Af og frá að þingmenn fái einhverjar druslur Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2018 13:30 Bergþór segir druslutal Ásmundar staðlausa stafi, fráleitt, úti í móta, tilhæfulaust með öllu. Hann er ekki sáttur. Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir að viðtal við Ásmund Friðriksson þingmann, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær, hafi orðið til að hækka verulega í sér blóðþrýstinginn. Hann segir Ásmund fara með staðlausa stafi en helst var á Ásmundi að skilja að þingmönnum byðust hálfgerðar druslur frá bílaleigum, keyrðar jafnvel tugi og uppí hundruð þúsunda kílómetra og því kysi hann að vera á sínum eigin bíl. „Þarna er farið með rangt mál. Okkar fyrirtæki, eins og vonandi flestir vita, er í fararbroddi í öryggis og gæðamálum í þessum bransa. Að heyra það að við séum með ónýta bíla keyrða einhverja hundrað þúsund kílómetra er bara rangt. Punktur,“ segir Bergþór. Og er verulega ósáttur við orð þingmannsins.Skilur ekki hvað Ásmundi gengur til Aksturskostnaður Ásmunds hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga en hann var á síðasta ári 4,6 milljónir. Samkvæmt útreikningum FÍB að gefnum forsendum má gera ráð fyrir því að raunkostnaður við reksturinn sé rúmlega tvær milljónir. Framkvæmdastjórinn segist ekki vita hvað Ásmundi gangi til með að halda þessu fram. Segir að það verði að spyrja hann um það en það megi furðu sæta að menn fari „með svona svakalega rangt mál. Menn velja mismunandi leiðir til að verja sig og stundum er gott að benda á einhvern annan. En það sem hann sagði er rangt og úti á túni.“Er hann þá að stilla þér og ykkur upp sem blórabögglum í vandræðum sínum? „Ég veit ekki hvað hann er að hugsa með að fara þessar leiðir. En, þetta er eins rangt og það verður og slæmt fyrir fyrirmyndarfyrirtæki að fá svona á sig,“ segir Bergþór. Og nefnir að hann taki þetta ekki inná sig einfaldlega vegna þess að hann viti betur.Engar druslur og engar kvartanir Bergþór kannast ekki við neinar kvartanir frá þingmönnum um það að bílarnir sem Bílaleiga Akureyrar útvegi þeim séu druslur. „Nei.“ Bergþór segir að haldið sé nákvæmt bókahald yfir það hvað viðskiptavinum finnist, bæði lof og last til að vita hvar fyrirtækið standi og ekkert slíkt sé að finna í þeirra bókum um neitt í þessa veru. „Ég þekki ekki eina einustu kvörtun,“ segir Bergþór. Hann segir þetta ekki margar bifreiðar sem þingmenn almennt eru að leigja. Og fari eftir þörfum hvers um sig. Þingmennirnir eru á smábílum uppí jepplinga. Stundum til langtíma og stundum skemmri tíma. „Mér finnst þetta bara sorglegt. Ég get boðið hverjum sem er að koma og sparka í dekk, lesa af kílómetramælum og prófa. Við erum að tala um bíla sem eru eknir 20 til 30 þúsund kílómetra. Kannski 40. Þetta er margföldun. Við erum ekki að tala um neinar druslur.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir að viðtal við Ásmund Friðriksson þingmann, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær, hafi orðið til að hækka verulega í sér blóðþrýstinginn. Hann segir Ásmund fara með staðlausa stafi en helst var á Ásmundi að skilja að þingmönnum byðust hálfgerðar druslur frá bílaleigum, keyrðar jafnvel tugi og uppí hundruð þúsunda kílómetra og því kysi hann að vera á sínum eigin bíl. „Þarna er farið með rangt mál. Okkar fyrirtæki, eins og vonandi flestir vita, er í fararbroddi í öryggis og gæðamálum í þessum bransa. Að heyra það að við séum með ónýta bíla keyrða einhverja hundrað þúsund kílómetra er bara rangt. Punktur,“ segir Bergþór. Og er verulega ósáttur við orð þingmannsins.Skilur ekki hvað Ásmundi gengur til Aksturskostnaður Ásmunds hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga en hann var á síðasta ári 4,6 milljónir. Samkvæmt útreikningum FÍB að gefnum forsendum má gera ráð fyrir því að raunkostnaður við reksturinn sé rúmlega tvær milljónir. Framkvæmdastjórinn segist ekki vita hvað Ásmundi gangi til með að halda þessu fram. Segir að það verði að spyrja hann um það en það megi furðu sæta að menn fari „með svona svakalega rangt mál. Menn velja mismunandi leiðir til að verja sig og stundum er gott að benda á einhvern annan. En það sem hann sagði er rangt og úti á túni.“Er hann þá að stilla þér og ykkur upp sem blórabögglum í vandræðum sínum? „Ég veit ekki hvað hann er að hugsa með að fara þessar leiðir. En, þetta er eins rangt og það verður og slæmt fyrir fyrirmyndarfyrirtæki að fá svona á sig,“ segir Bergþór. Og nefnir að hann taki þetta ekki inná sig einfaldlega vegna þess að hann viti betur.Engar druslur og engar kvartanir Bergþór kannast ekki við neinar kvartanir frá þingmönnum um það að bílarnir sem Bílaleiga Akureyrar útvegi þeim séu druslur. „Nei.“ Bergþór segir að haldið sé nákvæmt bókahald yfir það hvað viðskiptavinum finnist, bæði lof og last til að vita hvar fyrirtækið standi og ekkert slíkt sé að finna í þeirra bókum um neitt í þessa veru. „Ég þekki ekki eina einustu kvörtun,“ segir Bergþór. Hann segir þetta ekki margar bifreiðar sem þingmenn almennt eru að leigja. Og fari eftir þörfum hvers um sig. Þingmennirnir eru á smábílum uppí jepplinga. Stundum til langtíma og stundum skemmri tíma. „Mér finnst þetta bara sorglegt. Ég get boðið hverjum sem er að koma og sparka í dekk, lesa af kílómetramælum og prófa. Við erum að tala um bíla sem eru eknir 20 til 30 þúsund kílómetra. Kannski 40. Þetta er margföldun. Við erum ekki að tala um neinar druslur.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44