Fagmennska og réttlæti skipta sköpum í úrvinnslu eineltismála Kolbrún Baldursdóttir skrifar 14. febrúar 2018 16:02 Það er sérlega viðkvæmt fyrir fyrirtæki og stofnanir ef í ljós kemur að einelti hafi átt sér stað á vinnustaðnum. Margir vinnustaðir hafa lagt sig í líma við að fyrirbyggja slíka hegðun með ýmsum ráðum. Sumir vinnustaðir eru sjálfbærir í þessum efnum komi fram kvörtun en aðrir leita til fagaðila. Til mín leita í auknum mæli einstaklingar sem telja að mál þeirra hafi hvorki fengið faglega né réttláta meðferð og velta fyrir sér næstu skrefum. Mál þeirra eru ýmist í vinnslu eða lokið á vinnustaðnum sjálfum eða hjá sjálfstætt starfandi aðilum sem keyptir hafa verið til verksins. Eftirfarandi atriði snúa einungis að hugsanlegum vanköntum eða mistökum í vinnslu eineltismála en hafa ekkert að gera með það hvort niðurstaða málanna hafi orðið tilkynnanda í vil eða ekki. Á því er vissulega allur gangur.Vankantar í vinnsluferlinuSkilgreiningar of þröngar: Reynt að gera lítið úr kvörtuninni strax í byrjun með því að segja að hún falli ekki undir „hefðbundna skilgreiningu um einelti“. Dæmi um þetta er að einstaklingi hefur verið sagt að ef hlé hefur orðið á hinni meintu óæskilegu hegðun í einhvern tíma þá sé ekki um einelti að ræða jafnvel þótt hegðunin hafi viðgengist í mörg ár. Annað dæmi er að ef birtingarmynd hinnar meintu óæskilegu hegðunar er ekki alltaf sú sama þá sé ekki um að ræða „ítrekaða hegðun“ og þar af leiðandi ekki um einelti að ræða.Tilkynnandi gerður ótrúverðugur strax í byrjun: Margir tilkynnendur hafa upplifað strax í upphafi, áður en nokkuð er farið að kanna málið, að niðurstaða málsins liggi þá þegar fyrir og „að búið sé að kaupa niðurstöðuna“. Reynt er að gera kvörtun þeirra ótrúverðuga og fljótlega dregnar ályktanir um að tilkynnandinn sé hluti vandans, jafnvel að öllu leyti. Tilkynnendur hafa fengið spurningar á borð við hvort þeir sjálfir eigi ekki einhvern þátt í þessu vandamáli, hvort þetta sé ekki bara samskiptavandi?Meintur gerandi tekur stjórnina: Algengt er að varnir meints geranda felist í því að koma með „mótkvörtun“ þar sem hann dregur fram ýmsa neikvæða þætti um tilkynnandann. Tilgangurinn er að gera hinn síðarnefnda ótrúverðugan í augum þeirra sem hafa með vinnslu málsins að gera. Afleiðingarnar eru iðulega þær að þeir sem eru að vinna í málinu missa sjónar af upprunalegu tilkynningunni en festa sig þess í stað í mótkvörtun meints geranda. Málið tekur U-beygju og tilkynnendum finnst eins og meintur gerandi hafi tekið stjórnina í málinu. Tilkynnendur lýsa því að svo virðist sem kvörtun þeirra sé ekki lengur aðalmálið. Hún sé orðin lituð af viðbrögðum meints geranda og nú sé jafnvel litið á vandann sem vanda tilkynnandans.Upplýsingum haldið leyndum:Í þessum málum segjast tilkynnendur oft fá litlar upplýsingar um hvernig vinnsluferlinu er háttað. Þeir fullyrða að þeim sé haldið utan við vinnsluferlið og að þeir fái oft ekkert að vita hvað aðrir sem rætt er við í tengslum við málið hafa sagt. Sumir tilkynnendur segja að þegar þeir fá niðurstöðuna sé hún jafnvel samhengislaus, slitrótt og inn í hana blandist stundum þættir sem hafa engin tengsl við upphaflegu kvörtunina. Upplýsingum um hvernig lokaniðurstaðan var fengin er í mörgum tilfellum alls ekki ljós. Þegar tilkynnendur óska eftir að sjá öll gögn og það sem hefur verið skrifað og skráð í málinu um þá og kvörtun þeirra, er jafnvel sagt að um sé að ræða „trúnaðarmál“. Faglegt og réttlátt vinnsluferli í eineltismálumEnginn ákveður upplifun annarra: Mælikvarði á hvar mörkin í samskiptum liggja er huglægt mat einstaklings. Enginn ákveður upplifun annarra. Hvernig svo sem mál kann að líta út í byrjun skal vinna út frá einni grunnhugmyndafræði og hún er að taka allar kvartanir til skoðunar með opnum hug og af hlutleysi, kanna réttmæti þeirra og forðast að draga ótímabærar ályktanir.Tilkynningin er mál tilkynnandans: Því fylgir ábyrgð að kvarta yfir öðrum. Áður en hafist er handa þarf að ræða vandlega við tilkynnanda um kvörtun hans og honum gerð grein fyrir að hún verði lesin upp fyrir meintan geranda. Allir þeir sem kvartað er yfir eiga rétt á að vita nákvæmlega hvað þeir eiga að hafa gert. Ákveða skal, í samráði við tilkynnanda, hverja aðra hann vill láta ræða við í tengslum við málið, hvernig vinnsluhraðanum skuli háttað og um fleira sem kann að skipta sköpum í málinu.Sanngjarnar leikreglur og jafnræði: Allir þeir sem rætt er við þurfa að fá að vita það fyrirfram að um er að ræða opið og gegnsætt vinnsluferli og munu aðilar máls, tilkynnandi og sá sem kvartað er yfir, sjá skráningar viðtala sem höfð eru við aðra í tengslum við málið. Aðilar sem rætt er við eiga einnig að fá tækifæri til að lesa yfir það sem hafa á eftir þeim í endanlegri álitsgerð um málið og þeim gefin kostur á að breyta eða lagfæra framburð sinn.Meintur gerandi á líka rétt: Það er ábyrgð meints geranda að mæta til fundar til að ræða um kvörtun á hendur honum. Honum skal ávallt vera boðið að hafa með sér annan aðila til stuðnings og ráðgjafar. Meintur gerandi er upplýstur um efni kvörtunarinnar og honum gefinn kostur á að bregðast við, andmæla, útskýra mál sitt eða leiðrétta allt eftir eðli og atvikum málsins. Eins og tilkynnanda býðst honum að nefna aðila sem hann óskar eftir að rætt verði við í tengslum við málið.Álitsgerð með rökstuddri niðurstöðu: Þegar rætt hefur verið við alla hlutaðeigandi aðila er lagt mat á heildarmynd málsins og aðilar þess upplýstir um niðurstöðuna í sitthvoru lagi með munnlegum hætti þar sem þeim er boðið að bregðast við henni. Aðilar málsins, tilkynnandi og sá (þeir) sem kvartað var yfir, fá eintak af álitsgerðinni sem og yfirstjórn vinnustaðarins. Aðrir sem rætt var við fá tækifæri til að kynna sér álitsgerðina hjá þeim sem unnu málið eða hjá yfirstjórn vinnustaðarins. Ekki ætti að vera um frekari dreifingu að ræða af hálfu vinnustaðarins.Lokaorð Í þessari grein hefur verið farið yfir algenga vankanta sem stundum eru gerðir í vinnslu kvörtunarmála eins og eineltismála. Einnig hefur verið rakinn í stuttu máli vinnsluferill sem er síður líklegri til að skilja málið eftir óleyst. Málin eru að jafnaði tilfinningalega erfið og átakanleg og því afar mikilvægt að ekki bætist við reiði og sársauki sem tengist vinnsluferlinu. Fyrir þann sem hefur e.t.v. lengi verið að mana sig upp í að tilkynna óæskilega hegðun sem hann telur sig hafa orðið fyrir á vinnustaðnum og fyrir þann sem kvartað er yfir skiptir gegnsæi, einlægni og heiðarleiki í vinnubrögðum mestu. Mikilvægt er að gæta jafnræðis. Báðir aðilar eiga rétt á að sjá öll gögn í málinu og röksemdafærslu fyrir niðurstöðu málsins. Liggi vinnsluferlið ekki alveg ljóst fyrir finnst þeim sem telur á sér brotið málinu engan veginn lokið og leitar oft leiða til að fá það endurupptekið eða vísa því til dómstóla. Annað efni þessu tengt er að finna á www.kolbrunbaldurs.isHöfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það er sérlega viðkvæmt fyrir fyrirtæki og stofnanir ef í ljós kemur að einelti hafi átt sér stað á vinnustaðnum. Margir vinnustaðir hafa lagt sig í líma við að fyrirbyggja slíka hegðun með ýmsum ráðum. Sumir vinnustaðir eru sjálfbærir í þessum efnum komi fram kvörtun en aðrir leita til fagaðila. Til mín leita í auknum mæli einstaklingar sem telja að mál þeirra hafi hvorki fengið faglega né réttláta meðferð og velta fyrir sér næstu skrefum. Mál þeirra eru ýmist í vinnslu eða lokið á vinnustaðnum sjálfum eða hjá sjálfstætt starfandi aðilum sem keyptir hafa verið til verksins. Eftirfarandi atriði snúa einungis að hugsanlegum vanköntum eða mistökum í vinnslu eineltismála en hafa ekkert að gera með það hvort niðurstaða málanna hafi orðið tilkynnanda í vil eða ekki. Á því er vissulega allur gangur.Vankantar í vinnsluferlinuSkilgreiningar of þröngar: Reynt að gera lítið úr kvörtuninni strax í byrjun með því að segja að hún falli ekki undir „hefðbundna skilgreiningu um einelti“. Dæmi um þetta er að einstaklingi hefur verið sagt að ef hlé hefur orðið á hinni meintu óæskilegu hegðun í einhvern tíma þá sé ekki um einelti að ræða jafnvel þótt hegðunin hafi viðgengist í mörg ár. Annað dæmi er að ef birtingarmynd hinnar meintu óæskilegu hegðunar er ekki alltaf sú sama þá sé ekki um að ræða „ítrekaða hegðun“ og þar af leiðandi ekki um einelti að ræða.Tilkynnandi gerður ótrúverðugur strax í byrjun: Margir tilkynnendur hafa upplifað strax í upphafi, áður en nokkuð er farið að kanna málið, að niðurstaða málsins liggi þá þegar fyrir og „að búið sé að kaupa niðurstöðuna“. Reynt er að gera kvörtun þeirra ótrúverðuga og fljótlega dregnar ályktanir um að tilkynnandinn sé hluti vandans, jafnvel að öllu leyti. Tilkynnendur hafa fengið spurningar á borð við hvort þeir sjálfir eigi ekki einhvern þátt í þessu vandamáli, hvort þetta sé ekki bara samskiptavandi?Meintur gerandi tekur stjórnina: Algengt er að varnir meints geranda felist í því að koma með „mótkvörtun“ þar sem hann dregur fram ýmsa neikvæða þætti um tilkynnandann. Tilgangurinn er að gera hinn síðarnefnda ótrúverðugan í augum þeirra sem hafa með vinnslu málsins að gera. Afleiðingarnar eru iðulega þær að þeir sem eru að vinna í málinu missa sjónar af upprunalegu tilkynningunni en festa sig þess í stað í mótkvörtun meints geranda. Málið tekur U-beygju og tilkynnendum finnst eins og meintur gerandi hafi tekið stjórnina í málinu. Tilkynnendur lýsa því að svo virðist sem kvörtun þeirra sé ekki lengur aðalmálið. Hún sé orðin lituð af viðbrögðum meints geranda og nú sé jafnvel litið á vandann sem vanda tilkynnandans.Upplýsingum haldið leyndum:Í þessum málum segjast tilkynnendur oft fá litlar upplýsingar um hvernig vinnsluferlinu er háttað. Þeir fullyrða að þeim sé haldið utan við vinnsluferlið og að þeir fái oft ekkert að vita hvað aðrir sem rætt er við í tengslum við málið hafa sagt. Sumir tilkynnendur segja að þegar þeir fá niðurstöðuna sé hún jafnvel samhengislaus, slitrótt og inn í hana blandist stundum þættir sem hafa engin tengsl við upphaflegu kvörtunina. Upplýsingum um hvernig lokaniðurstaðan var fengin er í mörgum tilfellum alls ekki ljós. Þegar tilkynnendur óska eftir að sjá öll gögn og það sem hefur verið skrifað og skráð í málinu um þá og kvörtun þeirra, er jafnvel sagt að um sé að ræða „trúnaðarmál“. Faglegt og réttlátt vinnsluferli í eineltismálumEnginn ákveður upplifun annarra: Mælikvarði á hvar mörkin í samskiptum liggja er huglægt mat einstaklings. Enginn ákveður upplifun annarra. Hvernig svo sem mál kann að líta út í byrjun skal vinna út frá einni grunnhugmyndafræði og hún er að taka allar kvartanir til skoðunar með opnum hug og af hlutleysi, kanna réttmæti þeirra og forðast að draga ótímabærar ályktanir.Tilkynningin er mál tilkynnandans: Því fylgir ábyrgð að kvarta yfir öðrum. Áður en hafist er handa þarf að ræða vandlega við tilkynnanda um kvörtun hans og honum gerð grein fyrir að hún verði lesin upp fyrir meintan geranda. Allir þeir sem kvartað er yfir eiga rétt á að vita nákvæmlega hvað þeir eiga að hafa gert. Ákveða skal, í samráði við tilkynnanda, hverja aðra hann vill láta ræða við í tengslum við málið, hvernig vinnsluhraðanum skuli háttað og um fleira sem kann að skipta sköpum í málinu.Sanngjarnar leikreglur og jafnræði: Allir þeir sem rætt er við þurfa að fá að vita það fyrirfram að um er að ræða opið og gegnsætt vinnsluferli og munu aðilar máls, tilkynnandi og sá sem kvartað er yfir, sjá skráningar viðtala sem höfð eru við aðra í tengslum við málið. Aðilar sem rætt er við eiga einnig að fá tækifæri til að lesa yfir það sem hafa á eftir þeim í endanlegri álitsgerð um málið og þeim gefin kostur á að breyta eða lagfæra framburð sinn.Meintur gerandi á líka rétt: Það er ábyrgð meints geranda að mæta til fundar til að ræða um kvörtun á hendur honum. Honum skal ávallt vera boðið að hafa með sér annan aðila til stuðnings og ráðgjafar. Meintur gerandi er upplýstur um efni kvörtunarinnar og honum gefinn kostur á að bregðast við, andmæla, útskýra mál sitt eða leiðrétta allt eftir eðli og atvikum málsins. Eins og tilkynnanda býðst honum að nefna aðila sem hann óskar eftir að rætt verði við í tengslum við málið.Álitsgerð með rökstuddri niðurstöðu: Þegar rætt hefur verið við alla hlutaðeigandi aðila er lagt mat á heildarmynd málsins og aðilar þess upplýstir um niðurstöðuna í sitthvoru lagi með munnlegum hætti þar sem þeim er boðið að bregðast við henni. Aðilar málsins, tilkynnandi og sá (þeir) sem kvartað var yfir, fá eintak af álitsgerðinni sem og yfirstjórn vinnustaðarins. Aðrir sem rætt var við fá tækifæri til að kynna sér álitsgerðina hjá þeim sem unnu málið eða hjá yfirstjórn vinnustaðarins. Ekki ætti að vera um frekari dreifingu að ræða af hálfu vinnustaðarins.Lokaorð Í þessari grein hefur verið farið yfir algenga vankanta sem stundum eru gerðir í vinnslu kvörtunarmála eins og eineltismála. Einnig hefur verið rakinn í stuttu máli vinnsluferill sem er síður líklegri til að skilja málið eftir óleyst. Málin eru að jafnaði tilfinningalega erfið og átakanleg og því afar mikilvægt að ekki bætist við reiði og sársauki sem tengist vinnsluferlinu. Fyrir þann sem hefur e.t.v. lengi verið að mana sig upp í að tilkynna óæskilega hegðun sem hann telur sig hafa orðið fyrir á vinnustaðnum og fyrir þann sem kvartað er yfir skiptir gegnsæi, einlægni og heiðarleiki í vinnubrögðum mestu. Mikilvægt er að gæta jafnræðis. Báðir aðilar eiga rétt á að sjá öll gögn í málinu og röksemdafærslu fyrir niðurstöðu málsins. Liggi vinnsluferlið ekki alveg ljóst fyrir finnst þeim sem telur á sér brotið málinu engan veginn lokið og leitar oft leiða til að fá það endurupptekið eða vísa því til dómstóla. Annað efni þessu tengt er að finna á www.kolbrunbaldurs.isHöfundur er sálfræðingur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun