Fangelsuð fyrir að fæða andvana barn og látin laus ellefu árum síðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 22:45 Teodora Vásquez naut lífsins í faðmi fjölskyldu sinnar eftir að henni var sleppt úr fangelsi í El Salvador í dag. Vísir/AFP Teodora Vásquez, sem fæddi andvana barn árið 2007 og var í kjölfarið dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð, var látin laus úr fangelsi í dag. Málið er talið lýsandi fyrir alvarlegar afleiðingar fóstureyðingabanns á borð við það sem gildir í mörgum löndum Mið-Ameríku, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Vásquez, sem nú er 35 ára gömul, var látin laus úr fangelsi í El Salvador í dag eftir að hafa afplánað nær 11 ár af 30 ára dómi sem hún hlaut fyrir morð á barni sínu. Sökuð um að koma viljandi af stað fóstureyðinguÞegar Vásquez var 24 ára gömul gekk hún með annað barn sitt. Á níunda mánuði meðgöngunnar fór Vásquez að finna fyrir miklum verkjum, sem leiddu til þess að hún missti meðvitund og var flutt á sjúkrahús þar sem hún fæddi andvana barn. Þegar Vásquez rankaði við sér á sjúkrahúsinu var hún sökuð um að hafa myrt barnið með því að hafa komið viljandi af stað fóstureyðingu. Sú reyndist að endingu ekki raunin og mildaði Hæstiréttur í El Salvador dóm Vásquez á þeim grundvelli að ekki hefðu fengist nægar vísindalegar sannanir fyrir því að Vásquez hefði misst fóstrið viljandi.Algjört bann við fóstureyðingum hefur alvarlegar afleiðingar Lög um algjört bann á fóstureyðingum hafa verið í gildi í El Salvador síðan árið 1998. Bannið gildir líka í þeim tilvikum þegar getnaður verður í kjölfar nauðgunar, þegar meðganga stofnar lífi konu í hættu og þegar fóstri er ekki hugað líf. Síðan þá hafa fjölmargar konur, sem hafa fósturlát eða fæða andvana börn, verið kærðar og dæmdar fyrir morð. Einhverjar þeirra hafa þó verið látnar lausar undanfarin misseri eftir harða baráttu mannréttindasamtaka. El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Teodora Vásquez, sem fæddi andvana barn árið 2007 og var í kjölfarið dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð, var látin laus úr fangelsi í dag. Málið er talið lýsandi fyrir alvarlegar afleiðingar fóstureyðingabanns á borð við það sem gildir í mörgum löndum Mið-Ameríku, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian. Vásquez, sem nú er 35 ára gömul, var látin laus úr fangelsi í El Salvador í dag eftir að hafa afplánað nær 11 ár af 30 ára dómi sem hún hlaut fyrir morð á barni sínu. Sökuð um að koma viljandi af stað fóstureyðinguÞegar Vásquez var 24 ára gömul gekk hún með annað barn sitt. Á níunda mánuði meðgöngunnar fór Vásquez að finna fyrir miklum verkjum, sem leiddu til þess að hún missti meðvitund og var flutt á sjúkrahús þar sem hún fæddi andvana barn. Þegar Vásquez rankaði við sér á sjúkrahúsinu var hún sökuð um að hafa myrt barnið með því að hafa komið viljandi af stað fóstureyðingu. Sú reyndist að endingu ekki raunin og mildaði Hæstiréttur í El Salvador dóm Vásquez á þeim grundvelli að ekki hefðu fengist nægar vísindalegar sannanir fyrir því að Vásquez hefði misst fóstrið viljandi.Algjört bann við fóstureyðingum hefur alvarlegar afleiðingar Lög um algjört bann á fóstureyðingum hafa verið í gildi í El Salvador síðan árið 1998. Bannið gildir líka í þeim tilvikum þegar getnaður verður í kjölfar nauðgunar, þegar meðganga stofnar lífi konu í hættu og þegar fóstri er ekki hugað líf. Síðan þá hafa fjölmargar konur, sem hafa fósturlát eða fæða andvana börn, verið kærðar og dæmdar fyrir morð. Einhverjar þeirra hafa þó verið látnar lausar undanfarin misseri eftir harða baráttu mannréttindasamtaka.
El Salvador Mið-Ameríka Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira