Nikola Jokic var með 30 stig, 15 fráköst og 17 stoðsendingar í 134-123 sigri Denver Nuggets á Milwaukee Bucks.
Jokic var þarna að ná þrennu í öðrum leiknum í röð því hann var með 23 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í sigri á San Antonio Spurs. Jokic er með fimm þrennur á tímabilinu þar af fjórar þeirra eftir 27. janúar.
Með því að ná 30-15-15 þrennu komst hann í úrvalshóp en aðeins fimm aðrir leikmenn í sögu NBA hafa náð því. Þeir eru Larry Bird, Wilt Chamberlain, Magic Johnson, Oscar Robertson og James Harden. Harden og Jokic eru þeir einu sem eru enn að spila.
Nikola Jokic joined some pretty elite company Thursday, when he recorded the 17th game in NBA history with 30 points, 15 rebounds and 15 assists according to @EliasSports. pic.twitter.com/jWQONSIDEX
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 16, 2018
Jokic var kominn með þrennuna þegar 1:54 voru enn eftir af öðrum leikhluta og bætti þar með afrek Russel Westbrook frá því í desember 2016. Westbrook náði þeirri þrennu þegar 34 sekúndur voru til hálfleiks.
Nikola Jokic reached a triple-double with 1:54 left in the second quarter.
That's the fastest triple-double in the NBA in the past 20 seasons. pic.twitter.com/kCy9a03ZGn
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 16, 2018
Jokic er á góðri leið með að hækka meðaltöl sín í stigum, fráköstum og stoðsendingum annað tímabilið í röð.
Nikola Jokic had 17 assists on Thursday. Among players 6'10" or taller, only Wilt Chamberlain has recorded more in a single game in NBA history per @EliasSports research. pic.twitter.com/HmOdzjfnVY
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 16, 2018