Freydís Halla Einarsdóttir varð í 41. sæti af 76 keppendum í svigi á Vetrarólympíuleikunum í PyeungChang í nótt.
Freydís kom í mark í fyrri ferðinni á 56,49 sekúndum og var þá 7,60 sekúndum á eftir fyrstu konu en seinni ferðina fór hún á 56,66 sekúndum.
Heildartími Freydísar Höllu var því 1:53,15 mínútur og endaði hún 14,52 sekúndum á eftir Ólympíumeistaranum Fríðu Hansdóttur frá Svíþjóð.
Óvænt úrslit litu nefnilega dagsins ljós í nótt þegar að langbesta svigkona heims, Mikaela Shiffrin, komst ekki einu sinni á pall en hún varð í fjórða sæti í sviginu.
Freydís Halla í 41. sæti í svigi

Mest lesið

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn


Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn



Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn


„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti

