þóra Jónsdóttir náði sér ekki alveg á strik á opna ástrálska mótsinu í golfi, en spilað var í nótt. Þetta var þriðji hringurinn á mótinu.
Valdís hafði spilað hina tvo hringina nokkuð vel og komst nokkuð auðveldlega í ggnum niðurskurð. Hún spilaði í nótt á 72 höggum, tveimur höggum yfir pari, eins og áður segir.
Hringurinn var nokkuð kaflaskiptur, en Valdís byrjaði vel og endaði svo vel. Um miðjan hring gekk afar illa og fékk hún meðal annars í tvígang tvöfaldan skolla.
Eftir hringinn er Valdís í 50.-61. sæti en þetta er í fyrsta skipti sem Valdís Þóra fera í gegnum niðurskurðinn á LPGA-mótaröðinni.
Valdís lenti í vandræðum í Ástralíu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn



Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti


Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1